Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 57 • Kjartan Jóhannsson. Þingmaður Alþýðuflokks 1978 til 1989. Sjávarútvegs- og viðskiptaráð- herra. Frá 1989 sendiherra og framkvæmdastjóri EFTA. Nú sendi- herra í Brussel. • Kristinn Guðmundsson. Utan- ríkisráðherra frá 1953 til 1956, án þess að vera kjörinn á þing. Sendiherra frá 1956 í London og seinna Moskvu. • Markús Örn Antonsson, Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, borgarstjóri í 3 ár, útvarpsstjóri. Sendiherra í Ottawa frá 2005. • Pétur Benediktsson. Þingmaður Sjálfstæðisflokks frá 1967 til æviloka, jafnframt því sem hann var bankastjóri Landsbanka Íslands frá 1956 til dánardægurs. Starfaði í utanríkisþjónustunni frá 1930 til 1956. Sendiherra frá 1941 og sat í London, Moskvu og París. • Sigurður Bjarnason. Þingmaður Sjálfstæðisflokks með hléum frá 1942 til 1970. Sendiherra frá 1970 í Kaupmannahöfn, Peking, London og víðar. • Stefán Jóhann Stefánsson. Þing- maður Alþýðuflokks með hléum frá 1937. Forsætisráðherra um hríð. Frá 1957 til 1965 sendi- herra í Kaupmannahöfn. • Svavar Gestsson. Þingmaður Alþýðubandalags 1978 til 1999. Ráðherra í ýmsum ráðuneytum. Sendiherra frá lokum þingsetu; fyrst í Winnipeg í Kanada, í Stokk- hólmi og tekur senn við embætti í Kaupmannahöfn. • Sveinn Björnsson. Þingmaður Heimastjórnarflokksins og fleiri flokka með hléum frá 1914 til 1920. Frá því ári og nær samfellt til 1941 sendiherra Íslands í Kaup- mannahöfn. Eftir það ríkisstjóri og loks forseti Íslands til dánardæg- urs 1952. • Thor Thors. Þingmaður Sjálf- stæðisflokks 1933 til 1941. Sendiherra Íslands í Washington frá 1941 til æviloka 1965. • Tómas Ingi Olrich. Þingmaður Sjálfstæðisflokks 1991 til 2003. Síðast menntamálaráðherra. Sendiherra í París frá 2004. • Þorsteinn Pálsson. Þingmaður Sjálfstæðisflokks 1983 til 1999. Forsætisráðherra auk þess að gegna fleiri ráðherraembættum. Sendiherra frá lokum stjórnmála- ferils, fyrst í London og nú Kaup- mannahöfn. Er að láta af störfum í utanríkisþjónustunni. S T J Ó R N M Á L A M E N N Í U T A N R Í K I S Þ J Ó N U S T U N N I Pólítískir samherjar. Þorsteinn Pálsson sendiherra sem er að hætta í utan- ríkisþjónustunni og Markús Örn Antonsson sem þar hefja þar störf sem sendiherra í Kanada. út á við, þrátt fyrir fámennið,“ segir Markús Örn Antonsson, verðandi sendiherra í Ottawa, í samtali við blaðið. Hann bætir við að milliríkja- samskipti krefjist sérþekkingar á ýmsum sviðum, sem fólk öðlist ekki nema með sérnámi sem miði einmitt að störfum í utanríkisþjónustunni. Löng starfsreynsla innan hennar sé einnig þýðingarmikil. „En það má líka vera pláss fyrir aðra sem frá öðrum sjónarhóli þekkja vel hið íslenska samfélag og aflvakann sem þróun þess byggir á, hvort sem það er á sviði viðskipta eða menningar,“ segir Markús Örn. Hann telur margt í störfum utanrík- isþjónustunnar lítt sýnilegt og mik- ilsverður árangur af starfinu fái ekki þá umfjöllun sem vert sé. „Eitthvert smámunalegt smjatt fjölmiðla um risnukostnað, sem óhjákvæmilega fylgir því að kynna og standa vörð um hagsmuni Íslands út á við, virðist eiga furðu greiðan aðgang að þjóð- arsálinni. Minni áhersla er lögð á víð- sýna umfjöllun og mat á árangrinum í heild, sem er glæsilegur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.