Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.07.2005, Qupperneq 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 16. júní Bogi Þór kaupir Sindra-Stál Bogi Þór Siguroddsson, eigandi Johan Rönning og fyrrum for- stjóri Húsasmiðjunnar, keypti allt hlutafé í Sindra-Stáli um miðjan júní, skömmu fyrir þjóð- hátíðardaginn. Sindra-Stál er fornfrægt fyrirtæki, stofnað árið 1949, og flytur inn stál, málma, byggingavörur, festingavörur, vélar og verkfæri. Bogi eignaðist Johan Rönning fyrir rúmu einu og hálfu ári. Hann var forstjóri Húsasmiðjunnar frá árinu 2000 til 2002 og skrifaði fræga bók um brotthvarf sitt þaðan. Hún var um viðskiptasiðferði og hét Fjandsamleg yfirtaka. 27. júní Allt saman ein blekking Talsvert fjaðrafok varð í end- aðan júní vegna þeirra ummæla Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, að þýski bank- inn Hauck & Aufhäuser hefði aldrei átt hlut í Búnaðarbank- anum heldur hefði S-hópurinn einungis fengið lán hjá þýska bankanum til að fjármagna kaupin á bankanum og veðsett um leið hlutabréf í Búnaðar- bankanum. Sagði Vilhjálmur að málið hefði verið ein blekking. Framkvæmdastjóri Hauck & Aufhäuser svaraði Vilhjálmi að bragði og kvað ekkert vera hæft í ummælum hans og sagði m.a. í yfirlýsingu: „Hauck & Aufhäuser gerðist hluthafi í Eglu hf. hinn 15. janúar 2003, ásamt Keri hf. og Vátryggingafélagi Íslands hf., og var eigandi helmings hlutafjár félagsins þegar það keypti kjöl- festuhlut af íslenska ríkinu í Bún- aðarbanka Íslands hf. hinn 16. janúar 2003.“ D A G B Ó K I N TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Þrátt fyrir þrenn stórviðskipti með hlutabréf í Íslandsbanka í sumar hafa valdahlutföll innan bankans lítið breyst. Karl Wern- ersson og systkini hafa sem fyrr tögl og hagldir í bankanum og meirihlutinn í bankanum er traustur. Það var í byrjun júní sem Steinunn Jónsdóttir seldi Burða- rási 4,11% hlut sinn í bankanum fyrir um 7,4 milljarða. Nokkrum dögum áður hafði faðir hennar, Jón Helgi Guðmundsson í Byko, selt helming hlutar síns, eða 1,78%, til Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslandsbanka, Einars Sveinssonar, formanns banka- stjórnar Íslandsbanka, og nokk- urra framkvæmdastjóra bankans. Næst dró til tíðinda í endaðan júní. Þá voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smára- son á bak við kaup á 5,3% eign- arhlut í bankanum fyrir um 9,5 milljarða. Þriðju stóru viðskiptin urðu þegar Milestone, fjárfestingafé- lag Karls og systkina, keyptu hinn 4. ágúst sl. 4,14% hlut Jóns Snorrasonar fyrir 7,8 millj- arða. Eftir þau kaup eiga Karl og systkini hans um 16,4% hlut í bankanum. Þessi viðskipti hafa ekki breytt valdahlutföllunum innan bankans. Karl Werners- son, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, hafa styrkt sig í sessi. Fram hefur komið að þeir ætla að stofna eignarhaldsfélag sem verður kjölfestufjárfestirinn í bankanum. Hugmynd Karls er að setja 67% hlut sinn í Sjóvá- Almennum inn í þetta eignar- haldsfélag og eiga meirihlutann í því, eða 51% Stofnun eignarhaldsfélagsins var mál málanna í byrjun júní, en það vantar greinilega eitthvað upp á að allir endar séu hnýttir - því komið er fram í september og ekkert bólar á félaginu. Eftir sumarið hafa tveir af fjórum stóru hluthöfunum, sem mynduðu frægt bandalag um meirihluta í bankanum í fyrra, selt sína hluti; Þau Steinunn Jónsdóttir og Jón Snorrason. Ætla má að félög á vegum Karls og systkina, Jóns Ásgeirs og Hannesar eigi núna um 26% hlut í Íslandsbanka, Straumur- Burðarás á um 27%, Einar Sveinsson, stjórnarformaður og hluthafar honum tengdir, eiga um 10% og helstu stjórnendur og lykilstarfsmenn um 10%. Núverandi meirihluti heldur því örugglega. En fróðlegt verður að sjá hvað hið nýja eignarhalds- félag Karls, Jóns Ásgeirs og Hannesar verður með stóran hlut þegar þar að kemur. Ætla verður að frekari kaup þeirra séu líkleg þar sem völd þeirra eru ekki tryggð nema með aðstoð Einars Sveinssonar og lykilstjórnenda bankans. 29. júní og 4. ágúst KARL, JÓN OG HANNES STYRKJA SIG Karl Wernersson. Hannes Smára- son og Jón Ásgeir Jóhannesson. Bogi Þór Siguroddsson. Vilhjálmur Bjarnason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.