Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 11
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 11 FRÉTTIR Í þessu verkefni eins og öðrum er markmið okkar og metnaður að byggja vandað mannvirki á góðum stað og geta boðið viðskiptavinum okkar sam- keppnishæft verð, hvort sem þeir leigja húsnæðið eða kaupa,“ segir Oddur Víðisson, fram- kvæmdastjóri Þyrpingar hf. Nú í september hefjast framkvæmdir við smíði átta hæða verslunar- og skrifstofuhúss í svonefndum Bílanaustsreit í Borgartúni í Reykjavík. Þyrping stendur að þessu verkefni, en til stendur að reisa alls tólf þúsund fermetra byggingu á átta hæðum með þriggja hæða bílakjallara sem rúma mun um 200 ökutæki. Þetta er enn einn áfanginn í þeirri endurreisn Borgartúnsins í Reykjavík sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, en óhætt er að segja að starfsemi við göt- una hafi gengið í endurnýjun líf- daganna. Gamlar byggingar hafa vikið fyrir nýjum, sem margar hverjar hýsa framsæknustu fyrir- tæki landsins og þá ekki síst í fjármálageiranum. Undirtektir eru góðar Þyrping keypti lóðina að Borgartúni 26 í Reykjavík fyrir nokkrum misserum. Á hluta lóðarinnar mun ÍAV reisa um 200 íbúðir, en á þeim hluta sem snýr út að Borgartúni mun áður- nefnt stórhýsi rísa. Á neðstu hæð hennar verður um 1.200m² ver- slunarrými en á efri hæðum húss- ins er gert ráð fyrir ýmiss konar skrifstofu- og þjónustustarfsemi. Oddur segir að framkvæmdir ættu að vera komnar á fullt skrið undir lok ársins og fyrri hluta árs 2007 eigi húsið að vera tilbúið til innréttinga. Starfsemi í húsinu ætti því að vera komin í fullan gang eftir um tvö ár. „Við erum að byrja markaðs- setningu og kynningu á húsinu þessa daga og það litla sem við höfum þreifað fyrir okkur þá eru undirtektir góðar,“ segir Oddur. Hann telur stjórnendur leggja höf- uðáherslu á þrjá þætti þegar þeir velja húsnæði fyrir starfsemi fyr- irtækja sinna. Í fyrsta lagi stað- setningu, í annan stað sýnileika og í þriðja lagi aðgengi viðskipta- vina og starfsmanna. „Ef þú ert með vel þekkt vörumerki skiptir miklu að velja starfseminni áberandi stað. Að því leyti til er Borgartún sterkur valkostur enda í alfaraleið og í nágrenninu eru einmitt mörg fyrirtæki með kunn vörumerki sem eiga sér sterka vitund í huga þjóðarinnar.“ Mörg verkefni framundan Þegar stórhýsið við Borgartún er risið er ætlun Þyrpingar að koma því í útleigu eða sölu og í framhaldinu verður það selt til fjárfesta. Þyrping, sem er í eigu Baugs Group og Fasteignafélagsins Stoða, stendur auk byggingarinnar við Borgartún, að fjölmörgum öðrum verkefnum um þessa mundir. Þar má nefna verslunarhús á Völlum í Hafnarfirði sem verður opnað í desember á þessu ári og framhald á uppbyggingu í 101 Skuggahverfi í Reykjavík. Nú er á prjónunum að fara í uppbygg- ingu á 2. og 3. áfanga hverfisins með 180 íbúðum sem koma á markaðinn á næstu misserum. Jafnframt er sala hafin á ein- býlishúsalóðum í landi Akralands ehf., það er sunnan megin við Arnarnesveg í Garðabæ. Sala þar á lóðum hefur gengið vonum framar og byrjað verður að selja lóðir í næsta áfanga hverfisins um áramót. ÁTTA HÆÐA HÚS Á BÍLANAUSTSLÓÐINNI Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar hf. Þyrping reisir stórhýsi á Bílanaustslóðinni við Borgartún: Skrifstofu- og verslunarhúsið verður alls tólf þúsund fermetra bygging á átta hæðum með þriggja hæða bílakjallara sem rúma mun um 200 ökutæki. Suðurhlið skrifsofu- og verslunarhúsnæðis sem rísa mun á Bílanaustslóðinni á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.