Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 að daga sig út úr þeim samningaviðræðum eftir margra mánaða vinnu. Baugsmálið er flókið. Baugur er tjónþoli og hinir ákærðu, þ.e. for- svarsmenn og endurskoðendur Baugs og Gaums, eru sakaðir um að hafa valdið Baugi fjárhagslegu tjóni. Á sama tíma benda Baugsmenn á að staða Baugs Group hafi aldri verið sterkari. Í yfirlýsingu sem stjórn Baugs Group sendi frá sér segir m.a.: „Staða Baugs Group er sterkari en nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrir- tækjum starfa 51 þúsund starfsmenn í nokkrum löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum króna hinn 31. desember 2004 og heildarvelta 866 milljörðum króna.“ Þá segir ennfremur í yfirlýsingunni: „Baugur Group, í samstarfi við aðra, hefur tekið yfir rekstur samtals 13 fyrirtækja erlendis frá því að lögregluyfir- völd hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heildarverðmæti þeirra viðskipta 25,9 milljörðum króna. Þar að auki hefur félagið fjárfest fyrir 50,4 milljarða króna í Bretlandi, Íslandi og Danmörku.“ ENGIR „HLUTLAUSIR SÉRFRÆÐINGAR“ Engir „hlutlausir sérfræðingar“ í reikningshaldi og skattalögum hafa fengist til að tjá sig um einstök ákæruatriði í Baugsmálinu við fjöl- miðla. Það bendir til þess hve erfitt og flókið þetta mál er. Lögfræðiálit, sem forráðamenn Baugs hafa óskað eftir, hafa hins vegar verið birt í fjölmiðlum. Lögmannsstofa Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, fékk Jónatan Þórmundsson, prófessor í refsirétti við Háskóla Ísland, til að taka saman álitsgerð um málið. Álit Jónatans var birt í fjölmiðlum 2. júlí, eða daginn eftir að ákærurnar voru gefnar út. Jónatan kemst að þeirri niðurstöðu að málatilbúnaður ákæruvaldsins á hendur sexmenningunum byggðist á veikum forsendum og að varnir þeirra væru vænlegar. Jónatan segir m.a. í álitsgerð sinni: „Lögreglurannsókn efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hefur nú staðið stanslaust, eftir því sem látið er í veðri vaka, allt frá 28. ágúst 2002 án þess að sakborningum hafi verið gerð formleg grein fyrir gangi málsins og hugsanlegum rannsóknarlokum. Þótt margt sé óljóst um umfang og eðli þessarar lögreglu- rannsóknar, gagnsemi hennar og líklegan árangur, má þó fullyrða að hún tekur sífellt á sig nýjar myndir með nýjum sakarefnum, jafn- óðum og eldri sakarefni eru skýrð eða hrakin af hálfu Baugs Group hf., stjórnenda félags- ins, lögfræðinga og endurskoðenda,“ segir í áliti Jónatans. CAPCON-ARGEN LTD. Í kjölfar birtingar ákærunnar í sumar fékk Baugur breska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Ltd. til að fara ofan í ákæruatriðin og sagði aðalhöfundur hennar, Deidre Lo, á fundi með fréttamönnum nokkrum klukkustundum áður en málið var dómtekið hinn 17. ágúst, að eðlilegar skýringar væru á öllum atriðum í ákærunum sem snúa að sakborningunum. Í skýrslunni er ekki tekin afstaða til sektar eða sýknu þeirra. Fram kom á fundinum að Deidre Lo hefði aldrei kynnst viðlíka máli í rannsóknum sínum. Capcon-Argen Ltd. vann skýrsluna fyrir Baug á fimm vikum og fékk aðgang að öllum málsskjölum. Það hefur vakið athygli allra hvað Baugsmenn hafa rekið mik- inn áróður fyrir því að málið sé sprottið undan rifjum Davíðs Oddssonar. Þannig svaraði Jóhannes Jónsson fréttamönnum eftir þingfestingu málsins að hann væri sannfærður um sakleysi sak- borninga: „98% þjóðarinnar eru okkur sammála í því.“ Hann bætti síðan við: „Ég veit hvað þarna býr að baki,“ og vís- aði þar enn og aftur til aðdraganda kærunnar. Baugsmálið er eitt af viðamestu dómsmálum á Íslandi og örugglega ann- að af tveimur umfangs- mestu dómsmálum í íslenskri viðskiptasögu. Deidre Lo, lögfræðingur breska lögfræðifyrirtækisins Capcon- Argen Ltd., á fundi með frétta- mönnum: „Eðlilegar skýrar eru á öllum atriðum í ákærunni sem snúa að sakborningum.“ B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.