Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 107
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 107
AÐALLISTINNNR. 20 Á AÐALLISTA
R ekstur Símans hefur tekið töluverðum framförum frá því nýir eigendur tóku við. Hagræðing á ýmsum sviðum
hefur skilað sér og sala á þjónustu er í umtals-
verðum vexti. Við höfum lagt ríka áherslu
á að halda forystu á fjarskiptamarkaði með
ýmsum nýjum tæknilausnum, svo sem gagn-
virku sjónvarpi á ADSL-kerfinu og í gegnum
farsíma. Þá eru fjölmörg fleiri þróunarverk-
efni í gangi,“ segir Brynjólfur Bjarnason,
forstjóri Símans.
Hagstæðara að skulda erlendis
Síminn er á góðri siglingu. Hagnaður af
rekstri fyrirtækisins á fyrri hluta ársins var tveir
milljarðar og er sú útkoman í takt við áætlanir
stjórnenda þess. Þróun gengis íslensku krón-
unnar hefur haft lítil áhrif á reksturinn, að
sögn Brynjólfs, en breytt talsverðu varðandi
fjármagnsliði, þar sem stærstur hluti skulda
félagsins er í erlendri mynt.
„Í lok júní hafði gengi krónunnar lækkað
um tæp 28% frá áramótum en hefur síðan
þá verið að styrkjast. Þessar miklu sveiflur
eru nokkuð sem fyrirtæki mega búast við
og þurfa að hafa bolmagn til að þola, ef
þau kjósa að fjármagna sig að hluta með
erlendum gjaldmiðli. Á móti kemur að þegar
fjármagnskostnaður er skoðaður yfir lengra
tímabil þá er hagstæðara að skulda erlendis
en hér heima. Þar vegur þyngst sá mikli vaxta-
munur sem er á milli Íslands og okkar helstu
viðskiptalanda. Munurinn er 9,5% sé horft
til eins árs. Við eigum því von á því að geng-
istapið vinnist fljótt til baka.“
Í þróunarstarfi Símans er mikið lagt upp úr
því að koma með lausnir sem mæta þörfum
atvinnulífsins. Dæmi um það er stofnun
Radíómiðunar ehf. í samvinnu við R. Sig-
mundsson, þar sem lögð er áhersla á þjónustu
við fyrirtæki í sjávarútvegi.
„Við erum stöðugt að
leita eftir góðum samstarfs-
fyrirtækjum. Slíkt gefur
okkur meðal annars tæki-
færi til að útvíkka starfsemi
á innanlandsmarkaði en
tækifæri okkar eru þó enn
frekar erlendis. Mikilvægur
hluti af markmiðum Sím-
ans er að fylgja eftir útrás
íslenskra fyrirtækja. Við
höfum komið á fót starfsstöð í London og eitt
helsta hlutverk hennar er að veita íslenskum
fyrirtækjum sömu þjónustu erlendis og þau fá
hér heima,“ segir Brynjólfur.
Langdrægt og bandbreitt
Síminn og Orange, dótturfyrirtæki France
Telecom, gengu nýlega frá samningi sín í
millum sem gerir Símanum kleift að bjóða
viðskiptavinum sínum gagnaflutningsþjón-
ustu um allan heim.
„Þörfin fyrir hraða og öryggi í gagna-
flutningsþjónustu eykst stöðugt og til þess
að mæta þeirri þörf er nauðsynlegt að aðlaga
sig markaðnum og þróa nýjar lausnir. Núna
erum við til dæmis að undirbúa tilraun
hér á höfuðborgarsvæðinu með nýja far-
símatækni, CDMA-450, sem er langdræg
og bandbreið. Einnig er Síminn að undirbúa
tilraun með sjónvarp í farsíma, með DVB-H
tækni. Þannig getur Síminn samnýtt tækni
sem nú þegar er notuð fyrir sjónvarps-
dreifingu um Breiðbandið og ADSL fyrir
sjónvarp í farsíma. Svona
gæti ég talið lengi enn þær
tækninýjungar sem vænt-
anlegar eru á næstunni og
við erum að þróa,“ segir
Brynjólfur.
Gríðarleg þekking
Samkvæmt þeim skil-
málum sem ríkið setti við
söluna á Símanum á síðasta
ári er núverandi eigendum
félagsins, þar sem Exista er með sýnu stærstan
hlut, gert að setja 30% hlut á markað innan
tíðar. Undirbúningur vegna þess er hafinn
og segir Brynjólfur að þess megi vænta að
almennir fjárfestar sýni félaginu áhuga því
reksturinn sé arðsamur eins og uppgjörstölur
síðustu missera sýna best.
„Með nýjum eigendum skapast ný tæki-
færi, markaðssvæði Símans er að stækka og
gríðarleg þekking starfsmanna okkar kemur
sér vel í útrásinni sem hafin er. Við erum í far-
arbroddi meðal evrópskra fjarskiptafyrirtækja
í tæknilausnum og þjónustuframboði. Fyrir-
tækið þykir einstakt í sinni röð og eru
markaðsstaða og þjónustuúrval Símans litin
öfundaraugum af öðrum símafyrirtækjum.
Slíkur vitnisburður er gott veganesti inn í
framtíðina.“
SÍMINN • BRYNJÓLFUR BJARNASON
Síminn er á góðri siglingu. Gagnvirkt sjónvarp og farsímar eru meðal þróunarverkefna.
Útrás íslenskra fyrirtækja verður fylgt eftir.
Í FORYSTU
Í FJARSKIPTUM
„Markaðsstaða
og þjónustuúrval
Símans litin
öfundaraugum
af öðrum
símafyrirtækjum.“
TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON