Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 154

Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 154
154 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 STÆRSTU300 T T A vion Group er algjörlega sér á báti og stærsta félagið í heimi á sínu sviði en ekkert annað félag í veröldinni sam- einar flugvélaleigu, leiguflug, ferðaþjónustu, sjóflutninga og allt sem því viðkemur,“ segir stjórnarformaður félagsins, Magnús Þorsteinsson. Mik- ill vöxtur hefur einkennt rekstur Avion Group síð- ustu misseri. Félagið var stofnað í upphafi ársins 2005 og innihélt þá félögin Air Atlanta Icelandic og Excel Airways Group og Avia Technical Services og á miðju árinu 2005 var Eim- skip keypt. Í dag er Avion Group alhliða flutningafélag með um 6.500 starfsmenn og starfsemi á yfir 110 stöðum í veröldinni. Framlegðin er mismunandi Avion Group samanstendur af þremur rekstrareiningum. Shipping & Logistics er hin fyrstnefnda; þar innanborðs eru Eimskip og dótturfélög þess: Innovate í Bretlandi, Faroe Ship í Færeyjum, Eimskip CTG í Noregi, Containerships Group í Finnlandi og Kursia Linija í Litháen. Að auki rekur félagið skrifstofur víða um heim. Önnur afkomueiningin er Aviation Services sem samanstendur af Air Atlanta Icelandic, Avion Aircraft Trading og Avia Technical Services. Þriðja og síðasta einingin er svo XL Leisure Group sem samanstendur af Excel Airways Group í Bretlandi, Star Europe í Þýskalandi og Star Airlines í Frakklandi. Að auki hefur félagið nýlega fjárfest í frönskum ferðaskrif- stofum og er nú fimmti stærsti ferðaþjón- ustuaðili Frakklands. „Það liggur í eðli starf- semi þessara félaga að fram- legðin er mjög mismunandi og það sama má segja um endanlegan hagnað,“ segir Magnús Höfum vaxið hratt Magnús Þorsteinsson segir markmið Avion Group að vera öflugasta fjárfest- ingarfélag í heimi á sviði flutningastarfsemi. „Félagið hefur vaxið mjög hratt með yfirtökum á mörgum félögum og innri vexti. Við lögðum upp með ákveðna framtíðarsýn sem er að verða að veruleika. Ég orða það oft á þann veg að flest púslin í stóru myndina eru komin. Kostnaðurinn sem fylgir þessum yfirtökum hefur einnig verið í lágmarki því lítið hefur verið um eiginlegar sameiningar. Því hefur okkur tekist að samnýta og ná fram stærðarhagkvæmni án þess þó að þurfa að leggja út í mikinn sameiningarkostnað,“ segir Magnús. Af einstökum fjárfestingum Avion Group á árinu má meðal annars nefna kaup á Star Airlines, öðru stærsta leiguflugfélagi Frakk- lands, sem gengið var frá í ferbrúar sl. Í sumar keypti Eimskip 55% hlut í breska fyrirtækinu Innovate Ltd sem sérhæfir sig í geymslu og dreifingu á kældum og frystum afurðum og hafa umsvif þess aukist talsvert undanfarið. Svona mætti áfram telja. „Á undanförnum árum höfum við verið að byggja upp afkomueiningar félagsins mjög markvisst og helstu möguleikar félags- ins um vöxt liggja í áframhaldandi vexti í sömu átt. Eimskip hefur markað skýra stefnu um að verða leiðandi á Norður- Atlantshafi í hitastýrðum flutningum og hefur félagið breyst mjög mikið á síðustu árum. Við sjáum einnig mikil tækifæri í því að útvíkka viðskiptamódel Excel Airways Group til meginlands Evrópu og störfum nú á ferðamannamarkaði sem telur yfir 200 milljónir íbúa.“ Gífurlega öflug fyrirtæki Avion Group kynnti markmið sín fyrir þetta ár opinberlega í lok síðasta árs fyrir skráningu félagsins í Kauphöll Ísland. Magnús segir ljóst að þær spár gangi ekki eftir. „Tvö af þremur afkomusviðum eru í takt við áætlanir, en miklir hitar í Evrópu og hryðjuverkaógn settu strik í reikninginn í ferðaþjónustu og leiguflugshlutanum í Bretlandi og flugfélög í allri Evrópu hafa þurft að súpa seyðið af því. Ég hefði hins vegar viljað sjá hagnaðarmark- mið ganga eftir – en við ráðum ekki við veðurfar og hryðjuverkamenn. Ég hef fulla trú á því að hagnaðarmarkmið fyrirtækisins í framtíðinni eigi eftir að standast því sam- stæðan samanstendur af mjög ólíkum en gíf- urlega öflugum fyrirtækjum í örum vexti.“ AVION GROUP • MAGNÚS ÞORSTEINSSON „Samstæðan samanstendur af mjög ólíkum en gífurlega öflugum fyrirtækjum í örum vexti.“ PÚSLIN Í MYNDINA ERU KOMIN Avion Group er alhliða flutningafélag og einstakt á heimsvísu. Áætlanir að ganga eftir en stjórnendurnir ráða ekki við veður og hryðjuverk. TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON NR. 3 Á AÐALLISTA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.