Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 GUÐMUNDUR ÁRNI OG MARKÚS ÖRN SENDIHERRAR TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður og Markús Örn Antonsson, fyrrverandi útvarpstjóri, munu á næstu vikum taka við störfum sendi- herra Íslands í Stokkhólmi og Kanada. Nítján þingmenn eða ráðherrar hafa áður valist til þess að gegna slíkum störfum fyrir Íslands hönd. „Hef alltaf haft áhuga á að búa og starfa erlendis,“ segir Guð- mundur Árni Stefáns- son, verðandi sendi- herra í Svíþjóð. „Ég held að útþráin sé nokkuð sem búi meðal nánast allra Íslendinga. Sjálfur hef ég alltaf haft áhuga á að búa og starfa erlendis um einhvern tíma og því gaman að fá þetta tækifæri núna, þótt með seinni skipunum sé,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, verðandi sendiherra Íslendinga í Svíþjóð. Hann lætur af þingmennsku nú á haustdögum og tekur formlega við hinu nýju starfi ytra síðari hluta október. Áður mun honum gefast nokkur tími til að kynna sér og læra starfshætti utan- ríkisþjónustunnar, sem hann kveðst þó þekkja nokkuð til eftir meira en tólf ára setu á Alþingi, þar af ráðherra í hálft annað ár. Til sendiherrastarfa fyrir Íslands hönd hafa jöfnum höndum valist embættismenn, menn úr viðskiptalífinu og fyrrverandi stjórnmálamenn. Guðmundur Árni segist telja þetta fyrir- komulag ágætt. Íslenska utan- ríkisþjónustan sé fáliðuð og mikilvægt að þeir sem undir merkjum hennar starfa hafi fjölþætta reynslu og komi úr ólíkum áttum. „Í stjórnmála- starfi safna menn að sér víð- tækri reynslu sem kemur sér vel í þessu starfi, Það að telja fyrrverandi stjórnmálamenn ómögulega til þessara starfa, eða yfirleitt starfa á almennum vinnumarkaði eftir þingsetu, er viðhorf sem ég held að eigi sér ekki mikinn hljómgrunn, nema rétt á yfirborðinu. Jafnvel þó svo einstaka þingmenn reyni jafnvel stundum að spila með dægurþrasinu og tala sitt eigið starf niður.“ Sem alþingismaður hefur Guð- mundur Árni komið að ýmsum verkefnum á sviði EFTA, ESB, NATO og norræns samstarfs. „Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir því hvað böndin milli Norðurlandanna eru sterk og hvað þessar bræðraþjóðir okkar bera í raun mikla virð- ingu fyrir Íslendingum og því hvað þessi 300 þúsund manna þjóð hefur spjarað sig vel.“ S T J Ó R N M Á L A M E N N Í U T A N R Í K I S Þ J Ó N U S T U N N I Stjórnmálin gefa víðtæka reynslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.