Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 182
182 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
�����������������������������������������������������
������������������
���������������������
�
�
��
STÆRSTU300
Hvað hefur komið þér mest á
óvart í viðskiptalífinu á árinu?
Samtímis og fyrirtæki og ein-
staklingar voru að berjast við
ofurháan fjármagnskostnað til-
kynntu bankarnir methagnað og
ofurlaun stjórnenda.
Hvað hefur einkennt rekstur
fyrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum mark-
miðum um afkomu?
Góð sala á alifuglakjöti er
ánægjuleg en kostnaðarhækk-
anir á rekstrarvörum, launum
og stóraukinn fjármagnskostn-
aður veldur nokkurri óvissu um
afkomu fyrirtækisins.
Telur þú að horfur í atvinnu-
lífinu séu góðar um þessar
mundir – eða eru blikur á
lofti?
Við búum núna við ofþenslu
á vinnumarkaði. Ég tel að það
muni draga úr nýbyggingu
íbúðarhúsnæðis en spurningin
er um aðrar framkvæmdir fram
á kosningavor.
Hvernig telur þú að gengi
krónunnar þróist á árinu
2007? Á hún eftir að veikjast?
Ég tel að þróun viðskipta við
útlönd muni breytast og krónan
veikjast.
Hvaða líkur telur þú á því að
verðtrygging verði lögð af á
næstu þremur árum?
Á því tel ég afar litlar líkur
vegna hagsmuna lánveitenda.
Telur þú að Seðlabankinn fari
offari í því að hækka stýrivexti
í baráttu sinni gegn verðbólg-
unni?
Ég tel að Seðlabankinn hafi farið
of geyst í að hækka stýrivexti til
að ná verðbólgumarkmiðum og
að sleppa hefði átt að minnsta
kosti þeirri síðustu.
Hvað hefur komið þér mest á
óvart í viðskiptalífinu á árinu?
Sá kraftur, útsjónarsemi og elja
sem stjórnendur fyrirtækja eru
að sýna í rekstri, aftur og aftur,
eru aðdáunarverð. Íslenskir
stjórnendur eru að verða betri
og betri.
Hvað hefur einkennt rekstur
fyrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum mark-
miðum um afkomu?
Vöxtur, nýir markaðir, sam-
þætting og undirbúningur enn
frekari þróunar hefur einkennt
árið, ásamt því að sannfæra
fjölmiðlafólk, greiningardeildir
og fjárfesta um ágæti Íslands og
íslenskra lántakenda erlendis.
Telur þú að horfur í atvinnu-
lífinu séu góðar um þessar
mundir – eða eru blikur á
lofti?
Það eru blikur á lofti. Við erum
í miðjunni á því að ná áttum
aftur eftir mikið hagvaxtarskeið,
sem mun skapa einhverjar
þrengingar – sem þó verða
tímabundnar.
Hvernig telur þú að gengi
krónunnar þróist á árinu
2007? Á hún eftir að veikjast?
Ég er ekki spámaður um gjald-
miðla. Veit ekki hvað gengi
krónunnar verður þegar þetta
eintak birtist. En ég tel að gengi
krónunnar muni veikjast á árinu
2007 m.v . hvernig það er í dag.
Hvaða líkur telur þú á því að
verðtrygging verði lögð af á
næstu þremur árum?
Afar takmarkaðar.
Telur þú að Seðlabankinn fari
offari í því að hækka stýrivexti
í baráttu sinni gegn verðbólg-
unni?
Nei.
„Vöxtur, nýir markaðir,
samþætting og undirbúningur
enn frekari þróunar hefur
einkennt árið hjá Glitni, ásamt
því að sannfæra fjölmiðlafólk,
greiningardeildir og fjárfesta
um ágæti Íslands og íslenskra
lántakenda erlendis.“
BJARNI ÁRMANNSSON
forstjóri Glitnis
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis.
„Ég tel afar
litlar líkur á því
að verðtrygging
verði lögð af á
næstu þremur
árum, vegna
hagsmuna
lánveitenda.“
HELGA LÁRA HÓLM
framkvæmdastjóri Ísfugls
Helga Lára Hólm, fram-
kvæmdastjóri Ísfugls.