Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Page 29

Frjáls verslun - 01.07.2005, Page 29
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 29 kærurnar voru birtar á Íslandi, eða hvort þetta sé línan sem PR-fólkið hafi lagt. Í PR-fræðunum gildir almennt að það sé skynsamlegast að hugsa til langs tíma, ekki tjalda til einnar nætur. Enskur fréttamaður fræddi mig á að hann hefði snúið sér til starfsmanna Gavin Andersons eftir upplýsingum um Baugsákæruna og fékk að vita að hún snerist um slappt bókhald af því fyrirtækið hefði vaxið hraðar en bókum varð yfir komið en enginn hefði hvorki hagnast né tapað á því. Ef Héraðs- dómur Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að málið snúist um annað og meira en þetta og kortagleði og skyndibita kemur talið um „Big Mac Fraud“ og seinvirkt bókhald ekki vel út. Griffiths fræddi mig á því að hann hefði í raun engan sérstakan áhuga á Baugi heldur á íslensku fjárfestingunum í Englandi. Hann sagðist hafa útvegað sér ákæruna sjálfur, frá íslenskum aðilum, en ekki hafa fengið hana í gegnum Baug eða Gavin Anderson, sem hann áliti hið mesta óþurftarfyrirtæki eins og PR-fyrirtæki almennt. Sjálfur hefði hann það fyrir reglu að notast ekki við upplýsingar þeirra heldur afla þeirra sjálfur. Skýringarnar sem Griffiths lætur fylgja ákærunum líkj- ast mjög þeim skýringum sem hinir ákærðu birtu í mál- gagni sínu, Fréttablaðinu, daginn eftir að Guardian birti tvær greinar Griffiths. Það er líka athyglisvert að þegar íslenskir fjölmiðlar fengu ákærurnar frá Baugi fylgdu þeim ekki yfirlitin yfir kortaúttektirnar. Þær hafði Griffiths hins vegar undir höndum - en eins og kunnugt er var það ekki fyrr en saksóknari birti sjálfur ákæruna að Íslendingar gátu farið að skemmta sér við að rýna í sálarlíf korthafanna út frá neysluvenjum þeirra. Í Guardians-greininni er bent á að saksóknara þyki samkrull Gaums og Baugs undarlegt: í Englandi sé slíkt samkrull harðbannað og saknæmt en sé ekki óalgengt á Íslandi. Þegar ég benti Griffiths á að svona samkrull án vitundar stjórnar, eins og ákærurnar byggja á, sé líka sak- næmt á Íslandi virtist honum það nýnæmi og varð ekki síður undrandi þegar ég benti honum á að í íslenskum fréttaflutningi af ákærunum vektu þessi atriði ákærunnar meiri athygli heldur en glaðbeitt kortanotkun á skyndibita- stöðum og í glæsifatabúðum. Íslendingurinn Halldór Lárusson Í teymi Gavin And- ersons, sem sér um málefni Baugs, er einn Íslendingur, Halldór Lárusson. Hann benti á að Baugur væri viðskiptavinur Gavin Andersons, ekki hinir ákærðu. Almennt sagði Halldór að það gilti að starfsmenn fyrirtækis eins og Gavin Andersons svöruðu því sem spurt væri um en reyndu ekki að hagræða sannleikanum, enda kæmi slíkt bæði fyrirtækinu sjálfu og viðskiptavinum í koll síðar. Það eina sem gengi í upplýsingamiðlun væri heiðarleiki. Almennt kveður svo rammt að starfsemi PR-fyrirtækja að þegar slæmar stórfréttir til dæmis um stjórnmálamenn eða einstök fyrirtæki ríða yfir þá er það yfirleitt sérstakt umfjöllun- arefni fjölmiðla hvernig viðkom- andi hafi tekist með almannatengslum og upplýsingamiðlun að gera sjónarmið sín gildandi. Áhrif PR eru auðvitað aðeins sýnileg þegar illa tekst til og sjónhverfingar og blekkingarmyndir koma í ljós. Gott PR er ósýnilegt - en fær sem flesta til að sjá hlutina frá sjón- arhóli þeirra sem beita því. Þess vegna er það svo ógnarlega lúmskt og erfitt að sporna við því. Til marks um hvað starfsemi PR-fyrirtækja er mikið í sviðsljósinu þá gengur um þessar mundir grínþáttur á BBC2 sem heitir „Absolute Power“ þar sem leikarinn Stephen Fry fer með hlutverk eiganda PR-fyrirtækis. Hann hefur algjör völd og hikar ekki við að beita bolabrögðum til að þjóna hagsmunum viðskiptavina og þó mest sjálfs sín. Frúin í Hamborg Hluti af gjörgæslu PR-fyr- irtækja er að veita viðskiptavinum þjálfun í að vera spurðir spjörunum úr í fjölmiðlum. Þá eru þeir þjálfaðir í að koma vel fyrir, ekki vera með augun hvimandi út um allar trissur heldur hafa þau föst á viðmælandanum og gjarnan halla sér aftur til að virðast afslapp- aður og öruggur. Aðalkúnstin er svo að víkja sér undan óþægilegum spurningum með því að svara öðru en spurt er um - umfram allt aldrei að verða svars vant og missa aldrei sjónar á því sem þeim hentar að koma til skila, hvort sem þeir eru spurðir um það eða ekki. Þessi þjálfun gerir að verkum að sjón- varps- og útvarpsviðtöl snúast svo oft upp í útgáfu af „frúin í Hamborg“ þar sem spyrill- inn reynir að fá viðmælandann til að segja ákveðna hluti, jafnvel ákveðin orð en viðmælandinn beitir öllum PR- brögðunum til að verjast. Sumir ganga svo langt að kenna PR-brögð- unum um að hafa drepið andann í stjórnmálum - af því þau snúist ekki lengur um hvað sagt sé, um skoðanir og hugmyndir, heldur um hvernig hlutirnir séu sagðir: Um áferð en ekki innihald. Hjá Gavin Anderson í London starfa 43, þar af eru 30 konur. Þetta er reyndar almennt einkenni á PR-fyrirtækjum - margar konur vinna þar. Í teymi Gavin Ander- sons, sem sér um málefni Baugs, er einn Íslendingur, Halldór Lárusson. Hann bendir á að Baugur sé viðskipta- vinur Gavin Andersons, ekki hin ákærðu. PR-FYRIRTÆKIÐ GAVIN ANDERSON Halldór Lárusson starfar hjá Gavin Anderson í London. B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.