Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 200
200 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
STÓRTAP
FJÁRFESTA
VEGNA
REIKNINGS-
SKILASVIKA
F
járfestar hafa orðið fyrir gífurlegu
tapi vegna meintra reikningsskila-
svika á bandaríska hlutabréfamark-
aðinum (NYSE, Nasdaq, Amex)
síðastliðin tíu ár. Á árunum 1933 og 1934
voru settar tvær löggjafir, Securities Act og
Securities Exchange Act sem settu fram
kröfu um fullt upplýsingargildi (e. full dis-
closure) í reikningsskilum.
Það var ekki fyrr en um 70 árum síðar,
þ.e. þegar Enron reikningsskilasvikin komu
fram í dagsljósið, að stærsta og róttækasta
breyting á þessum löggjöfum varð að veru-
leika. The Sabanes-Oxley Act (SOX Act) var
lögfest 30. júlí 2002.
SOX-lögin voru ekki einungis til að bæta
siðferðið hvað varðar reikningsskil heldur
voru eftirfarandi þættir, sem tengjast reikn-
ingsskilum mikið, teknir til endurskoðunar
og lögfestir í nýju formi:
1. Endurskoðun núverandi
stjórnunarhátta.
2. Endurskoðun reikningsskilaferla
í fyrirtækjum.
3. Aukin reikningsskilaábyrgð
stjórnenda.
4. Sett á fót ný eftirlitsstofnun
gagnvart endurskoðendum
/-stofum.
5. Aukin fjárveiting til SEC.
6. Dregið út hagsmunaárekstri
á fjármálamarkaði.
Þessa löggjöf má rekja að stórum hluta
til gjaldþrots Enrons 2001, þar sem almenn-
ingur varð fyrir mjög miklu fjárhagslegu
tjóni.
Hlutabréfamarkaðir eru í dag óaðskilj-
anlegur hluti af hagkerfi hvers ríkis, en
hafa mismikið vægi. Í London hefur hluta-
bréfamarkaður verið starfræktur í meira en
200 ár. Í Bandaríkjunum er talið að skipu-
lagðan hlutabréfamarkað megi rekja aftur
R E I K N I N G S H A L D
TEXTI: EINAR GUÐBJARTSSON
MYND: GEIR ÓLAFSSON
Einar Guðbjartsson,
dósent í reikningshaldi og
endurskoðun við Háskóla
Íslands, segir að beinn
kostnaður fjárfesta vegna
30 stærstu reikningsskila-
svika í Bandaríkjunum á
árunum 1997 til 2004 liggi
á bilinu 11 þúsund
milljarðar króna til 63
þúsund milljarðar króna
– eftir því hvaða reikni-
aðferð er notuð.
Einar Guðbjartsson, dósent í reikningshaldi
og endurskoðun við viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands.