Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 R íkislögreglustjóri gaf ákærurnar út á hendur sexmenning-unum, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jóns-syni, Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni, Stefáni Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur, hinn 1. júlí sl. Málið var hins vegar þingfest einum og hálfum mánuði síðar, hinn 17. ágúst, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákærurnar flokkast í ellefu kafla eftir tegund brota og eru í fjöru- tíu liðum. Málsskjöl eru mikil að vexti eða 20 þúsund síður. Ákært er fyrir fjárdrátt og umboðssvik vegna ólögmætra lánveit- inga að upphæð 1,3 miljarðar króna og fyrir rangfærslur í bókhaldi sem hljóða upp á hátt í 1,4 miljarða, auk fleiri brota sem snúa að lögum um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Sannist sekt varða meint brot fangelsisvist og sektum. Flestar ákærurnar snúa að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Baugs. Ákærurnar eru margs konar. Hér verður ekki farið nákvæmlega ofan í þær þar sem aðrir fjölmiðlar eru búnir að því. En ákærunar snáust til dæmis um: Að fjárfestingar Gaums og Fjárfars hafi verið fjármagnaðar af Baugi; Að forsvarsmenn Baugs hafi lánað um 847 milljónir af fé Baugs til sjálfra sín og fjölskyldufyrirtækja, m.a. til Gaums og Fjárfars, oft án skuldarviðurkenninga, trygginga eða samninga um endurgreiðslur; Að Baugur hafi greitt 34 reikninga vegna skemmtibáts í annarra eigu; Að Baugur hafi greitt persónu- legar úttektir óviðkomandi félaginu. Alls fjalla 11 af 40 liðum ákærunnar um lán Baugs til þessara tveggja félaga. Í ákærunum kemur fram að lánin hafi verið veitt á tímabilinu frá október 1998 til maí 2001 þegar Baugur var skráður á Verðbréfaþingi Íslands og í eigu margra hluthafa. Í mjög fróðlegri og skýrri úttekt Morgunblaðsins hinn 17. ágúst á Baugsmálinu kemur fram að um helmingurinn af fyrrgreindum 847 milljóna króna lánum hafi verið gerður upp á árunum 1998 og 1999. Enn er hins vegar deilt um 95 milljónir sem færðar voru til Kaup- þings og síðar til félags í eigu Gaums en sakborningar segja fjárhæð- ina hafa verið þóknun í tengslum við kaup í Arcadia. Önnur lán voru gerð upp á árinu 2002, fyrir og eftir húsleit lögregl- unnar. Þar af voru 210 milljónir gerðar upp með víxlum sem gefnir voru út 20. maí 2002 og greiddir 5. september 2002, eða nokkrum dögum eftir húsleitina. Um 150 milljónir króna voru gerðar upp eftir húsleit lögreglunnar. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, hefur sagt í fjölmiðlum í útskýringum sínum að öll viðskipti milli Gaums, eign- arhaldsfélags fjölskyldunnar, og Baugs hafi verið þannig að Baugur hafi alltaf hagnast. Engu hafi verið stolið og enginn orðið fyrir tjóni af hans völdum. Þá hefur hann margoft sagt að ekkert hafi verið hlustað á eða tekið tillit til skýringa sakborninga í málinu. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON ÁKÆRURNAR Í BAUGSMÁLINU Ákært er m.a. fyrir fjárdrátt og umboðssvik vegna meintra ólögmætra lánveitinga að upphæð 1,3 milljarðar króna og fyrir rangfærslur í bókhaldi, auk fleiri brota. B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð Þegar Frjáls verslun var komin í prentun bárust fréttir um a› Pétur Gu›geirsson hér›asdómari og dómsforseti í Baugsmálinu, hef›i sent saksóknara og verjendum í Baugsmálinu bréf um að ann- markar væru á ákærunum. Ger›ar eru athugasemdir vi› 18 af 40 ákæruli›um og a› annmarkarnir séu þeir a› verkna›i ákær›a sé ekki nægilega vel l‡st. Me› ö›rum a› sk‡ra þurfi betur og l‡sa meintum brotum fjögurra hinna ákær›u. Lögmenn voru á því a› þetta teldist áfall fyrir ákæruvaldi›. Bo›a› var til sérstaks þinghalds þar sem sækjandi og verjendur gætu komi› sjónarmi›um sínum a›. Bréf dómenda til ákæruvalds og verjenda í Baugsmálinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.