Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 107

Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 107
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 107 AÐALLISTINNNR. 20 Á AÐALLISTA R ekstur Símans hefur tekið töluverðum framförum frá því nýir eigendur tóku við. Hagræðing á ýmsum sviðum hefur skilað sér og sala á þjónustu er í umtals- verðum vexti. Við höfum lagt ríka áherslu á að halda forystu á fjarskiptamarkaði með ýmsum nýjum tæknilausnum, svo sem gagn- virku sjónvarpi á ADSL-kerfinu og í gegnum farsíma. Þá eru fjölmörg fleiri þróunarverk- efni í gangi,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Hagstæðara að skulda erlendis Síminn er á góðri siglingu. Hagnaður af rekstri fyrirtækisins á fyrri hluta ársins var tveir milljarðar og er sú útkoman í takt við áætlanir stjórnenda þess. Þróun gengis íslensku krón- unnar hefur haft lítil áhrif á reksturinn, að sögn Brynjólfs, en breytt talsverðu varðandi fjármagnsliði, þar sem stærstur hluti skulda félagsins er í erlendri mynt. „Í lok júní hafði gengi krónunnar lækkað um tæp 28% frá áramótum en hefur síðan þá verið að styrkjast. Þessar miklu sveiflur eru nokkuð sem fyrirtæki mega búast við og þurfa að hafa bolmagn til að þola, ef þau kjósa að fjármagna sig að hluta með erlendum gjaldmiðli. Á móti kemur að þegar fjármagnskostnaður er skoðaður yfir lengra tímabil þá er hagstæðara að skulda erlendis en hér heima. Þar vegur þyngst sá mikli vaxta- munur sem er á milli Íslands og okkar helstu viðskiptalanda. Munurinn er 9,5% sé horft til eins árs. Við eigum því von á því að geng- istapið vinnist fljótt til baka.“ Í þróunarstarfi Símans er mikið lagt upp úr því að koma með lausnir sem mæta þörfum atvinnulífsins. Dæmi um það er stofnun Radíómiðunar ehf. í samvinnu við R. Sig- mundsson, þar sem lögð er áhersla á þjónustu við fyrirtæki í sjávarútvegi. „Við erum stöðugt að leita eftir góðum samstarfs- fyrirtækjum. Slíkt gefur okkur meðal annars tæki- færi til að útvíkka starfsemi á innanlandsmarkaði en tækifæri okkar eru þó enn frekar erlendis. Mikilvægur hluti af markmiðum Sím- ans er að fylgja eftir útrás íslenskra fyrirtækja. Við höfum komið á fót starfsstöð í London og eitt helsta hlutverk hennar er að veita íslenskum fyrirtækjum sömu þjónustu erlendis og þau fá hér heima,“ segir Brynjólfur. Langdrægt og bandbreitt Síminn og Orange, dótturfyrirtæki France Telecom, gengu nýlega frá samningi sín í millum sem gerir Símanum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum gagnaflutningsþjón- ustu um allan heim. „Þörfin fyrir hraða og öryggi í gagna- flutningsþjónustu eykst stöðugt og til þess að mæta þeirri þörf er nauðsynlegt að aðlaga sig markaðnum og þróa nýjar lausnir. Núna erum við til dæmis að undirbúa tilraun hér á höfuðborgarsvæðinu með nýja far- símatækni, CDMA-450, sem er langdræg og bandbreið. Einnig er Síminn að undirbúa tilraun með sjónvarp í farsíma, með DVB-H tækni. Þannig getur Síminn samnýtt tækni sem nú þegar er notuð fyrir sjónvarps- dreifingu um Breiðbandið og ADSL fyrir sjónvarp í farsíma. Svona gæti ég talið lengi enn þær tækninýjungar sem vænt- anlegar eru á næstunni og við erum að þróa,“ segir Brynjólfur. Gríðarleg þekking Samkvæmt þeim skil- málum sem ríkið setti við söluna á Símanum á síðasta ári er núverandi eigendum félagsins, þar sem Exista er með sýnu stærstan hlut, gert að setja 30% hlut á markað innan tíðar. Undirbúningur vegna þess er hafinn og segir Brynjólfur að þess megi vænta að almennir fjárfestar sýni félaginu áhuga því reksturinn sé arðsamur eins og uppgjörstölur síðustu missera sýna best. „Með nýjum eigendum skapast ný tæki- færi, markaðssvæði Símans er að stækka og gríðarleg þekking starfsmanna okkar kemur sér vel í útrásinni sem hafin er. Við erum í far- arbroddi meðal evrópskra fjarskiptafyrirtækja í tæknilausnum og þjónustuframboði. Fyrir- tækið þykir einstakt í sinni röð og eru markaðsstaða og þjónustuúrval Símans litin öfundaraugum af öðrum símafyrirtækjum. Slíkur vitnisburður er gott veganesti inn í framtíðina.“ SÍMINN • BRYNJÓLFUR BJARNASON Síminn er á góðri siglingu. Gagnvirkt sjónvarp og farsímar eru meðal þróunarverkefna. Útrás íslenskra fyrirtækja verður fylgt eftir. Í FORYSTU Í FJARSKIPTUM „Markaðsstaða og þjónustuúrval Símans litin öfundaraugum af öðrum símafyrirtækjum.“ TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.