Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 157

Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 157
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 157 AÐALLISTINN Rétt eins og póstmagnið sem berst til landsmanna á hverjum degi eykst jafnt og þétt, hefur rekstur Íslandspósts á þessu ári gengið vel og raunar betur en þær áætlanir sem stjórnendur félagsins lögðu upp með. Hagnaður á fyrri hluta ársins var 196 millj. kr. „Útgjöldin eru ívið meiri en reiknað var með og þá einkum launaliðurinn. Kjara- samningarnir í júní höfðu talsverð áhrif á okkar rekstur, því hjá okkur er hlutfallslega nokkuð stór hópur starfsmanna á lágum launatöxtum, en þeir hækkuðu einmitt mest í þessum samn- ingum eins og að hefur verið stefnt,“ segir for- stjórinn, Ingimundur Sigurpálsson. Póstþjónustan að breytast Hver maður þekkir á eigin skinni að það póstmagn sem berst á heimili og til fyrir- tækja eykst með hverju ári. Þar er einkum átt við svonefndan fjöl- og markpóst og stærri bögglasendingar, sem aukast ár frá ári. Íslandspóstur hefur einkarétt á dreif- ingu allra skráðra bréfa sem eru undir 50 gr. að þyngd og kemur um helmingur af veltu fyrirtækisins frá þeirri starfsemi. Þá tekur Íslandspóstur á sig svonefnda alþjón- ustuskyldu, en hún felst í því að sjá um póstdreifingu frá ystu annesjum til innstu dala jafnt sem í borg og bæjum. Einkaréttur Íslandspósts gildir út árið 2008. „Ljóst er að eftir þann tíma verða breyt- ingar á póstþjónustunni, en á þessari stundu liggur ekki fyrir hverjar þær verða,“ segir Ingimundur. Skv. tilskipun Evrópusam- bandsins er stefnt að því að einkaréttur falli niður í árslok 2008 og verða þá væntanlega ýmsir tilbúnir til þess að sinna póstþjónust- unni þar sem hún gefur eitthvað af sér, en óvíst er hvernig þjónustunni verður sinnt á þeim landssvæðum þar sem flutningsgjöld standa ekki undir kostnaði. Ingimundur telur fyllilega tímabært að hefja umræður um þetta og marka stefnu um hvernig þjónustunni verði best fyrir komið. Dreifileið dagblaða í skoðun Kemur til greina að Íslandspóstur taki að sér blaðaútburð, samanber að fyrirtækið annaðist dreifingu Blaðsins til skamms tíma? „Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess að sinna allri þjónustu sem spurn er eftir, á þeim markaði sem Íslandspóstur er sérhæfður á. Slíkt á vissulega meðal annars við um blaða- útburð. Okkur hafa borist óskir frá útgáfu- fyrirtækjum um að skoða möguleikana á að setja upp dreifileið fyrir dagblöðin, sem þurfa að vera komin til lesenda árla morguns. Sú dreifing er annars eðlis en dreifing á árituðum sendingum svo sem bréfum og markpósti og við metum þetta sem tvær dreifileiðir sem ekki fari saman. Skipulagið og umgjörðin eru hins vegar í meginatriðum af sama toga og því er ekkert því til fyrirstöðu að Íslands- póstur sinni því verkefni.“ Fyrr á þessu ári kynnti Íslandspóstur áætl- anir um byggingu póstmiðstöðva víða um land sem er í samræmi við endurskoðun á öllu þjónustuframboði fyrirtækisins. Byggð verða tíu ný pósthús víða um land og sex önnur endurbyggð. Á höfuðborgarsvæðinu verður póstþjónustan stokkuð upp, horfið verður frá því fyrirkomulagi að starfsfólk mat- vöruverslana sinni póstafgreiðslu enda hefur það fyrirkomulag ekki þótt gefast nægilega vel. Því mun fyrirtækið setja upp sjálfstæðar póstafgreiðslur víða um borgina, jafnframt því sem Íslandspóstur stefnir að því að auka þjónustu á ýmsum fleiri sviðum. Friðurinn tryggður Ingimundur Sigurpálsson er formaður Sam- taka atvinnulífsins, en sl. vor framlengdu samtökin gildandi kjarasamninga við ASÍ út næsta ár. Meginmarkmið með samningunum var að slá á þenslu í þjóðfélaginu og stuðla að því að verðbólga verði sem næst 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands á síð- ari hluta árs 2007. „Óhætt er að fullyrða að öllum sé til hagsbóta að samningar haldi út upphaflegan samningstíma, sem er til ársloka 2007. Ef komið hefði til uppsagnar kjarasamninga um næstu áramót, sem allt benti til, hefðu kjara- samningar orðið lausir í aðdraganda kosn- inga, og að fenginni reynslu hefði mátt búast við því að meiri háttar kaupmáttarrýrnun hefði fylgt í kjölfarið. Friður á vinnumarkaði hefur verið tryggður út næsta ár og sömuleiðis erum við mjög nálægt þeim viðmiðum sem áætluð voru við gerð samninganna í júní sl. Gangi þær fyrirætlanir stjórnvalda eftir, sem byggt var á, munu samningarnir tvímælalaust stuðla að stöðugleika í íslensku efnahagslífi, en slíkur stöðugleiki er grundvallarforsenda þess að efla megi íslenskt atvinnulíf. Á þann hátt verður kaupmáttur best tryggður og við þær aðstæður er helst hægt að bæta hag lands- manna á varanlegan hátt.“ PÓSTÞJÓNUSTAN STOKKUÐ UPP Póstmagnið sem berst landsmönnum eykst stöðugt. Íslandspóstur er í góðum rekstri en breytingar framundan. Friður á vinnumarkaði er mikilvægur, segir forstjórinn sem einnig er formaður SA. ÍSLANDSPÓSTUR • INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON NR. 63 Á AÐALLISTA TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.