Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 44

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 44
612 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R næði hér á Landspítalalóðinni. Þetta eru bráðabirgðalausnir. Það er ljóst. Skortur á einbýlum eins og bent er á í skýrslunni er orðið verulegt vandamál með tilkomu aukinnar tíðni ónæmra bakteríusýkinga og veirufaraldra eins og nóróveiru. Ef einbýlum er fjölgað eins og mælst er til af landlækni, og ég tek undir að það er mjög brýnt, þá fækkar heildar legurúmum sem við megum ekki við, miðað við stöðuna eins og hún er. Þannig að í núverandi hús­ næði spítalans rekst allt á hvert annars horn.” Í svari við fyrirspurn Friðbjörns Sig­ urðssonar á aðalfundi Læknafélags Ís­ lands þann 26. september um skýrsluna kvaðst Kristján Þór Júlíusson velferðarráð­ herra ekki þekkja hugmyndir um að sam­ eina lyflækningasvið á einn stað. Hann sagði ennfremur: „Skýrsla landlæknis er barns síns tíma. Þar er gert ráð fyrir að tækjakaupalisti LSH sé í rúst. Það er rangt. Skýrslan tekur mið af aðstæðum sem voru á þeim tíma sem hún var samin. Ég legg það í hendur forstöðumanna LSH að koma með tillögur til ráðherra eða ráðuneytis fremur en að ráðuneytið taki framfyrir hendur stjórn­ enda. Til þess eru stjórnendurnir ráðnir. Þeir hafa þá ábyrgð að vinna með stofnun sína og koma með hugmyndir ef þeir geta ekki leyst málin innan sinna ramma.” Ekki álagstoppar heldur stöðugt álag Sjúkrarúmanýting lyflækningasviðsins er talin vera eðlileg í kringum 85%. Raunveruleikinn að sögn Hlífar er þó um 100% og það setur bráðadeildir sviðsins í stöðugan vanda þegar taka þarf við bráð­ veikum sjúklingum sem ekki geta beðið. „Þessi vandi hefur verið „leystur” með því að leggja sjúklinga inn á biðstofur, viðtalsherbergi, ganga og bókstaflega alls staðar þar sem hægt er að koma fyrir rúmi. Okkar vandi er líka fólginn í því að fráflæði sjúklinga helst ekki alltaf í hendur við aðflæðið. Langveikir sjúklingar sem bíða hjúkrunarrýmis annars staðar teppa rúm á bráðadeildum. Komið var til móts við þennan vanda að einhverju leyti í fyrra með því að opna hjúkrunardeild á Vífilsstöðum sem létti á bráðadeildunum tímabundið en ástandið er komið í sama far núna að því viðbættu að hjúkrunar­ deildin á Vífilsstöðum er yfirfull.” Mönnunaráætlanir lyflækningasviðs gera ráð fyrir 85% rúmanýtingu en þar sem nýtingin er í rauninni yfir 100% eru þær áætlanir töluvert undir því sem starfsemin útheimtir að sögn Hlífar. Í skýrslunni segir: Í viðtölum við starfsfólk kom fram að álag væri mjög mikið og margir töldu að ekki væri lengur um að ræða álagstoppa, heldur stöðugt álag. „Núverandi ástand getur ógnað öryggi sjúklinganna. Embætti landlæknis hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna og við skýrslu sem þessari þarf að bregðast. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta þjónustuna, tryggja öryggi og bæta aðbúnað starfsfólks og starfsanda. Húsnæði sviðsins og Landspítalans í heild og mannaflaþörf eru þó stærstu ógnirnar og til að bregðast við því þarf aukið fjár­ magn og ákvörðun um að hefja uppbygg­ ingu á nýju húsnæði. Skýrslan hefur að sjálfsögðu verið kynnt yfirvöldum og hefur vonandi áhrif þegar fjárframlög til spítalans eru ákveðin.“ læknadaGaR 2015 á vísum stað Fleytifull dagskrá vikuna 19.-23. janúar í Hörpu Nánar auglýst síðar Skráning hefst á netinu í desember M yn d : M ar g ré t A ð al st ei ns d ót tir flútikasón + nýr valkostur í meðferð astma Fyrsta astmalyfið sem sameinar sterkan barkstera, flútikasón1 og hraðvirkan β2 örva, formóteról2 formóteról flutiform® – Sterkur barksteri1 og hraðvirkur LABA2* – Sýnilegur skammtateljari – 3 styrkleikar Ábending: Flutiform® er ætlað til reglulegrar meðferðar við astma þegar notkun samsetts lyfs (innúðalyfs með barkstera og langvirkum β2 örva) er viðeigandi3 Flutiform®50/5 og 125/5 fyrir fullorðna og unglinga (>12 ára), flutiform® 250/10 fyrir fullorðna (>18ára) Heimildir: 1. Adams, N. P. et al. Copyright© 2010, The Cochrane Collaboration. Published by JohnWiley & Sons, Ltd. 2. Bodzenta-Lukaszyk, A. et al. Respiratory Medicine (2011) 105, 674-682 3. Samantekt á eiginleikum lyfs (spc) www.serlyfjaskra.is *LABA = formóteról LD 11 40 20 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.