Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 Breska almannatengslafyrirtækið Gavin Anderson vinnur fyrir Baug Group. Þetta er þekktast fyrirtækið í Bretlandi í almannatengslum, „public relation“. Fyrirtækið starfar m.a. fyrir Morgan Stanley og American Express. Meðan allt gengur vel sjá PR-fyrirtækin, sem sérhæfa sig í við- skiptaheiminum, um að breiða út velgengnisfréttir. Þegar illa viðrar, óhöppin dynja yfir og vondu fréttirnar ógna afkomu fyrirtækis, mann- orði stjórnenda eða hvoru tveggja láta PR-fyrirtækin hendur standa fram úr ermum í björgunaraðgerðum, sem miða að því að gera sem minnst úr því neikvæða - og gera sitt til að allt sýnist betra en það er, auðvitað ekki með lygum - því það lítur hrikalega illa út ef upp kemst - heldur með því að segja kannski ekki alla söguna, því oft má satt kyrrt liggja. Gavin Anderson Vettvangur PR-fyrirtækjanna er auðvitað fjölmiðlarnir þar sem skoðanir og afstaða mótast. Gavin Anderson var stofnað 1981, er með skrifstofur í þrettán löndum og hjá fyrirtækinu starfa 150 manns. Hér í London starfa 43. Í þeim karlaheimi sem viðskiptaheimurinn hér er vekur athygli að þar af eru 30 konur. Þetta er reyndar almennt einkenni á PR-fyrirtækjum - margar konur vinna þar. Sumir segja að það sé vegna þess að konur séu almennt snjallar í mannlegum samskiptum, eigi bæði auðvelt með að eiga saman að sælda við viðskiptavini og við þá sem þarf að hafa áhrif á. Yfirlýst markmið Gavin Anderson eru: „Upplýsa. Breyta. Leysa: Áhrifamikil samskiptaáætlun getur breytt almannaskoðun, skapað bægslagang með nýjum tiltækjum eða haldið niðri stormi í aðsigi.“ Til að ná þessum markmiðum felst starfið mjög í því að vera í góðu sambandi við fyrirtækið sem unnið er fyrir til að átta sig á því sem gæti orðið fréttaefni og eins að rækta sambandið við fjölmiðla og fréttamenn. Hvern einasta virkan dag í hádeginu eru mýmörg veitingahús í London þéttsetin af fjölmiðlafólki sem þiggur veitingar í boði PR-fólks og er um leið fóðrað á upplýsingum. Ekkert athugavert við það. Frétta- og blaðamenn eru ekki svo einfaldir að halda að þeim sé boðið í mat af því þeir séu svona skemmtilegir eða merkilegir. Það er óneitanlega gagnkvæmni í gangi: PR-fólkið er að bera út góðar sögur af viðskiptavinum sínum og fjölmiðlafólkið er spennt fyrir sambandinu því það getur tryggt þeim þau forréttindi að verða fyrstir með áhugaverðir fréttir - svo allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er líka hárfínt jafnvægi sem fyrirtæki eins og Gavin Ander- son verður að hafa í huga: Sá, sem reynir einu sinni að villa um fyrir blaðamönnum með röngum upplýsingum, verður varla spurður aftur - og blaðamenn tala saman svo fiskisagan flýgur fljótt. Blaðamenn eru reyndar misjafnlega ginnkeyptir fyrir upplýsingum PR-fyrirtækja. Þeir sem stunda rannsóknarblaðamennsku leggja yfirleitt lykkju á leið sína framhjá þessum fyrirtækjum því þeir hafa nógan tíma til að afla sér upplýsinga sjálfir. Þeir sem eru í því að skila af sér stuttum fréttum í löngum bunum geta frekar freistast til að gleypa upplýsingar hráar. Umfjöllunin um Baug Umfjöllunin um Baug hefur verið fyrirferðarmikil í breskum fjöl- miðlum undanfarin misseri. Það er þó varla eingöngu ötulu starfi Gavin Andersons að þakka heldur fyrst og fremst vegna þess að Baugur hefur verið að kaupa svo þekkt fyrirtæki. Leikfangabúðin Hamleys er smá- fyrirtæki á enskan mælikvarða,en nafnið er ofurþekkt. Sama er með aðrar búðir sem Baugur hefur keypt: nöfn þeirra skreyta allar verslunargötur í London og víðar (þó sumir haldi því fram að þessar og ámóta keðjur hafi drepið fjölbreytnina, geri allar verslunargötur eins, af því þær útrými litlum sjálfstæðum búðum en það er önnur saga). Þess vegna er Baugur orðið svo þekkt nafn í Bretlandi meðan aðeins þeir innvígðu hafa heyrt Bakka- vör nefnda. Innan um jakkafatagengið sker Jón Ásgeir Jóhannesson sig úr. Sítt, dökkt hárið og allt að því kæruleysislegt útlitið dregur að sér athygli. Menn sem eru öðruvísi, jafnvel þó þeir séu fáorðir, laða að sér athygli fjölmiðlanna - og þekktu búðarnöfnin gera sumsé sitt. Ákærurnar í bresku fjölmiðlunum Þegar kom að ákærunum hefur línan í bresku fjölmiðlunum verið sú að þær snúist mest um ofur- notkun greiðslukorta með óvissri heimild á skyndibitastöðum. „Big Mac fraud“ er hugtakið sem hefur gengið í gegnum blaðafréttirnar. Spurningin er hvort hér er bara hver að éta upp eftir Ian Griffiths, blaðamanninum sem skrifaði fyrst um kærurnar í Guardian, áður en Það er athyglisvert að þegar íslenskir fjölmiðlar fengu ákærurnar frá Baugi fylgdu þeim ekki yfirlitin yfir kortaúttektirnar. Þær hafði Griffiths hins vegar undir höndum. Hvað eiga Baugur Group, American Express og Morgan Stanley sameiginlegt? Þekktasta almannatengslafyrirtæki Breta, Gavin Anderson, vinnur fyrir þau öll. PR-FYRIRTÆKIÐ GAVIN ANDERSON TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.