Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 191
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 191
Þ
að er svo hressilegt yfirbragð
yfir Xavier Govare, þegar hann
vindur sér inn úr dyrunum, aðeins
seinni en hann ætlaði sér því að
umferðin í París er þung, að hann
gæti næstum verið íslenskur. Ekkert franskt og
formlegt við hann.
Enda segir hann fljótt með bros á vör, þegar
talið berst að stjórnunarstíl hans, að viðurnefni
hans sé „hands on“ – hann er ekkert að dúlla
sér um of bak við skrifborðið, segist varla hafa
skrifborð, heldur eyði um tveimur dögum í
hverjum mánuði í hverju þeirra fyrirtækja sem
eru í eigu Alfesca. Daginn sem við hittumst í
París er hann að koma frá Íslandi til að vera á
skrifstofu Blini við Avenue Haussmann í mið-
borg Parísar – Blini er eitt af fyrirtækjunum
sem Alfesca á.
Undanfarin ár hefur Govare byggt upp
nútímalega matvælaframleiðslu í Labeyrie og
gert fyrirtækið að einu sterkasta nafninu á
frönskum munaðarmatvælamarkaði. Nú á hann
að leika sama leikinn fyrir Alfesca og í stærri stíl
svo að Alfesca verði leiðandi á evrópskum mat-
vælamarkaði á sviði munaðarvara og tilbúinna
kældra rétta af því tagi.
Xavier Govare er 48 ára
Það er ekki aðeins að hinn 48 ára forstjóri
Alfesca hafi unnið í matvælageiranum frá því
hann kom úr námi heldur er hann fæddur
inn í þann geira; faðir hans var forstjóri eins
stærsta matvælafyrirtækis Frakklands á sviði
tilbúinna rétta, en það fyrirtæki var síðan keypt
af Danone samsteypunni. Govare á fjögur
börn, elsta dóttirin er í viðskiptafræði, hefur
áhuga á markaðsmálum eins og faðirinn, sem
efast þó um áhrifin. Bætir við að faðir hans
hafi haft þann háttinn á að ræða aldrei vinnuna
heima við og sjálfur geri hann eins.
Alfesca er með alla sína framleiðslu í þremur
Evrópulöndum og vinnur heldur ekki úr
íslenskum hráefnum. Fyrirtækið hefur í raun
ekkert með Ísland að gera nema að eigendurnir
Xavier Govare er hressilegur maður sem kom Labeyrie
í fyrsta sæti á franska munaðarmatvörumarkaðnum.
Núna á hann að gera það sama fyrir Alfesca á
Evrópumarkaði. Sigrún Davíðsdóttir hitti hann í París.
XAVIER GOVARE ER NÝR FORSTJÓRI ALFESCA:
HANN DÚLLAR
SÉR EKKI Á BAK
VIÐ SKRIFBORÐIÐ
TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON OG SIGRÚN