Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 75
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 75 KVIKMYNDIR Örlög stríðsmyndar Það er ekki aðeins Grimms- bræður sem hefur fengið að ryk- falla í hillum hjá þeim Weinstein- bræðrum. Stuttu eftir hina hörmu- legu atburði 11. september 2001 ákvað Harvey Weinstein að hressa upp á þjóðarvitundina með því að gera kvikmynd um frækinn björgunarleiðangur banda- rískra hermanna í seinni heim- styrjöldinni, þar sem einum her- flokki tókst að frelsa 500 banda- ríska fanga úr höndum Japana. Myndin, The Great Raid, var gerð undir leikstjórn Johns Dahl (The Last Seduction, Rounders) og var hún tilbúin til sýningar í lok árs 2002. Sjálfsagt hefur Wein- stein í kjölfarið farið að kanna markaðinn og séð að ekki var sterkur grundvöllur fyrir kvikmynd úr seinni heimsstyrjöldinni. Ekki bætti Íraksstríðið úr vandanum, stríð sem varð óvinsælla með hverjum mánuði sem leið. Það var síðan loks um miðjan ágúst- mánuð síðastliðinn að The Great Raid var frumsýnd og hefur hún fengið sæmilegustu viðtökur hjá gagnrýnendum. En samkvæmt aðsókn liggur leið hennar fljótt á myndbanda- og mynddiskamark- aðinn. Kostnaður við gerð mynd- arinnar var 80 milljón dollarar og voru tekjur fyrstu vikuna aðeins 3 milljónir dollarar. Benjamin Bratt og James Franco í hlutverkum her- manna í seinni heimsstyrjöld- inni í The Great Raid. Helen Mirren er ekki á flæðiskeri stödd hvað varðar laun. Helen Mirren hæst launuð í bresku sjónvarpi Helen Mirren er ein virtasta breska leikkonan og hefur henni hlotnast margs konar heiður og er meira að segja öðluð og má kalla sig Dame Helen Mirr-en. Henni hlotnaðist enn ein rós í hnappagatið þegar ITV sjónvarps- stöðin gerði samning við hana um að leika í síðustu myndinni sem gerð verður um lögreglufor- ingjann Jane Tennyson í Prime Suspect, sjónvarpsseríunni. Samtals fær Mirren 750.000 pund (86,2 milljónir króna) fyrir myndina sem sýnd verður í tveimur hlutum. Þetta gerir 185.000 pund fyrir hvern sýndan klukkutíma. Sá sem átti metið áður var David Jason, en fyrir leik sinn sem hinn geðþekki lögreglu- maður George Frost í Touch of Frost, hefur hann fengið 150.000 pund fyrir hvern sýndan klukku- tíma. Þess má geta að Helen Mirren lék fyrst Jane Tenny- son árið 1991. Headey og Peter Stormare. Handritið skrifaði Ehren Kruger, en hann hefur aðallega fengist við að skrifa handrit að hryllingsmyndum. Meðal afreka hans á því sviði má nefna Scream 3, The Ring og The Ring 2. Ameríkumaður í London Terry Gilliam er fæddur í Minneapolis í Bandaríkjunum 2. nóvember 1940. Í dag er hann breskur ríkisborgari og hefur átt heima í London frá því um miðjan sjöunda áratuginn. Hann vakti fyrst athygli sem einn að meðlimum Monthy Pythons hópsins, en með honum þar voru Terry Jones, Michael Palin, Eric Idle, John Cleese og Graham Chapman, allt Bretar. Hlutverk Gilliams innan hópsins var að skrifa handrit, sjá um sviðsetningu, teikna þegar þess þurfti, auk þess sem hann lék, þó ekki eins mikið og aðrir. Serían Monthy Python’s Flying Cirkus hafði verið mjög vinsæl í sjónvarp- inu, en þegar þeim félögum í Monthy Python fannst sem þeir væru búnir með sinn skammt þar, ákváðu þeir að gera kvikmyndir og leikstýrði Gilliam ásamt Terry Jones fyrstu myndinni, Monthy Python and the Holy Grail. Gilliam ákvað síðan að gera upp á eigin spýtur Jabberwocky árið 1977. Hún vakti ekki mikla athygli. Með aðstoð félaga sinna gerði hann síðan Time Bandits. Með þeirri mynd má segja að Gilliam hafi fest sig í sessi sem frumlegur kvikmyndaleikstjóri. Gilliam tók síðan þátt í að gera Monthy Python’s Meaning of Life. Strax að henni lokinni hóf hann að gera Brazil, sem var verð- launuð í bak og fyrir. Þetta var 1985. Fjórum árum síðar leikstýrði hann The Adventures of Baron Munchausen. Sú mynd olli nokkrum vonbrigðum. Það sama er ekki hægt að segja um hans næstu tvær myndir, The Fisher King og 12 Monkeys. Báðar fengu góða dóma og mikla aðsókn og eru enn vinsælustu kvikmyndir hans. Fear and Loathing in Las Vegas kom næst og skiptust áhorfendur yfirleitt í tvennt gagnvart henni, sumum fannst hún vera snilld á meðan aðrir þoldu hana ekki, ekkert þar á milli. Þess má svo geta að J.K. Rowl- ing, höfundur Harry Potter bókanna, vildi að Terry Gilliam leikstýrði fyrstu Pottermyndinni. Það féll í grýttan jarðveg hjá framleiðendum myndarinnar og fékk hún engu þar um ráðið. Terry Gilliam er að verða 65 ára gamall og segist verða orðinn þreyttur á slagsmálum: „Það er eins og veröldin minnki í hvert sinn sem ég á í erjum. Terry Jones hefur sagt við mig að ég sé maður sem vilji vera með ófrið og það haldi mér gangandi. Þessi ófriður heldur mér að vísu vakandi, en það er varla þess virði að standa í þessu.“ BÍÓFRÉTTIR Terry Gilliam ásamt sviðshönnuði sínum Guy Hendrix Dyas við tökur á Grimmsbræðrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.