Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 217

Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 217
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 217 Margir þekktir leikarar eru í minni hlutverkum, má nefna Martin Sheen, Mark Wahlberg, Alec Baldwin, Anthony And- erson, Ray Winstone og Vera Farmiga. Handritshöfundur er William Monahan, sem skrifaði handritið af Kingdom of Heaven fyrir Ridley Scott og er nú að skrifa handrit að fjórðu Jurassic Park myndinni. Vill leikstýra DiCaprio í fjórðu myndinni Martin Scorsese hefur lítið tjáð sig um The Departed, en andmælir því að myndin sé bein endurgerð af Infernal Affairs, heldur sé hún undir áhrifum frá henni: „William Monahan hefur skrifað frumsamið handrit og hafði handritið af kínversku myndinni til hliðsjónar. Ég vil samt taka það fram að Infernal Affairs er mjög góð kvikmynd og hún kveikti í mér, en mín mynd er öðruvísi. The Departed er saga af löggum og glæpamönnum í Boston en Infernal Affairs tók á málum í Hong Kong.“ Þegar Martin Scorsese hafði ákveðið að gera The De- parted leitaði hann strax til Leonardo DiCaprio um að leika aðalhlutverk. DiCaprio hafði tekið sér frí frá því hann lék í The Aviator og var til í slaginn, en þegar tökum lauk á The Departed fór hann beint til Suður Afríku til að leika í Blood Diamon sem Edward Zwick leikstýrir. Ekki er loku fyrir það skotið að hann og Martin Scorsese starfi áfram saman þar sem Scorsese er með í undirbúningi kvikmynd um Theodore Roosevelt, Bandaríkjaforseta, The Rise of Theodore Roosevelt og vill ólmur fá DiCaprio í titilhlutverkið. Scorsese er með eina aðra kvikmynd í undirbúningi, Silence, sem fjallar um tvo presta sem ferðast til Japans á áttundu öld. KVIKMYNDIR Allir kóngsins menn All The Kings’s Men sem frum- sýnd verður vestan hafs í þessum mánuði er endurgerð þekktrar kvikmyndar frá árinu 1949, sem hlaut þrenn óskarsverðlaun, meðal annars valin besta kvik- myndin. Henni leikstýrði Robert Rossen, sem síðar leikstýrði The Hustler (1961), kvikmynd sem endalaust er hægt að fjalla um. All The King’s Men er gerð eftir klassískri skáldsögu, Roberts Penn Warren og fjallar um stjórn- málamann frá suðurríkjunum sem verður spillingunni að bráð og blaðamann sem bæði verður fyrir áhrifum frá honum og hefur áhrif á gerðir hans. Úrvalsleikarar eru í myndinni. Sean Penn leikur stjórnmálamanninn og Jude Law blaðamanninn. Af öðrum leik- urum má nefna Kate Winslett, Anthony Hopkins, Patricia Clarkson, James Gandolfini og Mark Ruffalo. Leikstjóri er Steven Zaillian, þekktur hand- ritshöfundur sem hefur leikstýrt tveimur athyglisverðum kvik- myndum, Searching For Bobby Fischer og A Civil Action. Maður ársins Enginn efast um hæfileika Robin Williams. Hann er einn fárra leik- ara sem getur gert allt, ræður jafnt við farsahlutverk sem hádramatísk hlutverk. Síðustu myndir hans hafa þó hvorki náð hylli almennings né gagnrýnenda og er skemmst að minnast RV, sem var algjörlega mislukkuð. Ekki er samt tími til að örvænta um feril Williams, hæfileikarnir eru það miklir og aldrei að vita nema hann rétti úr kútnum í Man of the Year. Í henni leikur Williams þáttastjórnanda í spjallþætti, sem hefur verið óspar á að gera grín að stjórnmálamönnum. Hann tekur upp á því að fara í forseta- framboð og reiknar að sjálfsögðu aldrei með að vinna, en vegna villu í tölvukerfi er hann lýstur sem sigurvegari. Hlutverkið virðist sem skrifað fyrir Robin Williams og ekki ætti að skemma fyrir að leikstjóri er Barry Levenson sem leikstýrði honum í Good Morning Vietnam. Meðleikarar Williams eru Laura Linney, Christopher Walken og Jeff Goldblum. Forest Whitaker leikur Idi Amin Sá ágæti leikari Forest Whitaker, sem lék eitt aðalhlutverkið í kvik- mynd Baltasars Kormáks, Little Trip to Heaven, hefur brugðið sér í hlutverk Idi Amins, eins mesta illmennis mannkynssögunnar. Myndin heitir The Last King of Scotland og segir frá ungum skoskum lækni sem er að störfum í Uganda þegar Idi Amin kemst til valda. Amin gerir hann að líflækni sínum. Ungi læknirinn er í fyrstu stoltur af starfinu en fljótlega renna á hann tvær grímur, hann verður vitni að grimmd Idi Amins og reynir að flýja land, sem er hægara sagt en gert. Nafn mynd- arinnar stafar af því að þegar fór að halla undan fæti hjá Idi Amin fór hann að láta kalla sig konung Skotlands. Ungur og lítt þekktur leikari, James McAvoy, leikur lækninn og meðal annarra leikara í myndinni eru Gillian Anderson og David Oyelovo. Forest Whitaker í hlutverki einræðisherrans, Idi Amins. BÍÓFRÉTTIR Martin Scorsese við tökur á The Departed ásamt Leonardo DiCaprio og Matt Damon.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.