Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 Guðrún við útstillingu á grill- vörum í glugga Hagkaupa í Smáralind. Allir hugsanlegir fylgihlutir fá að vera með. Guðrún Dagmar Haraldsdóttir er útstill-ingarhönnuður hjá Hagkaupum í Smáralind þar sem verslunarrýmið er um 10.000 fermetrar. Hún sagði upp starfi sínu við markaðsrannsóknir eftir að hafa lesið grein í Frjálsri verslun um nám í útstillingum við Iðnskólann í Hafnarfirði vorið 1999. Hún ákvað að hefja nám á hönnunar- og listabraut með aðaláherslu á útstillingar. Hún útskrifaðist vorið 2001. „Ég var hrifin af öllu sem tilheyrði fagurfræði sem barn. Ef til vill hafði bæði uppeldið og umhverfið áhrif sem og eitthvað með- fætt.“ Guðrún Dagmar segir að hjá Hagkaupum starfi duglegt fólk sem sé meðvitað um hvernig vöruframsetning á að vera. Setja þarf vöru fram á þann hátt að hún auki sölu. Útstillingarhönnuður þarf auk þess að hafa til- finningu fyrir litasamsetningu, röðun, formum og verðmerkingum. „Athyglisverður gluggi og vel framsett vara virkar yfirleitt sterkt á viðskiptavininn. Þetta getur líka ómeðvitað fengið viðskiptavininn til að festa kaup á vöru sem hann e.t.v. ætlaði sér ekki að kaupa eða hafði ekki hugmynd um að væri fáanleg. Í þessu samhengi er nauð- synlegt fyrir útstillingarhönnuðinn að taka fram hluti sem fylgja ákveðinni vöru sem undirstrikar ennþá frekar stemmningu útstillingarinnar.“ Guðrún Dagmar segir að Hagkaup séu gullnáma fyrir útstillingarhönnuð þar sem vöruúrvalið sé mikið og vöruflokkarnir margir. „Starfið felst í því að vinna sjálfstætt og vera frjó í hugsun. Það er einnig skapandi og krefj- andi. Þ.a.l. er nauðsynlegt að fylgjast vel með nýjustu straumum og stefnum í vöruframboði og framsetningu. Umfram allt þarf að gæta þess að staðna ekki í starfinu.“ Á AÐ AUKA SÖLU GUÐRÚN DAGMAR HARALDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.