Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 Húsgagnasvið Pennans er tiltölulega sjálfstætt og gæti í rauninni verið sérstakt félag en auðvitað er það mjög sterkt markaðslega að viðskiptavinirnir vita að Penninn á þetta allt til og að gæðin eru til staðar.“ Mesta verðmætið felst í starfsfólkinu - Eru gerðar strangar kröfur til starfsfólks Penn- ans um þekkingu á vörunni sem það selur eða fer skólun starfsmanna meira eða minna fram eftir ráðningu? „Það kann að hljóma klisjukennt, en stór hluti verð- mætis Pennans felst í starfsfólkinu og það varð okkur sem keyptum þetta fyrirtæki mjög snemma ljóst. Starfsaldur lykilstarfsmanna er hár sem stað- festir að Penninn er góður vinnustaður. Þekking á vörum og þjón- ustu Pennans er því í flestum tilvikum mikil. Margir starfsmanna hafa unnið sig í gegnum fyrirtækið og vaxið í starfi. Það er stefna Pennans að bjóða starfsfólki upp á tækifæri til þess. Sérhæfing er einnig mikil sem er sannarlega kostur. Þó við gerum ekki kröfu til þess að allir lesi allar bækur sem koma t.d. út fyrir jólin þá hlýtur að vera mjög ánægjulegt fyrir áhugafólk um bókmenntir að starfa hjá Pennanum. Starfsmenn fá mikinn stuðning við að vaxa í starfi, og hér er starfræktur Pennaskóli, sem er til dæmis ætlað að auka tölvulæsi starfsmanna og þekkingu á vörum og vöruflokkum sem við bjóðum upp á. Símenntun er fyrir alla starfs- menn. Starfsmenn sem sækja endurmenntun hjá háskólunum fá til þess stuðning okkar enda er aukin þekking starfsmanna bara jákvæð fyrir fyrir- tækið, gerir starfsfólkið víðsýnna og hæfara til þess að takast á við ýmislegt sem það þarf að afgreiða hér.“ - Það hljóta að vera aðrar kröfur og önnur sýn hjá fyrirtækjum en einstaklingum og kannski þarf fyrirtækið að vera meira vak- andi yfir því að bjóða það nýjasta sem er á markaðnum erlendis á hverjum tíma? „Hér er fylgst mjög vel með allri þeirri þróun sem á sér stað, og það í öllum þeim vöruflokkum sem Penninn býður. Stundum er vöruúr- valið kannski helst til mikið vegna þess að því fylgir kostnaður að liggja með stóran lager. Kannski fer um 90% af veltunni gegnum 40% vörunúmeranna en metnaður okkar liggur ekki síst í vöruúrvali.“ Penninn hefur stækkunarmöguleika - Það er stundum sagt að nýir vendir sópi best. Má búast við breytingum á rekstri Pennans? „Við vissum að við vorum að kaupa félag í góðum rekstri og á fleygiferð svo það þurfti ekki að taka mikið til í rekstrinum. Stefnu- mótun er unnin út frá langtímamarkmiðum og við erum með ýmsar hugmyndir sem við hyggjumst hrinda í framkvæmd. En þær verða unnar á þeim grunni fagmennsku, trausts og yfirvegunar sem ein- kennt hefur Pennann. En það er ljóst að við teljum Pennann eiga inni stækkunarmöguleika. Markaðssetningin í framtíðinni mun að einhverju leyti snúa að þeim sem við teljum að við getum náð betur til, og á einhverjum sviðum hefur reksturinn ekki gengið nægjanlega vel. Því þarf að breyta. Það er viss ögrun að vera leiðandi á markaðnum og auðvelt að missa fókusinn í þeirri stöðu. Allir hinir aðilarnir á markaðnum bera sig saman við okkur og reyna að sigra okkur. Þetta er svolítið eins og að vera Íslandsmeistari í fótbolta. Það leggja öll liðin sig 120% fram við að sigra helsta keppinautinn.“ Kristinn Vilbergsson nýtir þær frístundir sem gefast m.a. til að spila körfubolta og hlaupa en fyrr á árum spilaði hann körfubolta með KR og spilar nú fótbolta með ungmennafélaginu Rögnunni í Reykjavík. Áhugi á lax- og silungsveiði hefur farið vaxandi síðustu ár. „Þetta fyrsta álagstíma- bil hjá Pennanum eftir að við tókum við hefur gengið vel og það er mikilvægt að ná góðum árangri í hausttörninni og svo aftur fyrir jólin en þessi tvö tímabil eru þau mikilvægustu fyrir smásöluna hjá okkur.“ N Ý R E I G A N D I P E N N A N S C M Y CM MY CY CMY K Vertu vakandi yfir öryggi upplýsinga þinna. S íðumúla 34 – S ími 5 700 600 www.s t ik i . i s Stiki sérhæfir sig í verndun upplýsinga og býður viðskiptavinum sínum ráðgjöf og sérhæfðan hugbúnað á þessu sviði. Stiki er í fremstu röð fyrirtækja á sviði ráðgjafar og lausna sem varða öryggi upplýsinga. Fyrirtækið byggir árangur sinn á fag- mennsku, trausti og heiðarlegum samskiptum við viðskiptavini. Markviss samvinna við viðskiptavinina og öguð og vönduð vinnubrögð byggð á alþjóðlegum stöðlum eru hornsteinar starfseminnar. Leiðarljós Stika er hagkvæmni og ending lausna og ánægja og tryggð viðskiptavina. Stiki starfar á aljóðlegum grundvelli og starfsemi fyrirtækisins er bæði öryggis- og gæðavottuð samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum BS 7799 og ISO 9001. Þær eru verðmæti sem ber að vernda. Áætlanir um samfelldan rekstur Sumu verður ekki stjórnað – vertu viðbúinn áfalli. Stiki veitir ráðgjöf um gerð áætlana um samfelldan rekstur sem ættu að vera til staðar hjá öllum fyrirtækjum. Áhættumat og áhættustjórnun Hafðu yfirsýn yfir upplýsingaeignir fyrir tækisins, þekktu ógnir og veikleika í rekstrinum og leiðirnar til að bregðast við á viðeigandi hátt. Framkvæmdu áhættumat og stýrðu áhættu með Stiki OutGuard ® Skipulagshandbækur Er þekking og verklag í rekstrinum skráð? Skráning verkferla og stefna er nauðsynlegur þáttur í rekstri fyrirtækja og stofnana. Gæða- og öryggisstjórnkerfi byggja á skráðum verkferlum. Stiki sérhæfir sig í gerð skipulagshandbóka þar sem byggt er á á alþjóðlegum stöðlum. In format ion Secur i t y IS 67387 FS 67386
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.