Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2014, Side 61

Læknablaðið - 01.11.2014, Side 61
629 LÆKNAblaðið 2014/100 Ö l d U n G a d E i l d áratug síðar mátti heita að holdsveiki væri hér útrýmt. Guðmundur átti stóran þátt í barátt­ unni gegn berklaveiki sem breiddist ört út um landið í lok 19. aldar. Að beiðni lands­ stjórnar þýddi hann og gaf út tvo danska bæklinga um þetta efni er komu út 1898 og 1903. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Heilsuhælisfélagsins árið 1906 en því varð vel ágengt í söfnun peninga fyrir slíku hæli. Með viðbótarstyrk úr landssjóði var unnt að hefja byggingu Vífilsstaðahælis sumarið 1909 og var það tekið í notkun haustið 1910. Réði Guðmundur miklu um staðsetningu hælisins og undirbúning. Guðmundur var síðar í byggingarnefnd Kristneshælis sem vígt var 1927. Guðmundur mun hafa átt stóran þátt í að semja hin fyrstu lög sem sett voru um berklavarnir 1903 en í þeim var meðal annars kveðið á um skráningu berkla­ sjúkra. Árið 1919 var hann í milliþinga­ nefnd er samdi ný berklavarnalög sem voru samþykkt 1921. Enn eitt baráttumál Guðmundar var lögn vatnsveitu til Reykjavíkur og lokun gömlu vatnsbólanna sem voru uppsprett­ ur smitsjúkdóma, ekki síst taugaveiki. Hóf hann baráttuna er hann var í bæjarstjórn. Margir töldu þetta firru er setja mundi bæinn á hausinn. Er hann hætti í bæjar­ stjórn og fór á þing kom Jón Þorláksson verkfræðingur inn í bæjarstjórn og saman héldu þeir baráttunni áfram uns þeir fengu lög um vatnsveitu í Reykjavík sam­ þykkt á Alþingi 1907. Vatni var hleypt á 1909. Vatnið kom reyndar fyrst úr Elliða­ ánum en síðar úr Gvendarbrunnum. Allt frá því að Guðmundur hóf störf sem héraðslæknir í Reykjavík og þar til hann lauk störfum má segja að hann hafi átt stóran þátt í smíði allrar löggjafar er til framfara horfði í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Árið 1918 var Guðmundi Björnssyni erfitt. Eftir tvær bylgjur inflúensu um vorið barst spænska veikin hingað til lands um haustið. Í Reykjavík geisaði hún allan nóvembermánuð, lagði þrjá af hverjum fjórum íbúum í rúmið og dró um 300 til dauða. Guðmundur var einn þriggja lækna í bænum sem voru á ferðinni nótt sem dag. Eftir spænsku veikina reis upp alda andúðar gegn Guðmundi landlækni. Margir þeir sem áttu um sárt að binda kenndu honum um að hafa ekki reynt að hindra að veikin bærist til landsins. Hann var, jafnvel á prenti, sagður vera forfallinn kókaínfíkill og óhæfur til að gegna land­ læknisstarfinu. Landlæknir svaraði þessum ásökunum með því að rita bækling um eðli og út­ breiðslu inflúensu. Benti hann á að hvergi hefði tekist að koma í veg fyrir að veikin herjaði. Hann tók ásakanirnar nærri sér þó hann léti ekki á því bera og sárast mun honum hafa þótt að ýmsir er hann taldi til vina sinna snerust gegn honum. Varðandi kókaínneyslu var það rétt að hann notaði efnið um árabil til að fleyta sér gegnum gífurlegt vinnuálag. Honum tókst af sjálfs­ dáðum að hætta þeirri neyslu. Sem landlæknir var Guðmundur dug­ legur við eftirlit með starfi annarra heil­ brigðisstarfsmanna. Vísiteraði hann víða um land, gjarnan vel ríðandi með marga til reiðar. Hann þótti nokkuð eftirgangs­ samur og ávann sér andúð sumra, einkum eldri lækna. Honum var legið á hálsi að útgáfa heilbrigðisskýrslna gengi seint enda mun honum hafa leiðst skrifstofustörf og hafði við þau litla aðstoð. Guðmundur átti sér mörg hugðarefni önnur en heilbrigðis­ mál. Hann var góður stærðfræðingur og mun á yngri árum hafa íhugað að leggja stund á þá fræðigrein. Þá var hann mikill unnandi íslenskrar tungu. Allt sem hann lét frá sér fara í ræðu og riti var á vönd­ uðu, skýru og gjarnan knöppu máli. Hann var snjall nýyrðasmiður og er til dæmis höfundur heitisins „togari“ sem kom í stað hins stirðlega orðs „botnvörpungur“. Hann var um tíma fylgjandi því að sleppa y og z úr málinu og ritaði um það bækl­ inginn Rangritunarheimska og framburðar- forsmán. Guðmundur var manna fróðastur Guðmundur 17 ára. Úr Héraðsskjalasafni Blönduóss. Marðarnúpur í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu um 1900. Mynd úr bókinni- Föðurtún sem eru endur- minningar Páls Kolka læknis og kom út 1950.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.