Frjáls verslun - 01.08.2006, Qupperneq 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
D A G B Ó K I N
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
9. september
Actavis lét
Barr um Pliva
Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr
Pharmaceuticlas vann Actavis
í keppninni um króatíska lyfja-
fyrirtækið Pliva. Keppni þeirra
um Pliva hafði
staðið yfir frá
því snemma
í vor. Barr
lagði þennan
dag fram
tilboð í Pliva
sem stjórn
Actavis ákvað
að yfirbjóða
ekki. Skömmu áður hafði
Actavis lagt fram tilboð upp
á 2,5 milljarða Bandaríkjadali
og taldi að það endurspeglaði
vel virði félagsins og hækkun
frá því væri bara einfaldlega
of hátt verð. Síðar hafa borist
fréttir um að Barr sé komið
með yfir 70% hlut í Pliva.
13. september
Eignir Kjalars
90 milljarðar
Fyrirtæki í fyrirtækjaneti Ólafs
Ólafssonar, stjórnarformanns
Samskipa, hafa verið sameinuð
að undanförnu til að einfalda
skipulagið. Þannig var tilkynnt
um að Ker og Kjalar yrðu sam-
einuð undir nafni Kjalars - sem
í raun hefur verið hatturinn í
fjárfestingafélögum Ólafs und-
anfarin ár.
Hjörleifur Jakobsson, fyrrum
forstjóri Olíufélagsins, verður
forstjóri Kjalars. Þess má geta
að Egla verður eftir þessar
breytingar 100% í eigu Kjalars.
Kjalar er firnasterkt félag og
með eignir upp á 90 milljarða
króna. Helstu eignir félagsins
eru 10,8% hlutur í Kaupþingi
banka, 37% í Alfesca, 72%
í Samskipum, 62% í fast-
eignafélaginu Festingu, 64% í
Iceland Seafood og eignarhlutir
í ýmsum öðrum félögum.
19. september
Egla + Vending=
Egla
Aðeins frekar um Eglu, en
félagið hefur verið sameinað
fjárfestingarfélaginu Vendingu,
og mun hið sameinaða fyrir-
tæki nefnast Egla. Vending
er eins og Egla að stærstum
hluta í eigu Ólafs Ólafssonar,
stjórnarformanns Samskipa.
Egla er annar stærsti hlut-
hafinn í Kaupþingi banka og
Vending stærsti hluthafinn í
Alfesca. Þess má geta að Egla
var stofnuð í tengslum við
kaup S-hópsins á hlut ríkisins
í Búnaðarbankanum og um
félagið urðu þá miklar umræður.
Lýður Guðmundsson, stjórnar-
formaður Exista.
13. september
Um 32-föld umfram-
eftirspurn í Exista
Fjárfestar hafa áhuga á Exista.
Í almennu hlutafjárútboði
félagsins reyndist um 32-föld
Róbert
Wessman.
13. september
DAGSBRÚN SKIPT
Í TVÖ FÉLÖG
Ólafur
Ólafsson er
stærsti eigandi
Kjalars.
Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður
Dagsbrúnar, sagði á kynningarfundi
þennan dag að Dagsbrún yrði skipt
upp í tvö félög og að áætlað væri að
skuldastaða félagsins myndi batna um
13 til 14 milljarða við það, þ.e. eftir sölu
eigna.
Félögin tvö verða fjölmiðlafélagið 365
hf., sem Ari Edwald stýrir, og fjarskipta-
og upplýsingatæknifélagið Teymi sem
Árni Pétur Jónsson stýrir.
Að sögn Þórdísar er áætlað að
bæði þessi félög verði skráð í Kauphöll
Íslands.
Undir rekstur 365 hf. heyra félögin
365, Sena, 3D, Sagafilm og Wyndeham.
Undir Teymi koma Vodafone, Sko, Kalls,
Mamma, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS.
Þriðja félagið, K 2, verður stofnað í
kringum þessar breytingar og inn í það
verða sett félög, sem eru utan kjarna-
starfsemi, og er ætlunin að selja hluta af
þeim og lækka skuldastöðuna um 13 til
14 milljarða.
Gunnlaugur K. Sigmundsson verður
starfandi stjórnarformaður K2. Undir
það félag munu Microsoft Dynamics,
Hugur/Ax, Aston Baltic, SCS, Hands,
Landsteinar/Strengur og Opin Kerfi
Group falla.
Árni Pétur
Jónsson.
Hjörleifur
Jakobsson,
forstjóri
Kjalars.
Þórdís J.
Sigurðardóttir.
Ari Edwald. Gunnlaugur K.
Sigmundsson.