Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 47 Nýlega var ég á ferð austur á landi og ók upp brekku á eftir fulllestuðum flutn- ingabíl. Bílstjórinn hafði fært sig út í vegaxl- irnar til að gefa öðrum svigrúm til að kom- ast fram úr. Þungi bílsins var mikill og ég horfði á hvar klæðningin hreinlega plægðist upp undan afturdekkjunum. Þetta var rosa- legt að sjá og sýndi mér best að í mörgum tilvikum þola vegirnir alls ekki álag þungra flutningabíla,“ segir Björn Mikaelsson, yfir- lögregluþjónn á Sauðárkróki. Vegurinn er mjór og hlykkjóttur Björn segir margar hættur leynast úti í umferðinni vegna þessa mikla álags sem á vegunum er. Almennt séu vegir í dag aðeins 6,5 metrar á breidd og það sé fjarri því nóg. „Hér í Skagafirði eru margar slysagildrur og þar nefni ég sérstaklega veginn um Silfrastaðafjall og í Norðurárdal áður en ekið er upp á Öxnadalsheiði. Núverandi vegur á þessum slóðum er mjór og hlykkj- óttur og þarna eru fjórar einbreiðar brýr. Blessunarlega standa vegaframkvæmdir fyrir dyrum á þessum slóðum en hafa þó verið í biðstöðu alltof lengi sem hefur kostað okkur fjölda umferðaróhappa.“ Á fullri ferð En hvað sem líður umferðarmannvirkjum og styrk þeirra segir Björn Mikaelsson mikilvægt að hafa mannlega þáttinn líka í huga hvað varðar umferðaröryggi, enda séu mannleg mistök orsök velflestra umferð- arslysa. Lögbundinn hámarkshraði stórra flutningabíla með aftanívagn sé áttatíu kílómetrar á klukkustund en mörg dæmi séu um að lögregla hafi stöðvað bílstjóra á meiri hraða, jafnvel við erfiðar akstursað- stæður. „Margar slysagildrur en mannlegi þáttur- inn hefur líka áhrif, segir Björn Mikaels- son, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. vegakerfið kolsprungið vegna álags og nauðs- ynlegt sé að tappa af umferðarþunganum. Hér á landi sé þetta alls ekki raunin, alla jafna sé umferð á vegunum lítil þó svo þeir beri illa þungann sem á þá er lagður. Við því verði að bregðast með átaki í vegagerð. „Það eru sex eða sjö ár síðan við hjá Sam- skipum hættum strandsiglingum og þá voru rökin alveg skýr í okkar huga. Strandflutninga- skipið fór héðan frá Reykjavík nánast tómt og sigldi á kannski tíu til fimmtán viðkomustaði úti um land. Tók um borð frystivörur og kom svo hingað til Reykjavíkur viku síðar, þá full- fermt. Á sama tíma fóru bílarnir héðan út á land fullhlaðnir og komu síðan nánast tómir aftur í bæinn. Með því að hætta siglingunum gátum við hins vegar verið með fulllestaða bíla báðar leiðir. Rökin fyrir því að hætta strand- flutningum voru því alveg skýr og við teljum forsendur í dag alveg þær sömu.“ Jón Rögnvaldsson talar á svipuðum nótum og segir að í viðskiptaumhverfi nútímans sé rík krafa fólks að fá vöruna senda heim að dyrum fljótt og þar standi skipaferðir flutningum aldrei snúning. „Að því leyti hafa vegaflutningarnir forskot. Þó finnst mér að ákveðnir vöruflokkar þyrftu ekki sama flutningshraða og gætu allt eins verið fluttir á sjó sem landi. Þar get ég til dæmis nefnt olíu, bensín og ýmsa þungavöru. Síðan skulum við ekki gleyma að fiskflutningur þvers og kruss um landið er mjög mikill og hefur verið að aukast síðustu árin.“ Einbreiðar brýr til ama Pálmar Óli segir það mikinn misskilning að halda að flutningafélögin geti stýrt því einhliða hvort flutningar hér innanlands verði sjóleiðis eða með um landveg. „Sumir tala eins og að fyrirtæki í flutningastarfsemi séu í nánast sjálfstæðum heimi og geti stýrt sínum viðskipt- avinum. Sannleikurinn er sá að fáar greinar eru jafn háðar ytri skilyrðum og þörfum viðskipt- amanna og einmitt flutningastarfsemi. Krafa markaðarins er að fá vöruna um landveg bæði fljótt og vel. Við því þarf að bregðast og gera átak í vegaframkvæmdum. Byggja upp vegi og breikka. Gera síðan gangskör að því að fækka einbreiðum brúm úti á þjóðvegunum. Þær skipta hundruðum, eru hvarvetna slysagildrur og til mikils ama.“ S A M G Ö N G U R BJÖRN MIKAELSSON, YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Á SAUÐÁRKRÓKI: Dekkin plægðu upp veginn 13 milljarðar til Vegagerðarinnar Skiptist svona: 6,3 milljarðar fara til stofnframkvæmda, 2,6 milljarðar til end- urbyggingar og viðhalds vega (þar af fer 1 milljarður til viðhalds á bundnu slit- lagi) og 4,0 milljarðar eru eyrnamerktir rekstri og þjónustu Vegagerðarinnar, en inni í þeirri fjárhæð er snjóruðningur á veturna og ferjurekstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.