Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 Hörður Steinar Sigurjónsson viðskipta-fræðingur starfar hjá INNN hf., ráð-gjafar- og hugbúnaðarhúsi sem stofnað var árið 1997 og er eitt elsta fyrir- tækið á sínu sviði. INNN hf. hefur frá upp- hafi hannað og smíðað vefumsýslukerfið LiSA, í fjölmörgum útgáfum, núna síðast LiSA.NET. LiSA er ein þekktasta lausnin og jafnframt ein sú vinsælasta á markað- inum. INNN hf. veitir einnig alhliða ráðgjöf er snertir upplýsingatækni. INNN hf. veitir ráðgjöf á borð við Sharepoint, gagnagrunna, kerfisinnleiðingar, öryggismál, prófanir og svo mætti lengi telja. „Starf mitt hjá INNN hf. er afar lifandi, skemmtilegt og krefjandi. Mín staða innan fyrirtækisins felst í að stýra sölu og markaðs- setningu, afla nýrra viðskiptavina og skapa ný tengsl. Samskipti við núverandi viðskipta- vini, ráðgjöf í markaðsmálum á vefnum. Enn- fremur kemur inn á mitt svið almenn dagleg stjórnun og umsýsla ýmiss konar. Stefnan hjá fyrirtækinu er skýr, afla nýrra viðskiptatengsla erlendis sem hérlendis og styrkja tengsl við núverandi viðskiptavini og samstarfsaðila. Halda áfram þróunarstarfi sem unnið er á LiSA, til að tryggja viðskipta- vinum okkar bestu mögulegu lausnirnar á markaðinum. Síðast en ekki síst er mér ofarlega í huga að styrkja hinn frábæra og hæfileikaríka starfshóp sem fyrir starfar hjá okkur með góðu starfsfólki. Ég vil nota tækifærið til að hvetja fyrir- tæki og félög, sem hafa látið vefmál sín sitja á hakanum, til að sinna þessum mikilvæga þætti betur, þar sem vefsvæði eru oft andlit fyrirtækja og félaga útávið.“ Hörður segist hafa fjöldann allan af áhuga- málum: „Allar íþróttir eru áhugamál, þó helst fótbolti, handbolti, körfubolti, skíði og golf. Ennfremur hef ég mikinn áhuga á tón- list, viðskiptum, tölvum og tækni. Síðast en ekki síst er það fjölskyldan, en okkur finnst mjög gott að komast út úr bænum og njóta kyrrðar í sumarbústaðnum í Skorradal. Sumarfríið mitt var af skornum skammti en ég fór í stutta ferð með félögum til Eng- lands og síðan náði ég tveimur dögum með fjölskyldunni í sumarbústað. Framundan er því líklegast borgarferð til Evrópu, en síðan byrjar sú stutta sína skólagöngu, það er nóg framundan. Sölu- og markaðsstjóri hjá INNN hf., ráðgjafar- og hugbúnaðarhúsi Hörður Steinar Sigurjónsson TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Nafn: Hörður Steinar Sigurjónsson Fæðingarstaður: Reykjavík 8. 10. 1975 Foreldrar: Jenný G. Magnúsdóttir fulltrúi. Stjúpfaðir: Stefán Bergsson, löggiltur endurskoðandi PWC. Faðir: Sigurjón Stefánsson flugstjóri. Maki: Sólveig Friðriksdóttir, sérfræðingur Og Vodafone. Börn: Stjúpdóttir, Sóley Birta. Menntun: Viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hörður Steinar Sigurjónsson: „Sinni krefjandi og lifandi starfi.“ FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.