Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 49 rafmagn, sem er ein tegund vöru og getur verið hættulegt, og er okkar starf að hafa eftirlit með öryggi rafmagnstækja sem notuð eru í landinu, jafnt nýjum sem notuðum. Þá höfum við eftirlit með því að raforkufyrir- tækin fylgi settum reglum um rafmagnsör- yggi og starfsemi löggiltra rafverktaka sé ávallt þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Það þarf mannskap til að fylgjast með öryggismálum svo vel fari. Við viljum haga starfseminni á þann hátt að nota faggiltar skoðunarstofur til að framkvæma eftirlitið í eins ríkum mæli og unnt er. Faggildingu geta hlotið einkaaðilar sem vilja taka að sér eftirlitsstörf. Við ætlum okkur ekki að vera með stóran hóp af „markaðslöggum“ sem send verði á staðinn þegar erindi berst, heldur felst hagræðing í að við semjum skoðunarreglur og njótum síðan þjónustu skoðunarstofa sem eru faggiltar til að fram- kvæma slík verk þegar á þarf að halda. Ég get nefnt sem dæmi að ef við viljum fá úttekt á því hvort hættuleg raftæki eða leikföng eru á boðstólum í verslunum þá pöntum við þjónustu frá faggiltri skoðun- arstofu sem fer á vettvang og skoðar hvort slík tæki eða leikföng eru á markaði hér á landi. Það er síðan okkar að fylgjast með því að einkaaðilarnir vinni sína vinnu af fag- mennsku og eftir þeim reglum sem neytand- inn á að geta treyst og að enginn mismunun sé í aðferðarfræðinni. Á grundvelli skoðun- arskýrslna metum við sem stjórnvald hvort ástæða er til aðgerða, t.d. hvort innkalla eigi vöru, setja á sölubann eða beita öðrum stjórnvaldsúrræðum.“ Mælifræðisvið Mikilvægt starfssvið Neyt- endastofu er mælifræðisvið: „Efnahagur heimsins byggir á áreiðanlegum mælingum og prófunum, sem hægt er að treysta á og eru alþjóðlega viðurkenndar. Mælifræði skiptir miklu máli við að tryggja gæði í margs konar iðnaðarstarfsemi. Á Íslandi verður framleiðsluiðnaður, eftirlitsiðnaður, rannsóknarstofur og aðrir að hafa aðgang að faggiltri kvörðunarþjónustu, s.s. til að kvarða nákvæmar vogir ofl. Þótt tekjur af kvörðunum hafi vaxið árlega um 20% síð- ustu árin er markaðurinn lítill. Á meðan svo er verða stjórnvöld að halda úti kvörðunar- þjónustu og það kemur í hlut Neytendastofu að annast hana enda varðveitir hún og hefur umsjón með verðmætum mæligrunnum sem nauðsynlegir eru þegar taka á mælitæki til kvörðunar. Dæmi um iðnaðarfyrirtæki sem notað hafa kvörðunarþjónustu Neytendastofu er fyrirtæki sem framleiða ál, lyf, gervilimi, vogir og flæðilínur. Útflutningur þessara fyr- irtækja skiptir miklu máli fyrir íslenskan efnahag og þeir fjármunir sem íslenska ríkið setur í mælifræði eru ekki miklir miðað við það sem slíkur hátækniiðnaður skilar ríkinu. Í alþjóðaviðskiptum aukast gæðakröfur sífellt. Í ljósi þessa hefur nú kvörðunarþjón- ustan aflað sér faggildingar af bresku faggild- ingarstofnuninni UKAS samkvæmt ÍST EN 17025 staðlinum. Framangreind faggilding tekur ekki bara til kvarðana heldur einnig til yfirstjórnunar o.fl. Við erum opinber stofnun og almenningur á kröfu á að hér sé starfað af miklum metnaði og gæðum og við sem hér störfum vinnum markvisst að því að Neyt- endastofa verði stofnun sem allir treysti. Þess vegna er brýnt að starfa áfram á grund- velli gæðastjórnunar í þessari stofnun.“ NEYTENDASTOFA Borgartúni 21 • Sími: 5101100 Netfang: www.neytendastofa.is Markaðseftirlitssvið: • Óréttmætir viðskiptahættir • Gagnsæi markaðarins • Almennt vöruöryggi, þ.m.t. CE-merkingar • Framkvæmd og eftirlit með sérlögum á sviði neytendaverndar Hluti starfsmanna Neytendastofu og Tryggvi Axelsson forstjóri, sem er fremst til hægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.