Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 217
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 217
Margir þekktir leikarar eru í minni hlutverkum, má nefna
Martin Sheen, Mark Wahlberg, Alec Baldwin, Anthony And-
erson, Ray Winstone og Vera Farmiga. Handritshöfundur er
William Monahan, sem skrifaði handritið af Kingdom of
Heaven fyrir Ridley Scott og er nú að skrifa handrit að fjórðu
Jurassic Park myndinni.
Vill leikstýra DiCaprio í fjórðu myndinni Martin Scorsese
hefur lítið tjáð sig um The Departed, en andmælir því að
myndin sé bein endurgerð af Infernal Affairs, heldur sé hún
undir áhrifum frá henni: „William Monahan hefur skrifað
frumsamið handrit og hafði handritið af kínversku myndinni
til hliðsjónar. Ég vil samt taka það fram að Infernal Affairs er
mjög góð kvikmynd og hún kveikti í mér, en mín mynd er
öðruvísi. The Departed er saga af löggum og glæpamönnum í
Boston en Infernal Affairs tók á málum í Hong Kong.“
Þegar Martin Scorsese hafði ákveðið að gera The De-
parted leitaði hann strax til Leonardo DiCaprio um að leika
aðalhlutverk. DiCaprio hafði tekið sér frí frá því hann lék í
The Aviator og var til í slaginn, en þegar tökum lauk á The
Departed fór hann beint til Suður Afríku til að leika í Blood
Diamon sem Edward Zwick leikstýrir. Ekki er loku fyrir það
skotið að hann og Martin Scorsese starfi áfram saman þar
sem Scorsese er með í undirbúningi kvikmynd um Theodore
Roosevelt, Bandaríkjaforseta, The Rise of Theodore Roosevelt og
vill ólmur fá DiCaprio í titilhlutverkið. Scorsese er með eina
aðra kvikmynd í undirbúningi, Silence, sem fjallar um tvo
presta sem ferðast til Japans á áttundu öld.
KVIKMYNDIR
Allir kóngsins menn
All The Kings’s Men sem frum-
sýnd verður vestan hafs í þessum
mánuði er endurgerð þekktrar
kvikmyndar frá árinu 1949, sem
hlaut þrenn óskarsverðlaun,
meðal annars valin besta kvik-
myndin. Henni leikstýrði Robert
Rossen, sem síðar leikstýrði The
Hustler (1961), kvikmynd sem
endalaust er hægt að fjalla um.
All The King’s Men er gerð eftir
klassískri skáldsögu, Roberts
Penn Warren og fjallar um stjórn-
málamann frá suðurríkjunum
sem verður spillingunni að bráð
og blaðamann sem bæði verður
fyrir áhrifum frá honum og hefur
áhrif á gerðir hans. Úrvalsleikarar
eru í myndinni. Sean Penn leikur
stjórnmálamanninn og Jude Law
blaðamanninn. Af öðrum leik-
urum má nefna Kate Winslett,
Anthony Hopkins, Patricia
Clarkson, James Gandolfini
og Mark Ruffalo. Leikstjóri er
Steven Zaillian, þekktur hand-
ritshöfundur sem hefur leikstýrt
tveimur athyglisverðum kvik-
myndum, Searching For Bobby
Fischer og A Civil Action.
Maður ársins
Enginn efast um hæfileika Robin
Williams. Hann er einn fárra leik-
ara sem getur gert allt, ræður
jafnt við farsahlutverk sem
hádramatísk hlutverk. Síðustu
myndir hans hafa þó hvorki náð
hylli almennings né gagnrýnenda
og er skemmst að minnast RV,
sem var algjörlega mislukkuð.
Ekki er samt tími til að örvænta
um feril Williams, hæfileikarnir eru
það miklir og aldrei að vita nema
hann rétti úr kútnum í Man of
the Year. Í henni leikur Williams
þáttastjórnanda í spjallþætti,
sem hefur verið óspar á að gera
grín að stjórnmálamönnum. Hann
tekur upp á því að fara í forseta-
framboð og reiknar að sjálfsögðu
aldrei með að vinna, en vegna
villu í tölvukerfi er hann lýstur
sem sigurvegari. Hlutverkið virðist
sem skrifað fyrir Robin Williams
og ekki ætti að skemma fyrir að
leikstjóri er Barry Levenson sem
leikstýrði honum í Good Morning
Vietnam. Meðleikarar Williams
eru Laura Linney, Christopher
Walken og Jeff Goldblum.
Forest Whitaker
leikur Idi Amin
Sá ágæti leikari Forest Whitaker,
sem lék eitt aðalhlutverkið í kvik-
mynd Baltasars Kormáks, Little
Trip to Heaven, hefur brugðið sér
í hlutverk Idi Amins, eins mesta
illmennis mannkynssögunnar.
Myndin heitir The Last King of
Scotland og segir frá ungum
skoskum lækni sem er að störfum
í Uganda þegar Idi Amin kemst til
valda. Amin gerir hann að líflækni
sínum. Ungi læknirinn er í fyrstu
stoltur af starfinu en fljótlega
renna á hann tvær grímur, hann
verður vitni að grimmd Idi Amins
og reynir að flýja land, sem er
hægara sagt en gert. Nafn mynd-
arinnar stafar af því að þegar fór
að halla undan fæti hjá Idi Amin
fór hann að láta kalla sig konung
Skotlands. Ungur og lítt þekktur
leikari, James McAvoy, leikur
lækninn og meðal annarra leikara
í myndinni eru Gillian Anderson og
David Oyelovo.
Forest Whitaker í hlutverki
einræðisherrans, Idi Amins.
BÍÓFRÉTTIR
Martin Scorsese við tökur á The Departed ásamt Leonardo DiCaprio og Matt Damon.