Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 201
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 201
til 1720/30. Hlutabréfamarkaðir þess tíma voru litlir og
takmarkaðir, í samanburði við nútíma hlutabréfamarkaði.
Hlutabréfamarkaður byggist á trausti þátttakenda sem eru
að meirihluta almennir fjárfestar. Í Bandaríkjunum hafa
fyrirtækin lífeyrissjóði starfsmanna í sinni vörslu, sem gerir
almenning þar í landi enn háðari hlutabréfamarkaðinum en
ella. Misnotkun á hlutabréfamarkaði snertir því allt þjóðfé-
lagið. Hlutabréfamarkaður er meðal annars viðurkenning
á því að frjáls fjármagnsmarkaður er til staðar sem og frjáls
eignarréttur. Frelsi til viðskipta er eitt af því vandmeð-
farnasta á nútímahlutabréfamarkaði.
Beinn kostnaður fjárfesta vegna reikningsskilasvika
Kostnað þjóðfélagsins vegna reikningsskilasvika er mjög
erfitt að fastsetja þannig að allt sé með talið. Reyndar er
það ógerlegt, því að mjög erfitt er að meta mannlegar
hörmungar í þessu sambandi. Fjárfestar geta bæði verið fag-
fjárfestar og almenningur. Margir almennir starfsmenn hjá
Enron fóru mjög illa út úr gjaldþrotinu, auk þess að missa
vinnu sína var sparifé þeirra bundið í hlutabréfum fyrirtæk-
isins, lífeyrissjóður þeirra var í vörslu þess og margt er ótalið.
Allt tapaðist á einum degi.
Það sem fjárfestum er sameiginlegt er að fjárfesta í hluta-
bréfum. Gengi hlutabréfa hríðfalla um leið og tilkynningar
berast frá kauphöllum um að grunur leiki á að viðkomandi
fyrirtæki hafi stundað reikningsskilasvik. Þessi lækkun á
markaðsvirði hlutabréfa er beinn kostnaður sem fjárfestar
verða fyrir vegna meintra reikningsskilasvika. Dæmi um
hugtök, sem komu fram í fyrstu opinberu tilkynningum
vegna þessa til hlutabréfamarkaða, eru „false and misleading
statements“, „accounting irregularities“, „accounting pro-
blems“, „round-trip transactions“, „manipulative account-
ing practices“ og „off-balance sheet loans“. Öll þessi hugtök
eru þýdd sem „reikningsskilasvik“ á íslensku, hvort sem um
meðvitað athæfi er að ræða eða ekki.
Sá fjöldi fyrirtækja á bandaríska hlutabréfamarkaðinum
sem hefur þurft að endurgera reikningsskil (e. restatement)
sín vegna reikningsskilasvika hefur aukist mjög hratt. Árið
1997 þurftu um 116 fyrirtæki að endurgera reikningsskil
sín. Árið 2004 var þessi fjöldi kominn í 619. Það er rúmlega
fimmföld aukning á 8 árum.
Á myndinni hér að ofan sést mjög vel þróunin á fjölda
þeirra fyrirtækja sem hafa þurft að endurgera reikningsskil sín
vegna þess að þau hafa ekki verið gerð í samræmi við gildandi
lög, reglur og reikningsskilastaðla í Bandaríkjunum.
Ekki er til nein ákveðin reikniaðferð til þess að reikna
tap fjárfesta vegna reikningsskilasvika. Svara þarf spurn-
ingum eins og: hvenær byrjuðu reikningsskilasvikin að hafa
áhrif á gengi hlutabréfa? Þessari spurningu er oft erfitt að
svara. Þess vegna er beinn kostnaður fjárfesta oft reikn-
aður út á mismunandi vegu til þess að skoða sama hlut frá
ólíku sjónarhorni og mismunandi tímabili. Hér eru fjórar
aðferðir notaðar sem gefa ættu til kynna hvaða vandamál er
við að eiga þegar reikna þarf beinan kostnað fjárfesta vegna
lækkunar á markaðsvirði hlutabréfa sem rekja má til reikn-
ingsskilasvika:
1. Sjö daga tapið, þ.e. breyting á gengi hluta-
bréfa á tímabilinu, tveimur dögum fyrir og
fimm dögum eftir að opinber tilkynning hefur
borist hlutabréfamarkaðinum um að meint
reikningsskilasvik hafi átt sér stað. Lengd
tímabilsins er sú sama hjá öllum fyrirtækjum.
R E I K N I N G S H A L D
700
600
500
400
300
200
100
0
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
Þróun á fjölda fyrirtækja sem þurft hafa að endurgera reikningsskil 1997-2004
Fjöldi