Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 199
L A N D S P Í T A L I – H Á S K Ó L A S J Ú K R A H Ú S
kvenna á LSH er sterk og áhrif þeirra víð-
tæk.
Anna Lilja Gunnarsdóttir er framkvæmda-
stjóri fjárreiðna og upplýsinga. Hlutverk
hennar er meðal annars að hafa frumkvæði
að stefnumótun í rekstri spítalans og svara
fyrir reksturinn gagnvart stjórnvöldum og
almenningi.
Anna Stefánsdóttir er framkvæmdastjóri
hjúkrunar. Á ábyrgð hennar er stefnumótun
í málefnum hjúkrunar og umsjón með fram-
kvæmd hjúkrunarþjónustu spítalans. Fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar hefur undir sinni
stjórn bæði stærsta faghópinn og langflesta
starfsmenn.
Magna Fríður Birnir er forstöðumaður
deildar gæðamála og innri endurskoðunar
og verkefnastjóri stefnumótunar spítalans.
Valgerður Bjarnadóttir er sviðsstjóri inn-
kaupa- og vörustjórnunarsviðs og hún ber
ábyrgð á stefnumótun varðandi innkaupa-
og vörustýringu spítalans.“
Sviðsstjórar eru 32 og eru konur rúmlega
helmingur þeirra.
„Á flestum klínísku sviðunum eru tveir
sviðsstjórar, hjúkrunarfræðingur og læknir,
og bera þeir sameiginlega ábyrgð á starfsemi
sinna sviða. Ábyrgð sviðsstjóra er mikil.
Ríflega 600 starfsmenn tilheyra stærstu svið-
unum og fjárveitingar eru um og yfir þrír
milljarðar króna. Hvert svið um sig er eins
og meðalstórt fyrirtæki á Íslandi.“
Jafnrétti haft í heiðri
„Við erum með framsækna stjórn og fram-
sækna framkvæmdastjórn. Við sameiningu
spítalanna ákvað forstjóri að starfsmanna-
málin yrðu sett á oddinn. Sá stjórnandi er
ráðinn hverju sinni sem hentar í viðkomandi
stöðu. Hér er jafnréttisáætlun og við bendum
á það þegar við auglýsum störf. Við þurfum
síðan að geta rökstutt af hverju við ráðum
viðkomandi þar sem auglýsingaskylda er
hjá ríkisstofnunum. Kannski er einn stærsti
munurinn í stjórnun ríkisfyrirtækis og einka-
fyrirtækis sá að réttur starfsmanna er mjög
sterkur hjá ríkisfyrirtæki. Konur í stjórn-
endastöðum taka stjórnunarhlutverk sitt
alvarlega.“
Þær þurfa að…
Landspítali - háskólasjúkrahús sker sig úr að
því leyti frá öðrum stórum vinnustöðum hve
hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum er hátt.
Aðspurð hvað forsvarsmenn fyrirtækja og
stofnana þurfi að mati Ernu að hafa í huga
til að konur komist í stjórnendastöður segir
hún: „Þeir þurfa að gefa konum raunhæfa
möguleika; setja til dæmis ekki eina konu í
fimm til sjö manna karlmannastjórn heldur
setja að minnsta kosti tvær inn í einu. Þá
þurfa þeir að velja konu í æðstu stöðu skipu-
ritsins. Fyrirtæki sem ætla sér að rétta hlutfall
kvenna mega ekki samþykkja launamisrétti
milli kynja. Þegar sótt er um stöðu þá væri
æskilegt að í fyrsta vali á hópi umsækjenda
fengu þeir sem velja í stöðuna einungis
kennitölu en ekki nöfn umsækjenda. Fleiri
konur kæmust þá ef til vill í gegnum fyrstu
síuna.“
Þegar Erna er spurð hvað konurnar sjálfar
þurfi að hafa í huga að hennar mati til að
komast til metorða segir hún: „Trúa því að
þær eigi, skuli, geti og megi. Þær þurfa að
hafa trú á þeim málefnum sem þær berjast
fyrir og eru bestar í, svo sem að byggja upp
menningu og gildi fyrirtækja. Þær þurfa að fá
stuðning frá öðrum konum til þess að segja
skoðun sína, til dæmis á forgangsröðun fjár-
mála. Þær þurfa að gera kröfur til karla um
að þeir taki sýnilega ábyrgð í málefnum sem
þeir einir geta breytt. Þær mega ekki gefast
upp og þær þurfa að vinna stöðugt að sjálfs-
styrkingu – beina sjónum sínum að styrk-
leika, uppbyggjandi viðhorfum og lausnum.
En fyrst og fremst þurfa þær að vilja.“
„Í sjö manna stjórnarnefnd spítalans eru fimm konur og í sex manna framkvæmdastjórn
eru tvær konur,“ segir Erna Einarsdóttir, sviðsstjóri starfsmannamála og formaður kjara- og
launanefndar spítalans.
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 199