Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Síða 62

Frjáls verslun - 01.07.2005, Síða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 S É R S T Æ T T D E I L U M Á L Allir eiga sama rétt Lög um fæðingar- og foreldraorlof frá árinu 2000. Í fyrstu grein þeirra segir að þau taki til foreldra á vinnumarkaði, hvort heldur þeir séu starfsmenn annarra eða sjálfstætt starfandi. Í annarri grein laganna segir að markmið þeirra sé að tryggja barni samvistir við bæði föður og móður og gera konum sem körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Á þessu er engin undantekn- ing gerð, enda er í landsins lögum enginn mannamunur. En eru lögin um fæðingarorlof ófram- kvæmanleg þegar kemur að forstjórum - hvort sem þeir eru karlar eða konur. Eftir standa praktískar spurningar. Hve lengi getur fyrirtæki verið án framkvæmdastjóra? Kemur til greina að æðstu stjórnendur stórra fyrirtækja afsali sér réttinum til fæðingar- orlofs? Fái greidd góð laun og ýmis önnur fríðindi en þurfi í staðinn að standa sína sólarhringsvakt og það svikalaust. Hversu algengt ætli það sé að konur í starfi for- stjóra eða háttsettra millistjórnenda taki sér mjög stutt fæðingarorlof vegna þess að þær treysta sér einfaldlega ekki til að vera of lengi fjarverandi? „Langvarandi fjarvera lykilstjórnanda frá fyr- irtæki hefur auðvitað slæm áhrif á rekstur. Það liggur í augum uppi,“ segir Guðný Harð- ardóttir, framkvæmdastjóri hjá STRÁ MRI - ráðningaþjónustu. Hún kveðst ekki vita til þess að ákvæði um afsal fæðingarorlofs eða annarra sambærilegra réttinda séu sett inn í ráðningarsamninga, að minnsta kosti hafi slíkt ekki verið í þeim samningum sem fyrir- tæki hennar hafi annast. Lögin um foreldra- orlof hafa aðeins verið í gildi í fá ár og því eigi framkvæmd þeirra eftir að slípast betur til. „Auðvitað hafa stjórnendur fyrirtækja Benedikt Sigurðsson, formaður stjórnar KEA. Hann steig ölduna í ólgusjó eftir yfir- lýsingu sína um fæðingarorlof framkvæmda- stjóra. PÉTUR H. BLÖNDAL „Umræðan um mál framkvæmdastjóra KEA hefur sent jákvæð skilaboð út í þjóðfé- lagið,“ segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Þetta mál sýnir vel að lögin eru að virka. Þau hafa gert konur sem karla jafn dýra starfsmenn þegar kemur að fæðingarorlofi. Áður fyrr hefði ekkert verið sagt þegar kona þurfti í fæð- ingarorlof en nú fara bæði kynin í orlof sem oftast gengur greitt fyrir sig,“ segir Pétur. Hann bætir við að megininntak laganna um fæðingar- og foreldraorlof hafi verið að gera karla jafn kostnaðarsama og konur með tilliti til fæðingarorlofs, sem aftur stuðli að jafnrétti. Auk þess hafi lögunum verið ætlað að bæta stöðu fjölskyldunnar í þjóðfélaginu. Þau hafi verið „jákvæð fjöl- skyldupólitík“ eins og hann kemst að orði. Pétur segir að í fámennum fyrirtækjum geti orlof starfsmanna yfir lengri tíma verið vandkvæðum bundið. „Auðvitað skapar vanda í fyrirtækjum þegar sá sem svarar í símann fer í langt frí, því sá er algjör lykil- starfsmaður. En það er góðra stjórnenda að geta leyst slík mál og þá þarf, gagnvart öllum starfsmönnum og þar með töldum æðstu stjórnendum, að hafa helst tveggja til þriggja manna hóp staðgengla sem þekkja nákvæmlega skyldur hvers starfs og geta þar hlaupið í skarðið.“ Stjórnað á hálfum degi Pétur minnir á að stjórnendur í fæðingarorlofi hafi stundum tekið orlof sitt með þeim hætti að vera í vinnu aðeins hálfan daginn eða sinnt því með öðrum sambærilegum hætti. „Menn komast alveg yfir að stjórna fyrirtæki á hálfum degi, það er að segja ef þeir forgangsraða hlutunum og fela und- irmönnum sínum ákveðin verkefni. Aðall góðrar stjórnunar er nefnilega sá að gera sjálfan sig óþarfan.“ Pétur H. Blöndal þingmaður: „Auðvitað skapar vanda í fyrirtækjum þegar sá sem svarar í símann fer í langt frí, sá er algjör lykilstarfsmaður.“ GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá STRÁ MRI - ráðningaþjónustu: „Þeir sem ráða sig í hálaunaðar stjórnunar- stöður eru líkast til tilbúnari en aðrir að fórna einhverju á móti.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.