Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Side 65

Frjáls verslun - 01.07.2005, Side 65
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 65 Í GLUGGUNUM Bergljót Ylfa Pétursdóttir útskrifaðist sem útstillingahönnuður frá Iðnskólanum í Hafnarfirði vorið 2003. Hún vinnur við verslunarstörf hjá Kultur í Kringlunni auk þess sem hún vinnur hjá ýmsum fyrirtækjum sem verktaki og sér þar um útstillingar. Áður en hún flutti til Þýskalands, þar sem hún bjó í sjö ár, vann hún sem flugfreyja hjá Flugleiðum og við afgreiðslustörf í Silfurbúðinni. Áhugi á hönnun vaknaði í Þýskslandi og þá sérstaklega útstillingar í verslunum. „Ég er mikil handavinnukona,“ segir Bergljót Ylfa sem er yfirleitt kölluð Ylfa. „Námið í Iðnskólanum í Hafnarfirði var skemmtilegt og skapandi og stóðst allar mínar væntingar.“ Þegar skreyta á glugga föndrar hún sjálf ýmislegt sem á eftir að gleðja augu vegfarenda. „Ég kaupi m.a. blóm og vír og fer mikið á haugana þar sem ég finn alls konar dót til að nota í skreytingar. Ég er alltaf með hugann við þetta og er endalaust að finna góðar hugmyndir fyrir þau fyrirtæki sem ég vinn fyrir. Yfirleitt er ég búin að skipuleggja nokkra glugga fram í tímann til að samræmi haldist. Það er ekki gott að hafa of mikið í glugganum; vegfar- endur verða að koma augu á vöruna en ekki einhverja kaos.“ Ylfa segir að hvað stílinn varðar þá fari hann eftir hverri verslun. „Engin verslun er eins. Ég reyni að útfæra hvern verslunarglugga eftir stíl hennar. Ég hlusta á verslunareigandann hvað varðar óskir hans. Ég hef þó yfirleitt verið heppin og fengið að láta hugmyndaflugið njóta sín. Verslunarglugginn skiptir meginmáli. Hann er andlit verslunarinnar og ódýrasta auglýsingin sem völ er á. Verslunareigendur hafa um fimm sekúndur til að grípa augu vegfarenda og þá skiptir útlit hans máli.“ Stílhreinn gluggi þar sem aðaláhersla er lögð á fötin. „Engin verslun er eins. Ég reyni að útfæra hvern verslunarglugga eftir stíl hennar.“ FIMM SEKÚNDUR BERGLJÓT YLFA PÉTURSDÓTTIR

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.