Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 167
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 167
auk þess sem borað hefur verið eftir drykkjarvatni á
þessum fögru eldfjallaeyjum sem liggja á Atlantshafs-
hryggnum eins og Ísland.
Dótturfélagið Björgun er frumkvöðull að bygg-
ingu bryggju- og strandhverfa hér á landi. Björgun
annast einnig landfyllingar og hefur gert íbúða-
og atvinnuhverfi frá grunni, þ.e. annast landgerð,
skipulag, götur og lagnir og séð um teikningar
húsa. Jafnframt dælir Björgun jarðefnum upp af
hafsbotni, m.a. til frekari vinnslu í landi. Efnin eru
stærðarflokkuð og notuð til hvers kyns verkefna sem
krefjast góðra steinefna s.s. til steypu-, sements- og
malbiksgerðar. Vörur fyrirtækisins eru mörgum hús-
og garðeigendum að góðu kunnar, s.s. ýmsar gerðir af sandi og möl í
garða, skeljasandur á tún, fyllingarefni o.fl.
Virðing fyrir umhverfinu Umhverfismál skipa veigamikinn sess í
starfsemi fyrirtækisins, m.a. með virkri þátttöku í nýtingu hreinna
orkugjafa og með því að stuðla að aukinni nýtingu þeirra eins og
skynsamlegt getur talist. Þannig vinna Jarðboranir í anda sjálf-
bærrar þróunar og leggja sitt af mörkum til að efla sjálfbæra þróun í
samfélaginu.
Stefnuborunartækni sú sem Jarðboranir beita opnar margar nýjar
leiðir í orkunýtingu. Hún veitir aðgang að auðlindum sem annars
hafa verið óaðgengilegar, meðal annars þar sem ógerlegt er að koma
bortækjum á tiltekna staði. Ennfremur getur hún leitt til verulegs
sparnaðar í yfirborðsmannvirkjum, til dæmis á vegum og lögnum.
Síðast en ekki síst hefur þessi tækni í för með sér veigamiklar framfarir
á sviði umhverfisverndar. Hún gerir kleift að takmarka verulega fram-
kvæmdir á yfirborði á viðkvæmum stöðum, þar sem unnt er að koma
bortækjum þannig fyrir að sem best fari.
Reynslan frá mörgum jarðhitasvæðum hefur sýnt að með því að
halda vinnslu innan ákveðinna marka er unnt að halda jarðhitakerfi
í jafnvægi í mjög langan tíma. Líftími jarðvarmavirkj-
anna getur því orðið mjög langur og enn hefur ekki
komið til þess að nýtingu jarðhitasvæðis hér á landi
hafi verið hætt. En þegar að því kemur eru umhverfisá-
hrif jarðvarmavirkjana að mestu leyti afturkræf. Þegar
borhola hefur skilað sínu, er unnt að loka henni undir
yfirborði jarðar, fjarlægja leiðslur, stöðvarhús, borplön
og vegi. Að nokkrum áratugum liðnum gæti svæðið
litið út sem ósnert.
Spennandi framtíð Orka, sem aflað er með vist-
vænum hætti, verður stöðugt eftirsóttari og kastljós
athyglinnar beinist að jarðhita sem einkar umhverf-
isvænum orkugjafa. Að sögn Bents S. Einarssonar, forstjóra Jarðbor-
ana, mun aukin nýting jarðhita í framtíðinni stuðla að fjölþættari
atvinnurekstri, auknum hagvexti og atvinnumöguleikum, í sátt við
samfélagið. „Þar er áhugavert að horfa til fjölnýtingar jarðvarma, svo
sem til raforkuframleiðslu, upphitunar, iðnaðar, ylræktar, heilsuræktar,
fiskeldis og framleiðslu eldisþörunga. Staða Jarðborana á þessum vax-
andi markaði er góð og við verðum áþreifanlega vör við aukna spurn
eftir þekkingu okkar og reynslu.“
Hlíðasmára 1 • 201 Kópavogur
Sími: 585 5200 • Fax: 585 5201
jbinfo@jardboranir.is • www.jardboranir.is
Borfloti Jarðborana og borgeta.
LJ
Ó
S
M
Y
N
D
IR
:
G
U
N
N
A
R
S
V
A
N
B
E
R
G
.