Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Síða 31

Frjáls verslun - 01.07.2005, Síða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 31 D A G B Ó K I N 1. júlí Yfirtökunefndin og FL Group Yfirtökunefnd tók til starfa þennan ágæta dag. Henni er ætlað að fjalla um yfirtökuskyldu á hlutabréfamarkaði. Formaður nefndarinnar er Viðar Már Matth- íasson lagaprófessor, Þór Sigfús- son, framkvæmdastjóri Viðskipta- ráðs, er varaformaður. Þriðji nefndarmaðurinn er Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Capital hf. Yfirtökuskylda skapast við 40% eignarhlut, þ.e. að einn hluthafi, eða hann í samráði við aðra hluthafa, hafi náð yfirráðum í félagi. Fyrsta stóra verkefni nefndar- innar kom strax í fyrstu vikunni og fólst í að athuga hvort yfir- tökuskylda hefði myndast í FL Group vegna viðskiptatengsla eignarhaldsfélaganna Odda- flugs/Primusar (Hannesar Smára- sonar), Baugs Group og Kötlu Investment eftir að Katla Invest- ment og Baugur keyptu hlut Sax- byggs í FL Group. Félögin fjögur voru þar með komin með rúm 65% í félaginu. Viðskiptatengsl eru á milli félaganna annars staðar, t.d. í Húsasmiðjunni, Og Vodafone og Mosaic Fashion. Yfirtökunefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki hefði myndast yfirtökuskylda þrátt fyrir viðskiptatengsl stærstu hluthafanna í FL Group í öðrum félögum. 1. júlí Stjórn FL Group sagði af sér - engin áhrif á gengið Það var ekki bara að yfirtöku- nefndin fengi FL Group inn á sitt borð sem sitt fyrsta stóra verk- efni. Fyrstu vikuna í júlí var ekki rætt um annað í viðskiptalífinu en duttlungafullan hlutabréfa- markað og hvers vegna ekki hefði orðið verðhrun á bréfum í FL Group í kjölfar sviptinganna innan stjórnar félagsins. Þær höfðu engin áhrifa á gengi bréf- anna. Sex af sjö stjórnarmönnum sögðu af sér - allir nema Hannes Smárason stjórnarformaður - í kringum stjórnarfundinn 30. júní sl. enda þá ljóst að til tíðinda væri að draga og Saxbygg að selja 26,56% hlut sinn í félag- inu til Kötlu Investment SA og Baugs Group. Gengi bréfanna var 15,0 þegar viðskiptin voru gerð og hækkuðu meira að segja upp í 15,10 daginn eftir. Umræðuefnið var einfaldlega þetta: Svona lagað gæti ekki gerst nema á íslenska mark- aðnum sem væri með „sín eigin“ lögmál. 2. júlí Sérstakt félag um Opin kerfi Kögun seldi þennan dag allan hlut sinn í Opnum kerfum Group til félags með svipað nafn, þ.e. Opin kerfi Group Holding ehf. Í raun var Kögun að setja Opin kerfi undir sérstakt félag með þessum gjörningi þar sem eig- endur Opinna kerfa Group Hold- ing er Kögun og Iða fjárfestingar- félag sem er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og Straums-Burðaráss. Kögun yfirtók Opin kerfi Group í október sl. 4. júlí Hverjir eiga Kötlu Investment? Katla Investments SA, sem keypti ásamt Baugi Group, hlutinn í FL Group af Saxbyggi, er í eigu Magnúsar Ármanns, Sigurðar Bollasonar og Kevin Sanford. Þess má geta að félag þeirra keypti tæp 9% í Baugi Group í desember á síðasta ári af Kaupþingi banka. Þá á Kevin San- ford 12,8% í Mosaic Fashions ásamt eiginkonu sinni, en þar er Baugur Group stærsti hluthafinn, á 36,8% hlut. Þess má geta að Sigurður Bollason er sonur hins kunna kaupmanns Bolla Kristinssonar í Sautján. Sigurður settist í stjórn FL Group eftir viðskiptin. Leiðir Hannesar Smárasonar og þeirra Magnúsar Ármanns og Sigurðar Bollasonar liggja líka saman hjá Og Vodafone. Næststærsti hluthafinn þar, Runnur ehf., er í eigu Primus (Hannesar) og Mogs ehf. sem er í eigu Magnúsar og Sigurðar. 6. júlí Finnur lykt af ilmvatnsfyrirtæki Það er óhætt að segja að Karl Wernersson sé einn öflugasti fjár- festir þessa árs. Hann hefur látið til sín taka innan Íslandsbanka. En í byrjun júlí var sagt frá því að hann ásamt nokkrum öðrum íslenskum fjárfestum hefðu keypt meirihluta í breska ilmvatnsfyr- irtækinu Per-Scent. Um var að ræða 70% hlut og var verðmæti hans um 4,9 milljarðar króna. 12. júlí Birgir Már til Samson Þennan dag var tilkynnt að Birgir Már Ragnarsson lögfræðingur hefði verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Samson eignarhaldsfélags ehf. Félagið á 45% eignarhlut í Landsbank- anum. Birgir Már er 31 árs og lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1999. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögum, LL.M, á sviði alþjóðlegs fjármagnsréttar frá Harvard Law School árið 2003. 21. júlí Baugur Group kaupir í dönsku fasteignafélagi Þó helstu eignir Baugs Group séu í Bretlandi er ljóst að félagið hefur mikinn áhuga á Danmörku um þessar mundir. Um miðjan júlí var sagt frá því að Baugur Group hefði fest kaup á 30% hlut í danska fasteignafélaginu Keops. Kaupverðið var 564 millj- ónir danskra króna eða tæpir 6 milljarðar króna. Þegar Baugur Group tók þátt í að kaupa Magasin du Nord á síðasta ári voru glæsilegar fasteignir inni í kaupunum og ljóst að félagið hefur lengi haft áhuga á fast- eignum - og það ekki bara hér á landi. Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar. Birgir Már Ragnarsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.