Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbankans hélt til Glasgow í Skotlandi í sumar. Með í för voru 29 stúlkur í 4. flokki kvenna í Fylki, tveir þjálfarar og þrír aðrir foreldrar. Stúlkurnar eru 13 og 14 ára. Ein þeirra er dóttir Eddu Rósar. Dvalist var í Skotlandi í viku. „Þetta var frábær ferð. Stelpurnar æfðu á frábærum velli og var grasið eins og á golfvelli. Ég fylgdist með æfingum og hafði, ásamt hinum foreldrunum, umsjón með stelp- unum. Það var gaman að upplifa hvernig samskipti stelpnanna eru og hvernig þær bregðast við ólíkum uppákomum.“ Hópurinn fór einn daginn til Edinborgar og skoðaði m.a. kastalann. Þá var farið í tívólí, á Rangers-fótboltaleik og í verslanir. „Stelp- urnar voru með ákveðna upphæð og þær voru ótrúlega hagsýnar. Þetta voru litlir peningar en þær sýndu hæfileika í að láta þá endast.“ Edda Rós fór líka norður á Siglufjörð í sumar þar sem dóttirin keppti í fótbolta og upp á Akranes þar sem sonur hennar, sem er sjö ára, keppti í fótbolta. Yngsta barnið er að verða tveggja ára og býst Edda Rós við að fara í keppnisferðir til Siglufjarðar til ársins 2016. Hún á enn eftir nokkrar vikur af sumarfrí- inu. Fjölskyldan ætlar til Kanaríeyja um jólin. „Ég verð fertug 29. desember og eru vinir og félagar velkomnir í afmælið.“ ÚR EINU Í ANNAÐ Guðný Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri STRÁ MRI og eigandi fyrirtækisins, segir að í vinnunni leggi hún áherslu á að vera vel klædd og snyrtileg til fara. Heima er hún yfirleitt í ein- hverju léttara, s.s. gallabuxum og bol, og hvað hestamennsk- una áhærir þá eru það auðvitað reiðfötin. „Ég vel umfram allt vand- aðan fatnað og gæði og vil að mér líði vel í þeim fatnaði sem ég klæðist þannig að efnið skiptir máli. Ég geng m.a. í buxnadrögtum, síðbuxum og peysum, pilsum og peysum eða blússum. Ég fell aðallega fyrir jarðlitum og svörtum eða ljóslitum fatnaði og er hrifin af m.a. silki, kasmírull, leðri og feldum.“ Guðný kaupir fatnað sinn helst í útlöndum auk þess að versla í betri verslunum hér á landi. Hún segir að sér finnist almennt ekki gaman að versla en detti frekar niður á eitthvað þegar svo ber undir. „Ég er mikið fyrir fylgihluti og vel hluti sem fást ekki hér heima, s.s. skó og veski. Ég geng í háhæluðum skóm í vinnunni og við betri tækifæri en í þægilegri skófatnaði í frístundum. Ég er hrifin af stíl- hreinum fatnaði sem ég get bætt upp með fallegum skart- gripum, beltum eða öðrum fylgi- hlutum.“ „Það var gaman að upplifa hvernig samskipti stelpnanna eru og hvernig þær bregðast við ólíkum uppákomum.“ Sumarfríið: FERÐ MEÐ 4. FLOKKI „Ég er hrifin af stílhreinum fatnaði sem ég get bætt upp með fallegum skartgripum, beltum eða öðrum fylgihlutum.“ Stíll stjórnandans: VANDAÐUR FATNAÐUR OG GÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.