Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 57

Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 57
LÆKNAblaðið 2014/100 625 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R milli þeirra og önnur þverlína sem börnin koma niður af (mynd 1). Aldur barna eða fæðingarár er skrifað undir tákn. Betra er að setja fæðingarár því þá er hægt að reikna aldur þegar tréð er notað seinna. Skálína yfir tákn er sett ef viðkomandi er látinn. Ástæða andláts og aldur eru skráð. Fóstur er táknað með litlum þríhyrningi eða tígli og meðgöngulengd skráð undir (til dæmis 12/40). Sé um fósturlát/fóstur­ eyðingu að ræða er sett skástrik yfir táknið (sumir skyggja það líka) og ástæða skráð ef hún er þekkt. Einnig eru skráð vandamál sem upp hafa komið vegna meðgöngu. Barnleysi og ástæða þess (val eða vanda­ mál við að verða þunguð) er fært til bókar. Tvíburar eru táknaðir með skálínum frá foreldrum og eineggja tvíburar eru einnig með beinni láréttri línu á milli skálína. Séu systkini mörg er stundum teiknaður tígull og fjöldi systkina skráður með tölu innan í tígulinn. Nákvæmari leiðbeiningar um teiknun ættartrjáa má finna í heimildum 3­5. Rafræn ættartré Nokkur ættarteikniforrit eru á netinu og sum til sem smáforrit (öpp) fyrir snjall­ tæki. Flest eru þau eru ágæt til að teikna einföld ættartré og nokkur sérstaklega ætl­ uð til að teikna ættartré fyrir erfðaráðgjöf. Þau hafa þá gjarnan innbyggða eiginleika – til dæmis möguleika á að skrá setraðir, sjúkdóma og fleira. Dæmi: • invitae.com/en/familyhistory/ • progenygenetics.com/online­pedigree/ • familyhistory.hhs.gov/fhh­web/fami­ lyHistory/start.action • clinicalpedigree.com • Family History (fyrir spjaldtölvur, fæst t.d. í App Store.) Heimildalisti 1. Williams R, Hunt SC, Heiss G, Province MA, Bensen JT, Higgins M, et al. Usefulness of cardiovascular family history data for population­based preventive medicine and medical research. Am J Cardiol 2001; 87: 129­35. 2. Yoon PW, Scheuner MT, Peterson­Oehlke KL, Gwinn M, Faucett A, Khoury MJ. Can family history be used as a tool for public health and preventive medicine? Genet Med 2002; 4: 304­10. 3. Bennett RL. The practical guide to the genetic family history. 2nd ed. Hoboken. John Wiley, NJ Chichester: 2010. 4. Bennett RL, French KS, Resta RG, Doyle DL. Standardized human pedigree nomenclature: update and assessment of the recommendations of the National Society of Genetic Counselors. J Genet Couns 2008; 17: 424­33. 5. Bennett RL. The family medical history as a tool in preconception consultation. J Com Genet 2012; 3: 175­83. Leiðbeiningar: - Lykill þarf að innihalda allar viðeigandi upplýsingar til að lesa úr ættartré (t.d. skilgreina skyggða/fyllta reiti) - Ættartré sem notað er í klínik (ekki til birtingar) ætti að innihalda: a) nafn vísitilviks/ráðþega b) nöfn eða upphafsstafi annarra í fjölskyldu eftir því sem þarf og á við c) nafn þess sem skýrir frá fjölskyldusögunni d) dagsetningu teikningarinnar/uppfærslu ef við á e) ástæðu þess að ættartré er teiknað (t.d. óeðlileg niðurstaða úr ómskoðun, fjölskyldusaga um krabbamein, þroskavandamál og fl.) g) áar beggja hliða fjölskyldunnar - Mælt er með að eftirfarandi upplýsingar séu settar neðan við hvert tákn (eða hægra megin að neðanverðu) a) aldur; fæðingarár (t.d. f. 1978) og/eða dánarár (t.d. d. 2007) b) númer ættartrés eða heiti - Góð regla er að takmarka persónugreinanlegar upplýsingar til að gæta trúnaðar KK Kvk Kyn ekki skráð Athugasemdir 3. Margir einstaklingar, fjöldi þekktur f. 1925 30 ára 4 mán 5 5 5 n n n d. 35 d. 4 mo d. 60's P P BD 28 wk BD 30 wk BD 34 wk Þ Þ Þ < 10 vikur 18 vikur 47,XY,+18 ULF MGL: 7/1/2007 47,XY,+21 20 v 46,XX 17 vikur, kvk cystic hygroma Kyn er teiknað með hring, ferningi eða tígli Ekki skrá aldur inn í táknin. 1. Einstaklingur 2. Einstaklingur með einkenni eða sjúkdóm Lykill er notaður til að skilgreina skugga eða fyllingu (t.d. línur eða punkta). Notað þegar um er að ræða einstakling með klínísk einkenni. Þegar um er að ræða fleiri en einn sjúkdóm eða einkenni er hægt að skipta tákninu upp og skyggja hvern hluta fyrir sig á mismunandi hátt. Fjöldi systkina er skráður inn í tákn. (Ekki setja einstaklinga með einkenni í hóp). 4. Margir einstaklingar, fjöldi óþekktur 5. Látnir einstaklingar 6. Ráðþegi 7. Vísitilvik 8. Burðarmálsdauði 9. Þungun (Þ) Meðgöngulengd og litningagerð fyrir neðan tákn. Hægt er að skyggja létt ef með sjúkdóm, skilgreina í skýringum. “n” notað í stað “?” Skrá ástæðu andláts ef þekkt. Ekki nota kross til að sýna andlát til að fyrirbyggja rugling við plúsmerki (+). Ráðþegi/ar sem kemur/koma í erfðaráðjöf/erfðarannsókn. Fjölskyldumeðlimur sem er með einkenni, sem leiddi til rannsóknar hjá fjölskyldu. Setja inn meðgöngulengd og litningagerð ef þekkt. Meðganga M. einkenni Án einkenna 10. Fósturlát 11. Meðganga stöðvuð 12. Utanlegsfóstur Mynd 1. Grunntákn fyrir ættartré. Tákn, skýringar og skammstafanir. R R Tákn fyrir karl er vinstra megin og tákn fyrir konu hægra megin á sambandslínu sé það hægt. Systkinum er raðað frá elsta til yngsta. 2. Sambandslína - lárétt 3. Skyldleikalína - lóðrétt eða lárétt - Fjölburar Lárétta línan sem táknar eineggja tvíbura er sett milli línanna. Stjörnu (*) má nota sé fjöldi eggja þekktur. Skrá ástæðu ef þekkt. 2. skyldleikalína 4. lína einstaklings 3. systkinalína Eineggja Tvíeggja Óþekkt Þríeggja ? ? ? ófrjósemisaðgerð t.d. eða sæðisskortur legslímuflakk 1. Sambandslína 1. Skilgreiningar Athugasemdir a. Sambönd Brot í sambandslínu merkir sam- bandsslit. Fyrri maka þarf ekki að sýna ef tilvist þeirra hefur ekki áhrif á mat vegna erfða. b. Skyldleiki Sé skyldleiki pars ekki augsýnilegur, ætti að skrá það sérstaklega ofan við sambandslínu (t.d. skyld í 3. lið). a. Erfðafræðileg Líffræðilegir foreldrar sýndir. - Fjölskyldusaga viðkomandi ekki þekkt - Engin börn, val eða af óþekktum ástæðum. - Ófrjósemi Skrá ástæðu ef þekkt. b. Ættleiðing í fjölskyldu úr fjölskyldu til ættingja Hornsvigar eru notaðar fyrir ættleiðingar. Líffræðilegir foreldrar eru skilgreindir með heilli línu og fósturforeldrar með punktalínu. Mynd 2. Tengslalínur.nd 2. Tengslalínur. Myndir 1 og 2 fengnar úr Journal of Genetic Counseling 2008; 17: 424-33. Þýtt og birt með leyfi höfundar. My 1. Grunntákn fyrir ættartré. Ták , skýringar og skammstafanir.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.