Frjáls verslun - 01.08.2006, Síða 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
STÆRSTU300 T T
Rekstur bankans hefur gengið mjög vel á árinu og víðast hvar betur en áætl-anir gerðu ráð fyrir. Það hefur verið
mikill gangur á öllum sviðum bankans á
þessu ári, eins og undanfarin ár. Jafnframt
er ljóst að árið mun koma vel út hjá okkur,“
segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaup-
þings banka.
Í samræmi við væntingar
KAUPÞING hagnaðist um 31,8 milljarða
króna á fyrstu sex mánuðum líðandi árs.
Það er aukning sem nemur sjö milljörðum
miðað við sama tímabil í fyrra. Afkoma
bankans í ár var aukinheldur öllu betri en
greiningardeildir bankanna töldu. Hreiðar
Már segir hina góðu afkomu ársins helgast
af mörgum þáttum. Þar komi meðal annars
til vel heppnuð skráning á Exista í Kauphöll
Íslands á haustdögum, en við sölu á bréf-
unum innleysti bankinn rúmlega tíu millj-
arða hagnað. Með sölunni var einnig losað
um krosseignatengsl milli bankans og Exista
– sem og krafa markaðarins var.
„Það hefur gengið vel á flestum helstu
mörkuðum þar sem bankinn starfar,“ segir
Hreiðar Már, sem segir starfsemi bankans hér
heima vera í miklum blóma. „Og sömu sögu
má segja af starfseminni í Lúxemborg, en þar
er Kaupþing orðið næststærsti norræni bank-
inn. Starfsemi Kaupþings í Lundúnum og
Singer & Friedlander hefur verið færð undir
sama þak og gengur samþætting rekstrar Sin-
ger & Friedlander við Kaupþingssamstæðuna
samkvæmt áætlun. FIH í
Kaupmannahöfn gengur
afar vel og hefur bank-
inn hækkað afkomuspá
sína fyrir árið í heild sem
er auðvitað mjög jákvætt.
Við erum enn að byggja
upp reksturinn í Svíþjóð,
Noregi og Finnlandi en
heilt yfir má segja að
rekstur Kaupþings banka
á erlendum vettvangi sé í góðu samræmi við
væntingar.“
Höfum bætt upplýsingagjöf
Enginn er eyland, er stundum sagt og á
það ef til vill best við í fjármálageiranum.
Ósjaldan eru atburðir í íslensku viðskipta-
lífi í brennidepli alþjóðlegra fjölmiðla og
sömuleiðis fylgjast erlend fyrirtæki í fjár-
málastarfsemi grannt með því sem gerist hér
á landi. Er þar skemmst að minnast gagnrýni
sem hið alþjóðlega greiningarfyrirtæki Fitch
setti fram á stöðu íslensku bankanna – og
Den Danske Bank talaði á svipuðum nótum.
Svartagallsraus það sem fólst í álitsgerðum
þessara fyrirtækja hafði mikil áhrif á íslenska
markaðinn og kallaði sömuleiðis á ýmsar
breytingar í starfsháttum og áherslum bank-
anna. Því kom ekki til hruns íslenskra banka,
eins og jafnvel hafði verið
spáð. Má þess raunar geta
að í nýlegri úttekt mats-
fyrirtækisins Moody´s
fékk Kaupþing góðar
einkunnir, sem sagðar eru
endurspegla góða arðsemi
bankans, fína afkomu í
grunneiningum og mikil
gæði útlánasafns.
„Sú ágjöf sem bank-
arnir fengu í vor frá erlendum fjármála-
fyrirtækjum kom nokkuð á óvart. Hún var
að mörgu leyti ósanngjörn og bar vott um
lítinn skilning á stöðu íslensku bankanna
og íslensku efnahagslífi,“ segir Hreiðar Már
Sigurðsson. „Auðvitað má læra ýmislegt af
þeirri gagnrýni og athugasemdum sem fram
komu. Til dæmis held ég að bankarnir hafi
bætt verulega upplýsingagjöf sína frá því
sem var. Ég held að ekki sé hægt að segja að
íslenskt viðskiptalíf sé eitthvað viðkvæmara
fyrir gagnrýni en annað. En gagnrýnin var
vissulega býsna hörð og athugasemdirnar
sumar hverjar alvarlegar. Mikið gekk því á og
viðbrögðin voru eftir því.“
KAUPÞING BANKI • HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON
„Mikill gangur
á öllum sviðum
bankans á þessu
ári, eins og
undanfarin ár.“
ÁGJÖFIN
KOM Á ÓVART
Ríflega 30 milljarða króna hagnaður hjá Kaupþingi á fyrri hluta þessa árs.
Góður gangur á öllum sviðum bankans og starfsemi erlendis blómstrar.
TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON
NR. 1 Á AÐALLISTA