Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Side 23

Frjáls verslun - 01.07.2005, Side 23
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 23 og löggiltur endurskoðandi. Þeir Arngrímur og Garðar voru ekki á staðnum. Baugsmálið er eitt af viðamestu dómsmálum á Íslandi og örugg- lega annað af tveimur umfangsmestu dómsmálum í íslenskri við- skiptasögu. Hitt var Hafskipsmálið. Bæði málin eiga það sameiginlegt að stjórnmálamenn blandast inn í umræðuna um þau. Davíð Oddsson utanríkisráðherra blandast inn í vörn sakborninganna sem segja að ákærurnar á hendur þeim sé runnar undan rifjum hans. Í Haf- skipsmálinu blönduðust nafntogaðar menn í Sjálf- stæðisflokknum inn í umræðuna. Þess má geta að Ólafur Jóhannesson, þá dómsmálaráðherra, var dreginn inn í umræður um Geirfinnsmálið fyrir þrjátíu árum. BEINA KASTLJÓSINU AÐ DAVÍÐ Fjölmiðlar í Danmörku og Bretlandi hafa fjallað mikið um Baugsmálið og ákærurnar - enda Jón Ásgeir Jóhannesson þekktur maður í viðskiptalífi þessara landa vegna umsvifa Baugs þar. Allir erlendu fjölmiðlarnir segja frá þeirri vörn Baugsmanna að Davíð Oddsson utanríkisráðherra eigi upp- tökin í málinu. Rannsókn lögreglunnar í Baugsmálinu hefur tekið þrjú ár og þögnin um rannsóknina verið svo yfirþyrmandi að alls kyns sögur hafa gengið manna á milli um málið. Rannsóknin hófst með flugelda- sýningu, fjölmennri húsleit lögreglunnar á skrifstofum Baugs hinn 28. ágúst 2002. Ekki verður annað séð en að málið hafi undið upp á sig jafnt og þétt meðan á rannsókn hefur staðið. Upphaf málsins er að fyrrum viðskiptafélagi Bónusfeðga, Jón Gerald Sullenberger, sem búsettur hefur verið í Bandaríkjunum um árabil, lagði fram kæru til lögreglunnar vegna viðskipta Baugs við fyrirtæki hans, Nordica Inc. í Bandaríkjunum. Þáverandi lögfræðingur Jóns Geralds var Jón Steinar Gunnlaugsson, nú hæsta- réttardómari. JÓN GERALD VAR MÆTTUR Jón Gerald var mættur í Héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestinguna og var á meðal áhorfenda í dómsal. Hann sat á fremsta bekk í salnum. Aðeins nokkur ákæruatriði í þessu umfangsmikla máli snúast um viðskiptin við Jón Gerald og meintar greiðslur Baugs á snekkjunni „Thee Viking“ - sem Jón Gerald segist hafa átt með Gaumi. Húsleit lögreglunnar á skrifstofum Baugs hinn 28. ágúst 2002 var gerð í miðjum samningaviðræðum þeirra Baugs- manna við breska auðkýfinginn Philip Green. Húsleitin varð til þess að hann hætti við að yfirtaka Arcadia í samvinnu við þá Baugsmenn - sem höfðu hins vegar áttu hugmyndina að yfirtökunni og leitað til hans um samvinnu. Þegar ákærurnar voru birtar sakborningum 1. júlí sl. voru Baugs- menn í viðkvæmum samningaviðræðum við erlenda fjárfesta um kaup á bresku verslanasamsteypunni Somerfield. Baugsmenn urðu Hagnaður Baugs Group á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 10,6 milljörðum eftir skatta. Heildareignir Baugs Group voru bók- færðar á 101 milljarð í lok júní 2005. Eigið fé félags- ins nemur 46 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall er 45%. Fréttamenn elta Jón H. B. Snorrason, saksóknara og yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, þegar hann yfirgefur Héraðsdóm. B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.