Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 226
226 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
FÓLK
Ég hef verið fjármálastjóri hjá Microsoft Íslandi í um tvö og hálft ár, en Micro-
soft Íslandi opnaði skrifstofu hér
á landi haustið 2003. Starfsemi
skrifstofunnar felst aðallega í
kynningu á vörum Microsoft,
bæði fyrir fyrirtækjum, svo og
samstarfsaðilum. Á þessum tíma
hefur starfsmannafjöldi rúmlega
tvöfaldast og hefur það verið
mjög skemmtilegt og ögrandi að
taka þátt í uppbyggingunni frá
upphafi.
Starf mitt lýtur að öllu sem
snýr að fjármálum fyrirtækisins,
skipulagi þeirra, áætlanagerðar
og greiningu kostnaðar svo og
upplýsingagjöf til Microsoft
Corporation. Ég sé einnig um
starfsmannamál og svo að segja
flest mál sem snúa að daglegum
rekstri fyrirtækisins. Þessa dagana
erum við að stækka við okkur
húsnæðið og er stefnt að því að
taka aukið rými í notkun fyrir
næstu áramót.“
Brynja segir að í nóvember
sé ætlunin að fara á ráðstefnu
fjármálastjóra hjá Microsoft sem
haldin verður í Bandaríkjunum
og í janúar verður stefnan sett
á ráðstefnu sem eingöngu er
sniðin að konum innan Micro-
soft. „Markmið þeirrar ráðstefnu
er að efla hlut kvenna innan
fyrirtækisins og þá sérstaklega í
stjórnunarstöðum því að í hug-
búnaðargeiranum hafa karlmenn
lengi verið í miklum meiri-
hluta.“
Brynja lauk viðskiptafræði af
fjármálasviði frá HÍ. Hún vann
sem ráðgjafi hjá Streng hugbún-
aðarhúsi í tæp fimm ár (nú Land-
steinar-Strengur) og var síðan hjá
Heklu í tæp tvö ár áður en hún
réði sig til Microsoft.
Brynja er í sambúð með
Kjartani J. Haukssyni, sem gerir
út köfunar- og rannsóknaskip,
og búa þau í Kópavogi. „Ég á
þrjú börn og þrjú stjúpbörn svo
að fjölskyldan er stór þegar hún
kemur öll saman.“
Áhugamálin eru margvísleg,
en samvera með fjölskyldunni er
Brynju efst í huga.
„Við eigum sumarhús á
Suðurlandi og erum þar öllum
stundum þegar við verður komið.
Þetta er algjör paradís. Í nágrenn-
inu er góð afþreying, náttúrufeg-
urðin er mikil og kyrrðin einstök.
Fyrir utan að njóta kyrrðarinnar
þar hef ég gaman af því að fara
í golf, badminton, skíði, sund,
göngur, lesa eða bara horfa á
sjónvarpið í rólegheitum. Ætli ég
hafi ekki bara áhuga á flestöllu,
svo framarlega sem ég er í góðum
félagsskap, um það snýst jú lífið.
Einnig hef ég mjög gaman af
skák og langar að bæta mig á
því sviði í vetur. Skákin er góð
aðferð til að beina huganum að
einhverju allt öðru en verið er að
fást við daglega.“
Sumarið var rólegt hjá
Brynju og fríinu varið í sumar-
húsinu. „Til stendur að fara út
í vetur, jafnvel til Venesúela að
heimsækja mág minn sem hóf
störf þar sl. sumar. Framundan
er útskrift, ferming og afmæli
framundan, svo að veturinn
verður fullur af skemmtilegum
uppákomum.“
fjármálastjóri Microsoft Íslandi
BRYNJA SIGRÍÐUR BLOMSTERBERG
Brynja Sigríður Blomsterberg: „Skákin er góð aðferð til að beina huganum að einhverju allt öðru en verið er að
fást við daglega.“
Nafn: Brynja Sigríður Blomsterberg.
Fæðingarstaður: Reykjavík, 10. 5.
1963.
Foreldrar: Sveinn Hörður
Blomsterberg og Arndís Hildiberg
Kristjánsdóttir.
Maki: Kjartan Jakob Hauksson.
Börn: Rakel 20 ára, Arndís
Sigurbjörg 13 ára og Anna Sigfríð
11 ára.
Menntun: cand. oecon. frá HÍ
1993, fjármálasvið.