Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 45 S A M G Ö N G U R Áætla má að tekjur ríkisins af bifreiðum og notkun þeirra muni nema ríflega 40 milljörðum króna í ár, sem er um 8 milljarða aukning milli ára. Þetta er mat Runólfs Ólafs- sonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem segir félagið ekki gagnrýna skattheimtu af bifreiðum ef þeim fjármunum sem þannig aflast sé varið til vega- framkvæmda eða annars þess sem til heilla horfi fyrir bifreiðaeigendur. Raunin sé hins vegar alls ekki sú. „Í ár er 13 milljörðum króna varið til Vega- gerðarinnar. Umferðarstofa og lögreglan fá sitt en í öllu falli er þó ljóst að tekjur ríkisins af bifreiðum eru margfalt meiri en útgjöldin. Því teljum við hjá FÍB að bæði sé talsvert svigrúm til að lækka álögur á okkar fólk og sömuleiðis fara í auknar vegaframkvæmdir,“ segir Runólfur. Þumalputtareglan segir að af verði hvers bensínlítra renni 60% til ríkissjóðs. Þar er átt við bensíngjald, vörugjald og virðisaukaskatt. Bensínlítrinn kostar þegar þetta er skrifað tæpar 114 krónur í sjálfsafgreiðslu og hefur hækkað umtalsvert í ár. Segir sig þá sjálft að tekjur ríkissjóðs aukast í stíganda við annað, þegar vaskurinn á bensín er hlutfall af öðru en ekki föst tala. Þá voru á fyrstu sjö mán- uðum þessa árs fluttir til landsins 11.500 nýir bílar, ámóta margir og allt árið í fyrra. Þetta skilar sínu inn í ríkissjóð. Þá eru hér ótalin bif- reiðagjöld og ýmsir neysluskattar á varahluti og rekstrarvörur. „Skattheimtan á bifreiðaeigendur er langt umfram það sem eðlilegt getur talist,“ segir Runólfur Ólafsson. Hann segir tölur um mikið slit flutningabíla á vegum landsins gefa tilefni til að ætla að skattlagning á þær bifreiðar sé ekki í samræmi við notkun þeirra á vegakerf- inu og að eigendur einkabíla séu látnir niður- greiða herkostnaðinn. Það sætti FÍB sig ekki við og vilji breytingar. RUNÓLFUR ÓLAFSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FÍB: Tekjur ríkisins af bifreiðum 40 milljarðar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. VISSIR ÞÚ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.