Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Side 38

Frjáls verslun - 01.07.2005, Side 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N haldið tók um 20 mínútur og frestaði Pétur Guðgeirsson hér- aðsdómari málinu að því loknu til 20. október. Fari málið fyrir Hæstarétt, sem allir eiga von á, er gert er ráð fyrir að hann dæmi í málinu næsta haust. 26. ágúst Kristín til London Ein áhrifa- mesta kona viðskiptalífs- ins, Kristín Pétursdóttir, framkvæmda- stjóri Fjárstýr- ingar Kaup- þings banka undanfarin ár, hefur fært sig til innan bankans og hafið störf í London. Þar mun hún stýra innleiðingu breska bankans Singer & Friedlander í Kaupþings banka samstæðuna. Við framkvæmdastjórastarfi Kristínar tók Guðni Aðalsteins- son hagfræðingur. Guðni starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá skuldabréfasviði Credit Suisse í Frankfurt. 30. ágúst Stjórnendur Kaupþings auka við hlut sinn Þessi frétt vakti nokkra athygli. Hún var um að átta stjórnendur í Kaupþingi banka, fruminnherjar, hafi gert framvirka samninga við bankann um kaup á hlutum í bankanum fyrir samtals rúma 1,7 milljarða króna. Lokauppgjör samninganna fer fram þann 29. nóvember nk. Kaupverðið er 580 krónur á hlut sem var markaðs- verð bankans þegar þeir voru gerðir. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans og Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður bank- ans, eru á meðal kaupenda. Hlutabréfaeign Hreiðars Más í bankanum er núna um 1.185 milljónir að markaðsvirði og Sigurðar um 1.485 milljónir að markaðsvirði. Þar að auki nema samanlagðir kaupréttir þessara æðstu stjórnenda bankans um 7,7 milljónum hluta, sem að markaðsverðmæti eru um 4,5 milljarðar kr. 31. ágúst Verslunarráð verður Viðskiptaráð Jón Karl Ólafsson, formaður stjórnar Versl- unarráðs og forstjóri Icelandair, kynnti nýtt nafn ráðsins í samsæti á Hótel Nor- dica. Nýja nafnið er Viðskiptaráð Íslands og sagði Jón Karl að kosturinn við það væri að það vísaði til breið- ari hóps aðildarfyrirtækja ráðsins. Sitt sýnist hverjum um nýja nafnið. Það gamla var á góðum merg. Þá kom fram í ræðu Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra ráðsins, að nýjar áherslur í starfseminni væru tengslanet fyrirtækja, hnattvæðing og bætt samskipti við útlönd. 31. ágúst Eimskip fjárfestir í frystigeymslum Eimskip hefur keypt eitt stærsta frystigeymslufyrirtæki í Evrópu. Þetta er hollenska fyrirtækið Daalimpex Beheer B.V. í Hollandi. Daalimpex er stærsta frystigeymslufyrirtæki í Hollandi og eitt hið stærsta í Evrópu. Daalimpex rekur fjórar frystigeymslur í Hollandi og muni kaupin styrkja verulega stöðu Eimskips í frystiflutningum. 1. september Ingólfur í stað Hreiðars Más Ingólfur Helgason hefur verið ráð- inn nýr forstjóri Kaupþings banka á Íslandi í stað Hreiðars Más Sig- urðssonar sem einbeitir sér fyrst og fremst að rekstri Kaupþings banka samstæðunnar. Hreiðar Már verður áfram búsettur á Íslandi, enda höfuðstöðvar bank- ans hér á landi. Ingólfur heyrir beint undir Hreiðar Má, líkt og forstjórar bankans í öðrum löndum. Ingólfur hefur verið framkvæmdastjóri markaðsvið- skiptadeildar Kaupþings banka. Hann hóf störf hjá Kaupþingi við einstaklingsráðgjöf árið 1993. 1. september Hræringar í Atorku Group Þennan dag var sagt frá því að félög í eigu þeirra Þorsteins Vilhelmssonar og Magnúsar Jónssonar hefðu keypt 9,9% í Atorku Group og að þeir ættu orðið samtals 35,33% í félaginu. Einnig keypti Atorka um 6,4% af eigin bréfum. Seljendur voru Landsbankinn í Lúxemborg, Styrmir Þór Bragason og félög tengd Aðalsteini Karlssyni og Lárusi Blöndal. Við söluna sögðu þeir Aðalsteinn og Lárus sig úr stjórn Atorku og Styrmir hætti sem framkvæmdastjóri félagsins. Hann mun þó halda áfram stjórn- arsetu í Austurbakka hf. og Lífi hf. Þess má geta að Magnús Jónsson er tengdasonur Þor- steins Vilhelmssonar og Styrmir Þór Bragason er tengdasonur Aðalsteins Karlssonar. 2. september Stjórnendur seldu í Íslandsbanka Sagt var frá því að forstjóri Íslandsbanka og fimm fram- kvæmdastjórar bankans hefðu selt 241 milljón hluta í bank- anum á genginu 15,25 krónur. Andvirði hlutanna er tæpir 3,7 milljarðar króna. Sömu aðilar voru í hópi lykilstjórnenda í bankanum sem keyptu í lok maí síðastliðins 240 milljónir hluta í bankanum á genginu 13,30 krónur, eða fyrir tæplega 3,2 milljarða. Söluhagnaður stjórn- endanna var því samanlagt um 470 milljónir fyrir skatta. Hreiðar Már Sigurðsson. Sigurður Einarsson. Jón Karl Ólafsson, for- maður stjórnar Verslunarráðs- ins, kynnir nýtt nafn ráðsins. Kristín Péturs- dóttir er flutt til London. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.