Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Page 63

Frjáls verslun - 01.07.2005, Page 63
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 63 S É R S T Æ T T D E I L U M Á L Hver er Andri Teitsson? Andri Teitsson er fæddur á aðfangadag jóla árið 1966. Hann er af Brekkunni á Akureyri, sonur Teits Jóns- sonar tannlæknis og sérfræðings í tannréttingum og Valgerðar Magnúsdóttur sálfræðings, sem um nokkurra ára skeið gegndi starfi félagsmálastjóra á Akureyri. Andri lauk stúdentsprófi frá MA árið 1986 og fór þá til náms í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Því námi lauk hann 1990 og framhaldsgráðu frá Stanfordháskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum ári síðar. Að námi loknu snéri hann til starfa á heimaslóðum á Akureyri, var ráðgjafi hjá Kaupþingi Norðurlands og seinna viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Íslandsbanka á Akureyri. Um fimm ára skeið var Andri framkvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands og átti á sama sæti í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Undir lok árs 2002 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga og kom til starfa á vordögum 2003. KEA hefur í dag sjálft ekki neina atvinnustarfsemi með höndum, en tekur þátt í fjölda fjárfestingaverkefna sem hafa að markmiði að styrkja byggð á Norðurlandi. Eiginkona Andra er Auður Hörn Freysdóttir, sem einnig á rætur sína á Akureyri. Saman eiga þau fjögur börn - og tvíburar eru væntanlegir í heiminn í haust og þeirra vegna er Andri á leið í fæðingarorlof, sem aftur varð undirrótin að brotthvarfi hans frá KEA. „Ég er mikill fjölskyldumaður og tek fjölskyldulífið fram yfir flest annað,“ sagði Andri í viðtali við Morg- unblaðið fyrir tæpu ári og óhætt er að segja að þessi ummæli hans hafi fengið nýtt og meira inntak í ljósi starfslokanna, sem hrundu af stað einu sérstæðasta deilumáli nýliðins sumars. Andri Teitsson. Akureyringur í húð og hár, vélaverkfræð- ingur sem hefur alla tíð starfað í fjármálaheiminum. „Há laun æðstu stjórnenda í fyrir- tækja eru yfirleitt varin með því hve mikla ábyrgð þeir bera. Í þeim greiðslum getur líka falist umbun fyrir að helga sig starfinu fullkom- lega. Því er í mínum huga fullkom- lega óeðlilegt að menn geri bæði kröfu til þeirra félagslegu réttinda sem fólkið á gólfinu hefur og til hárra launa. Mér finnast kröfur um slíkt í raun vera kjánalegar,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann bendir á að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja sé orðið mjög „dínamískt“. Við slíkar aðstæður sé mikilvægt að stjórnendur séu sveigj- anlegir í starfi. Gefi sig alla í starfið og séu sveigjanlegir. Standi meðan stætt er. „Menn í stjórnunarstörfum geta ekki labbað út klukkan fimm og sagt vinnudeginum lokið. Slökkt á gemsanum og verið áhyggjulausir. Farið síðan í fimm vikna sumar- leyfi. Þeir þurfa að gefa sig alla í starfið. Fá greitt samkvæmt því, en afsalar sér þá um leið ákveðnum réttindum,“ segir Tryggvi, sem bætir því við að laun stjórnenda séu í dag orðin í takt við alþjóðleg viðmið. Þetta eigi ekki síst við í íslenskum fjármálafyrirtækjum með alþjóðlega starfsemi. Þá segir hann það liggja í augum uppi að fólk í einyrkjastörfum geti illa vikið frá verkefnum sínum í kannski hálft ár, verið í fæðingaror- lofi og ætlað síðan að taka þráðinn upp að nýju þar sem frá var horfið. Í öllu falli sé ljóst að með slíku minnki framleiðni og þá séu lægri laun eðlileg afleiðing. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Tryggvi Þór Herbertsson hagfræð- ingur: „Þú þarft að gefa þig allan í starfið. Færð greitt samkvæmt því, en afsalar þér þá um leið ákveðnum réttindum.“ GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR eignast börn síðan lögin voru sett árið 2000, en ég hef ekki til þessa séð nein dæmi lík því sem kom upp á Akureyri.“ Samkvæmt lögum er hægt að nýta sér réttinn til fæðingarorlofs á allt að átján mánaða tímabili. Það hafa ýmsir stjórnendur raunar gert, vitandi að sam- felld fjarvera um langan tíma sé illa samrýmanleg þeim starfsskyldum sem þeir hafa tekist á hendur. Nýbakaðir for- eldrar í stjórnunarstörfum taki orlof sitt alla jafna út með því að vera frá vinnu fáeinar vikur, daga eða mæti þá til vinnu hluta úr degi. „Við höfum tekið að okkur að ráða millistjórnendur fyrir fyrirtæki, tíma- bundið, það er til að leysa af í fæðing- arorlofi eða í öðrum sambærilegum tilvikum. Að bjarga málum þannig er hins vegar aldrei auðvelt og tel ég möguleikana á að ráða lykilstjórnanda tímabundið, síst auðveldari,“ segir Guðný Harðardóttir. „Jafnframt er vert að benda á að þeir sem hafa metnað til að ráða sig og takast á við lykilstörf við stjórnun eru að taka við ábyrgð, fá laun í takt við það og því væntanlega meðvitaðir um gildi viðveru sinnar í starfi. Þeir sem ráða sig í hálaunaðar stjórnunarstöður eru líkast til tilbúnari en aðrir að fórna einhverju á móti.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.