Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 77
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 77 Hönnun: DÍMON GERIR VÍÐREIST „Af þeim fjölda víntegunda sem ég hef smakkað, eru margar í uppáhaldi og erfitt að nefna eitthvað eitt til sögunnar,“ segir Bjarni Snæbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjóri hjá IMG, sem hefur verið í vínklúbbi í tíu ár. „Ég vil þó nefna eitt af því sem hefur verið í uppá- haldi hjá mér; ekki vegna þess að það er það besta sem ég hef smakkað og í sjálfu sér ekki stórt vín, heldur vegna þess að það hefur reynst prýðilegur föru- nautur með flestum mat og nægilega margslungið til þess að ég verði ekki leiður á því. Þetta vín heitir Dievole Rinascimento, er rauðvín og frá Fattoria di Dievole í Toskana. Það sem er áhugavert við þetta vín - fyrir utan miðana á flösk- unum sem á eru andlits- myndir víngerðarmanna Dievole - er að það er gert úr þrúgum sem fyrr á tímum voru vinsælar í Tosk- ana en eru nú að mestu komnar úr notkun og fallnar í gleymsku. Þessar þrúgur eru Malvasia Nero (80%) og Canaiolo a Raspo Rosso (20%). Vínið er látið eldast í slóvenskri eik og kirsuberjaviði í átta mánuði og geymt aðra átta mánuði á flöskum áður en það fer á markað. Í nefi er þroskaður ávöxtur, jafnvel ofþrosk- aður, en jafnframt vottur af brenndum brjóstsykri. Bragðið er nokkuð ávaxta- ríkt en þó aðgengilegt og mjúkt. Þar sem hér er ekki um stórvín að ræða, er ekki langt né tiltakan- lega mikið eftirbragð. Yfir höfuð finnst mér hins vegar vera um að ræða vel gert vín sem ég verð ekki leiður á. Þess vegna er það í uppáhaldi sem neysluvín, ef ég má orða það svo, til aðgreiningar frá sparivín- unum.“ Tólf ár eru liðin síðan Erla Sólveig Óskarsdóttir útskrifaðist sem húsgagna- og iðnhönnuður frá Dan- marks Design Skole í Kaupmannahöfn. Á þessum tólf árum hefur hún einbeitt sér að stólum auk sófa og borða. Hönnun hennar er framleidd í nokkrum löndum - í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Kólumbíu og Frakklandi - og seld út um allan heim. „Ég legg áherslu á notagildið og einfaldleikann,“ segir Erla Sólveig. Vinnan er aðaláhugamálið og seg- ist hún vera „fagidíót“. „Ég vinn heima. Ég sé ekki fyrir mér að ég gæti verið með vinnuaðstöðu úti í bæ. Ég væri sjaldnast heima.“ Sófinn Dímon á sér langa sögu. Hún sýndi hann fyrst á Hönnunardegi sem haldinn var á Íslandi árið 1999. Þá voru framleidd og seld nokkur stykki auk stóls í stíl við sófann. „Sófinn var síðan sýndur á sýningu í Kaupmannahöfn árið 2003. Forsvarsmenn ítalska fyrirtækisins Rossin Italia sáu í kjölfarið mynd af honum í hönnunartímariti og sendu mér tölvupóst. Dímon er nú framleiddur hjá þessu fyrir- tæki. Auk þess var ég beðin um að hanna sófaborð við húsgögnin. Ég kalla sófann „Stóra-Dímon“ en stólinn „Litla-Dímon“.“ Sófann einkenna ákveðnar en mjúkar línur. Erla Sólveig er að vinna að þremur stólum og borði. Hún er í samstarfi við þýskt-kólumbískt fyrir- tæki og danskt fyrirtæki. „Það er mikið í farvatninu.“ Ákveðnar en mjúkar línur einkenna sófann. Erla Sólveig Óskarsdóttir, húsgagna- og iðnhönnuður. „Ég legg áherslu á notagildið og einfaldleikann.“ Uppáhaldsvínið: DIEVOLE RINASCIMENTO „Í nefi er þroskaður ávöxtur, jafnvel ofþroskaður, en jafnframt vottur af brenndum brjóstsykri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.