Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 33
D A G B Ó K I N
18. september
KÆRI JÓN
„Kæri Jón.
Ég skrifa þér þetta bréf vegna frétta um að til standi að
loka Nýju Fréttastofunni, NFS. Og bið þig um að gera það
ekki. Tjáningarfrelsið tryggir öllum rétt til þess að tjá skoð-
anir sínar; láta rödd sína heyrast, mér, þér og þjóðinni allri.
Þjóðin þarf frjálsa og óháða fjölmiðla til þess að tjáningar-
frelsið sé virkt. Án þess virkar lýðræðið ekki. Án þess er
stjórnvöldum ekki veitt aðhald, án þess þagna raddir sem
eiga og þurfa að heyrast ...
... Nýja fréttastofan er suðupottur óþrjótandi skoð-
anaskipta; vettvangur þar sem ólíkir hagsmunahópar og ein-
staklingar kynna sjónarmið sín og rökstyðja mál sitt í kapp
við aðra sem hafa aðra sannfæringu. Slíkt upplýsingaflæði,
slík skoðanaskipti eru grunnstoðir lýðræðissamfélagsins...
... Edward R. Murrow, sem nefndur hefur verið faðir
útvarps- og sjónvarpsfréttamennsku, sagði það skyldu þeirra
sem stjórna sjónvarpi að sýna heiminn eins og hann er. Aðrir
geta sinnt því að sýna hann eins og hann er ekki. NFS gerir
þetta. Við erum í staðreyndum; aðrir í afþreyingu ...
... Fjölmiðlar framtíðarinnar verða eins og NFS ...
... Okkur var sagt að við fengjum tvö til þrjú ár til þess
að láta NFS sanna sig. Gefðu okkur tvö. Nú um mánaða-
mótin stóð til að við færum í dreifingu um allt suðvestur-
hornið. Ekki loka sjoppunni áður en búið er að opna hana til
fulls. Í fullri opinni dreifingu er þetta viðskiptahugmynd sem
gengur upp. En það tekur meiri tíma en 10 mánuði að sýna
það. Þetta vita nágrannar okkar í Danmörku og Noregi sem
undirbúa nú sambærilega miðla en ætla þeim að skila hagn-
aði eftir þrjú ár.
Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir.
Taktu slaginn með okkur,” sagði að lokum í bréfi Róberts.
Stundum birtast bréf í blöðunum,
sem vekja ekki aðeins meiri athygli
en önnur, heldur verða á allra vörum
á aðeins örfáum klukkustundum.
Þannig var bréf Róberts Marshall,
forstöðumanns Nýju fréttastofunnar,
NFS, til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í
Morgunblaðinu mánudaginn 18. sept-
ember. Bréfið bar yfirskriftina: „Kæri
Jón“.
Róbert skrifaði bréfið vegna
umræðna í fjölmiðlum í kjölfar fréttar
Blaðsins um að til stæði að leggja
NFS niður og draga verulega saman í
útgáfu tímarita 365.
Á endanum fór það svo að Jón
Ásgeir fór ekki að beiðni Róberts
Marshall heldur var NFS lögð niður
og Róbert fékk reisupassann sem og
nokkrir aðrir starfsmenn NFS.
En grípum niður í þetta kostulega
bréf Róberts Marshall, bréfið sem
þjóðin gleypti í sig með morgunkaffinu
þennan mánudagsmorgun:
Róbert Marshall,
Edda Andrésdóttir
og Sigmundur Ernir
Rúnarsson í
myndveri NFS.