Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 34
D A G B Ó K I N
34 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5
���������� �� �� ��������� ��������������
������������� ���� ��������� �������������
�������������
hefðu undirritað viljayfirlýsingu
um kaup á Eignarhaldsfélaginu
Verðbréfaþingi hf. Ganga á frá
kaupum fyrir áramót.
Kaup OMX eru skref í þeirri
viðleitni að samþætta verð-
bréfamarkaði Norðurlanda og
Eystrasaltsríkjanna og gera
OMX kauphallirnar að leiðandi
evrópskum markaði fyrir hluta-
bréfaviðskipti.
Íslensku fyrirtækin verða
hluti af Norræna listanum
þegar í upphafi næsta árs og í
kjölfarið muni sýnileiki þeirra
aukast. Frá sama tíma mun
íslenskum markaðsupplýs-
ingum verða dreift með öðrum
upplýsingum frá OMX og
íslensk bréf verða hluti af OMX
vísitölunum.
20. september
FL Group hækkaði
um tæp 50%
á 50 dögum
Það er óhætt að segja að
ágúst og fyrstu tuttugu dag-
arnir í september hafi verið
FL Group hagstæðir á hluta-
bréfamarkaðnum. Gengi bréfa
í félaginu hækkaði um tæp
50% á 50 dögum. Þennan stór-
aukna áhuga á félaginu mátti
rekja til
sögusagna
um að FL
Group væri
að takast
að selja
Icelandair
á háu
verði - og
mikil dulin eign væri því hjá
FL Group vegna Icelandair.
Sögusagnirnar reyndust síðan
réttar um að fjárfestar hefðu
áhuga á Icelandair og væru
að kaupa. En meira um það
síðar.
20. september
Árni Tómasson í
stjórn Alfesca
Árni Tómasson, endurskoð-
andi og fyrrum bankastjóri
Búnaðarbankans, hefur
tekið sæti í stjórn Alfesca.
Guðmundur Hjaltason, fyrrum
forstjóri Kers, gaf ekki kost
á sér til áframhaldandi stjórn-
arsetu. Stjórn Alfesca skipa
núna: Árni Tómasson, Bill
Ronald, Guðmundur Ásgeirsson,
Hartmut M. Krämer og Ólafur
Ólafsson sem er stjórnarfor-
maður félagsins.
20. september
VR:
Fimmfaldur
launamunur
Munurinn á launum þeirra
lægstu og hæstu innan
Verslunarmannafélags
Reykjavíkur, VR, er rúmlega
fimmfaldur, eða 411%, sam-
kvæmt nýrri könnun félagsins.
Munurinn hefur aukist lítillega
frá síðasta ári þegar hann var
tæplega fimmfaldur, eða 398%.
Alls tóku 9 þúsund félagsmenn
þátt í könnuninni.
Launamunurinn er fimmfaldur á
meðal félagsmanna innan VR.
20. september
60% fylgjandi því að
RÚV verði hlutafélag
Samkvæmt nýrri könnun Gallup
eru rúm 60% landsmanna fylgj-
andi því að Ríkisútvarpinu verði
breytt í hlutafélag í ríkiseigu.
Þar kemur einnig fram að tæp
90% hafa jákvæða afstöðu til
RÚV og tæp 70% telja það mik-
ilvægasta fjölmiðil þjóðarinnar.
Einnig kemur fram að mikill
meirihluti landsmanna er fylgj-
andi auglýsingum og kostunum
í ríkismiðlunum.
Páll Magnússon, útvarpsstjóri
RÚV.
20. september
Actavis orðað við
ástralskt lyfja-
fyrirtæki
Það eru fleiri fiskar í sjónum,
er stundum sagt. Það á vel við
í tilviki Actavis. Eftir að félagið
gaf Pliva eftir til Barr þá bár-
ust fréttir frá Dow Jones um að
Actavis væri orðað við yfirtöku
á ástralska samheitalyfjafyrir-
tækinu Mayne Pharma.
Hannes
Smárason.