Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 222
„Karl faðir minn kveikti bakt-
eríuna og dró mig í vélsleða-
ferðir,“ segir Þór Kjartansson,
forstöðumaður hjá Truenorth,
en hann er mikill vélsleða-
maður og hefur mikið verið á
jöklum. Hann var 17 ára þegar
hann gekk í flugbjörgunarsveit.
Síðar varð hann leiðsögumaður
á Vatnajökli og hann rak
vélsleðaleigu á Langjökli í
þrjú ár. Þess má geta að
hann var á tímabili formaður
Landssambands íslenskra
vélsleðamanna. Þá fer hann
til fjalla til að veiða gæsir og
hreindýr.
„Það sem mér finnst mest
spennandi við vélsleðann er
krafturinn, hraðinn og frelsið.“
Hvað jöklaferðirnar áhrærir
segir hann að það hverfi
allt nema staður og stund á
meðan hann er uppi á jökli.
Aðspurður viðurkennir hann
að hann hverfi inn í náttúruna.
„Það er til dæmis einstakt
umhverfi á Vatnajökli þar sem
er sterkt samspil elds og íss.
Það eru forréttindi að fá að
ferðast þar um,“ segir Þór sem
hefur nokkrum sinnum farið
á gönguskíðum yfir jökulinn.
„Ég upplifi alltaf eitthvað nýtt
þegar ég er í Kverkfjöllum og
Hveragili.“
Þór er sem fyrr segir for-
stöðumaður Event-deildar hjá
kvikmyndafyrirtækinu en þar
sér hann meðal annars um
skipulag á ýmsum viðburðum.
Hann finnur einnig tökustaði
þegar taka á erlendar kvik-
myndir eða auglýsingar hér á
landi í tengslum við Truenorth.
„Við förum oft með útlendinga
upp á jökla en Ísland er ákjós-
anlegur staður vegna þess
hvað auðvelt er að komast á
jöklana.“
Það er komið haust og Þór
verður ætíð spenntur á þessum
árstíma þegar fer að grána í
fjöllum og fyrstu snjókornin
falla til jarðar. Fyrir honum er
„góður“ vetur harður vetur.
„Það sem mér finnst mest spennandi við vélsleðann er krafturinn,
hraðinn og frelsið.
Útivist:
ÞÁ HVERFUR HANN Í NÁTTÚRUNA
Svo mörg voru þau orð:
„Þegar ég var stödd á Íslandi nú í sumar fjárfesti ég í
tímaritinu Frjálsri verslun sem var þá helgað konum í
atvinnulífinu. Af nógu var að taka. Tímaritið var stútfullt
af efnilegum athafnakonum. Heilt blað af fyrirmyndum.
Ef til vill er kominn tími til að flagga þeim aðeins. Vekja
á þeim athygli svo að fyrir konum sé viðskiptaheimurinn
ekki einungis veldi karlmanna.“
Sif Sigmarsdóttir. Morgunblaðið, 7. september.
„Við erum alltaf með augun opin. Ég held að það sé alls
staðar pláss fyrir fyrirtæki með okkar hugsunarhátt.
Útrás bankanna hefur sýnt okkur hverju snerpa og nýr
hugsunarháttur geta áorkað.“
Ólafur Helgi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lýsingar.
Markaðurinn, 13. september.
Æskumyndin er af Gerði
Ríkharðsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Útilífs.
Myndin var tekin á ljós-
myndastofu. Gerður seg-
ist hafa verið sjálfstætt
barn á þessum tíma og
ætlaði að verða eitthvað
merkilegt þegar hún yrði
fullorðin.
Gerður Ríkharðsdóttir,
framkvæmdastjóri Útilífs.
Æskumyndin:
222 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6