Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 KYNNING
Íslensk verðbréf hf. var stofnað árið 1987 og fagnar félagið því 20 ára afmæli á næsta ári. Í upphafi var lögð áhersla á ráðgjöf og
miðlun verðbréfa ásamt viðskiptum fyrir eigin
reikning. Sparisjóður Norðlendinga, ásamt fleiri
sparisjóðum, keypti fyrirtækið 1999 og var þá
ákveðið að leggja megináherslu á sérhæfða eigna-
stýringu fyrir hönd viðskiptavina.
Árið 2001 var jafnframt stofnaður fyrsti sjóður
Íslenskra verðbréfa hf. en í dag rekur dótturfélag
þess sex sjóði alls sem spanna bæði innlend og
erlend hlutabréf og skuldabréf. Að sögn Sævars
Helgasonar, framkvæmdastjóra er á döfinni að
fjölga sjóðum á næstunni.
Fjölbreytt vöruframboð og öflug vöruþróun
Arne Vagn Olsen, forstöðumaður markaðs- og
viðskiptaþróunar, segir að auk sjóðanna sex sé
vöruframboð Íslenskra verðbréfa hf. m.a. sér-
greind skuldabréfa- og hlutabréfasöfn auk þess
sem boðið er upp á úrval sjóða í gegnum öflug
erlend eignastýringarfyrirtæki, s.s. Barclays og
Standard Life Investments. Stefna félagsins hafi
verið að sérhæfa sig í stýringu innlendra verð-
bréfa, en þegar komi að stýringu eigna erlendis
sé það gert í samstarfi við áðurnefnda aðila.
Um þetta segir Sævar Helgason: „Við teljum að
stórir erlendir eignastýringaraðilar með rannsókn-
ardeildir víða um heim séu betur til þess fallnir en
við að stýra erlendum verðbréfum og við veljum
samstarfsaðila okkar með það í huga að þeir henti
viðskiptavinum okkar og markmiðum þeirra sem
allra best.
Þar við bætist að frá byrjun hefur þeirri
stefnu verið fylgt að hagsmunir viðskiptavina og
Íslenskra verðbréfa hf. fari saman og endurspeglast
það m.a. í því að félagið fjárfestir ekki í einstökum
bréfum fyrir eigin reikning. Tel ég að sá árangur
sem félagið hefur náð byggist að stórum hluta á
þessari stefnu. Lífeyrissjóðir jafnt sem aðrir vita
ÍSLENSK VERÐBRÉF HF
– EIGNASTÝRINGARFYRIRTÆKI
Á LANDSVÍSU
Íslensk verðbréf hf. er sérhæft
fjármálafyrirtæki á sviði eigna-
stýringar. Vöxtur félagsins hefur
verið mikill og stýrir það nú um
90 milljörðum króna fyrir við-
skiptavini sína, samanborið við
15 milljarða króna árið 2001.
Óhætt er að fullyrða að Íslensk
verðbréf hf. er ekki lengur lítið
landsbyggðarfyrirtæki, heldur
öflugt fjármálafyrirtæki sem
býður viðskiptavinum um land
allt framúrskarandi þjónustu
og fagleg vinnubrögð
við stýringu fjármuna.
Sævar Helgason framkvæmdastjóri
og Arne Vagn Olsen, forstöðumaður
markaðs- og viðskiptaþróunar
Íslenskra verðbréfa hf.
Íslensk verðbréf hf. er til húsa að Strandgötu 3 á Akureyri.