Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 143
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 143
alla fjölskylduna. Kerfið er vörn gegn bruna,
innbroti og vatnstjóni. Sala á heimavörn
hefur aukist mikið og er hún ein vinsælasta
varan frá Securitas.
Firmavörn Securitas er heildarlausn í
öryggismálum fyrirtækja. Öflugt öryggiskerfi
sem hefur sannað sig á undanförnum árum
og nýtur trausts fyrirtækjanna sem nota hana
og alltaf eru að bætast við fyrirtæki sem nýta
sér þessa þjónustu Securitas.
Að sögn Trausta gera fleiri og fleiri sér
grein fyrir því að heimavörn Securitas er að
verða sjálfsagður hluti af rekstri heimilisins,
og má að hluta rekja þrefalda aukningu á
heimavörnum til þessa. Sama má segja um
fyrirtækin. Aukin áhersla á góðar og traustar
varnir er hluti af rekstri fyrirtækis.“
Vel þjálfaðir öryggisverðir
Öryggisverðir Securitas eru yfir 200 talsins og
starfa á vöktum allan sólarhringinn. Þeir eru
þjálfaðir í skyndihjálp, meðferð slökkvitækja
og fleiri sérhæfðra námskeiða, auk þess sem
stór hópur situr vikulega námskeið á vegum
tæknisviðs Securitas. Þar er farið yfir meðferð
og notkun tæknibúnaðar sem fyrirtækið selur
og þjónar. Securitas selur fjórar aðaltegundir
af gæsluþjónustu, þ.e. farandgæslu, stað-
bundna gæslu, verðmætaflutning og rýrn-
unareftirlit.
Farandgæsla byggist á því að farinn er í
ákveðinn fjöldi eftirlitsferða í fyrirtæki sam-
kvæmt þeim samningi sem gerður hefur
verið um þjónustuna. Farandgæsla er víða
nauðsynleg þar sem viðvörunarbúnaði verður
ekki við komið með góðu móti. Jafnframt
minnkar fyrirbyggjandi eftirlit líkur á að eitt-
hvað beri út af í öryggislegu tilliti.
Staðbundin gæsla felst í því að öryggis-
verðir eru alltaf á staðnum, og sem dæmi má
nefna Kringluna. Þjónustan byggist á því að
öryggisvörður stundar öryggisvörslu við sama
verkefni allan samningstímann, með stöðugri
viðveru. Eðli þessarar þjónustu tryggir nauð-
synlegt fyrirbyggjandi eftirlit og viðeigandi
markviss viðbrögð ef eitthvað ber út af.
Verðmæta- og peningaflutningar eru
starfsemi í mikilli aukningu. Sífellt fleiri sjá
sér hag í að láta fagaðila sjá um flutning
verðmæta fyrirtækisins. Securitas nú með tvo
peningaflutningabíla á höfuðborgarsvæðinu
sem eru í stöðugum verkefnum fyrir helstu
fyrirtæki landsins.
Eins og áður segir er Securitas í dag leið-
andi fyrirtæki í öryggismálum, traust fyrir-
tæki með öflugum starfsmönnum sem hafa
hag viðskiptavina fyrirtækisins að leiðarljósi
og má geta þess að tvö ár í röð hefur Securitas
verið í hópi þeirra sem hljóta nafnbótina
Fyrirmyndarfyrirtæki hjá Verslunarmanna-
félagi Reykjavíkur.
Síðumúla 23 • 108 Reykjavík
Sími: 580 7000 • Fax: 580 7070
Vefsíða: www.securitas.is
Heimavörn
Securitas
er fullkomið
öryggiskerfi,
sem vaktar
heimilið allan
sólarhringinn
og ver það gegn
stærstu áhættu-
þáttunum sem
gætu ógnað öryggi
heimilisins.
Þjónusta Securitas
nær til allra þátta
öryggismála fyrir-
tækja og heimila.