Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 193
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 193
– Talandi um fisk – hvernig er umhorfs á evrópskum
markaði fyrir fisk og sjávarfang, er þetta vaxandi mark-
aður?
„Já, fiskmarkaðurinn er alls staðar í vexti, jafnt í Evrópu sem
annars staðar. Fiskur hefur góða ímynd, er hollur og því
alltaf mælt með honum sem hluta af heppilegu mataræði.
Almennt er mælt með að fólk borði
fisk tvisvar til þrisvar í viku. Þetta gefur
mikla möguleika fyrir matvælafyrirtæki
á þessu sviði. Hér í Frakklandi kaupa
neytendur að jafnaði lax 3,7 sinnum
á ári – það er án efa svigrúm þarna til
að reyna að fá fólk til að kaupa lax og
laxaafurðir oftar.“
– Nú ertu nýtekinn við sem forstjóri
Alfesca en þekkir þó vel bæði sögu og
starfsemi fyrirtækisins. Hvaða mark-
mið hefurðu sett þér í starfi?
„Áherslan er skýr: Ég er ráðinn til
að framfylgja þeirri stefnu sem hluthafarnir hafa markað
og sú stefna grundvallast á þeim fjórum stoðum sem ég
taldi upp áður. Ástæðan er einfaldlega sú að við höfum
fjárfest í bestu framleiðsluskilyrðum og getum framleitt
hágæðavöru í miklu magni.
Takmarkið er að nýta sem best framleiðslugetu okkar,
ná um leið samlegðaráhrifum milli einstakra þátta fyr-
irtækisins og skapa forsendur fyrir þekkingarflæði innan
fyrirtækisins. Labeyrie er til dæmis með bestu andalifrina
og besta reykta laxinn hér í Frakklandi. Við viljum gjarnan
miðla þessari þekkingu inn á önnur svið fyrirtækisins og ná
til dæmis að auka rækjumarkaðinn hér.
Okkar skilningur í markaðsmálum er að stór hluti neyt-
enda hafi lítinn tíma til að elda en um leið bæði vilja og
peninga til að veita sér eitthvað gott. Við mætum þessum
þörfum með tilbúnum gæðaréttum.
Sumir borða bara til að lifa af – það
er ekki sá hluti neytenda sem við
sinnum. Aðrir borða til að halda upp
á eitthvað, veita sér eitthvað sérstakt
og þeirra þörfum getum við mætt.
Við vinnum á hraðvaxandi mark-
aði fyrir tilbúinn hátíðamat – mér er
falið að þróa Alfesca á þessum for-
sendum.“
– Hvernig sérðu hlutverk þitt sem
stjórnanda?
„Ég er svo heppinn að hafa í kringum
mig hóp hæfra og markvissra stjórnenda. Minn eigin bak-
grunnur í matvælaiðnaðinum er traustur og ég hef skilning
á markaðs- og framleiðslumálum. Ég einbeiti mér að því að
fá menn til að vinna betur saman, setja sér skýr takmörk og
fylgja þeim eftir, skapa samlegð og búa til markvisst lið úr
yfirmönnum allra fyrirtækjanna í eigu Alfesca.
Alfesca hefur orðið til úr nokkrum fyrirtækjum og nú
skiptir öllu að skapa sterkt fyrirtæki þar sem allir stjórnend-
urnir horfa í sömu átt.“
V I Ð T A L V I Ð X A V I E R G O V A R E , F O R S T J Ó R A A L F E S C A
„Alfesca hefur
orðið til úr nokkrum
fyrirtækjum og nú
skiptir öllu að skapa
sterkt fyrirtæki
þar sem allir
stjórnendurnir horfa
í sömu átt.“
Xavier er mikið á þeytingi og vinnur að jafnaði tvo daga í
mánuði í hverju hinna tólf dótturfyrirtækja Alfesca.
ALFESCA
Starfsmenn: 3.500 manns hjá tólf framleiðslufyrirtækjum
í eigu Alfesca í Bretlandi, Frakklandi og á Spáni.
Útflutningur: Alfesca flytur út vörur til um 40 landa.
FJÓRAR MEGINSTOÐIR ALFESCA
1. Reyktur lax og afurðir úr honum.
2. Andalifur og aðrar andaafurðir.
3. Blini (rússneskir klattar) og smurálegg.
4. Rækjur og rækjuafurðir.
Á skrifstofunni í París.