Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 230
230 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
FÓLK
Starf mitt hjá Kauphöll Íslands er fjölbreytt starf. Það felur í sér umsjón
með öllu kynningar- og mark-
aðsstarfi sem Kauphöllin sinn ir,
samskipti við innlenda og
erlenda aðila, þar á meðal fjöl-
miðla, umsjón með allri útgáfu,
ritstjórn á heimasíðu og útgáfu
fréttatilkynninga. Þetta er spenn-
andi starf þar sem alltaf eitt-
hvað er að gerast og kannski
ekki síst þessa dagana þegar lítur
út fyrir að við verðum hluti af
OMX kauphallasamstæðunni.
Þá verðum við hluti af stóru
fyrirtæki og jafnframt stærri
mark aði. Það felur í sér tækifæri
til að markaðssetja Kauphöllina
á annan hátt en hefur verið gert,
ekki aðeins gagnvart erlendum
aðilum heldur einnig innlend um.
Við teljum ekki að miklar breyt-
ingar verði á starfseminni hér í
Kauphöllinni til að byrja með en
vafalaust munum við markaðs-
setja Kauphöllina að einhverju
leyti undir öðru vörumerki og
munu þessar breytingar móta
starf mitt í framtíðinni.“
Eiginmaður Helgu Bjark ar
er Guðjón Ólafur Jónsson,
hæstaréttarlögmaður og alþingis-
maður, og eiga þau saman einn
son, Egil Hlé. Helga Björk er til-
tölulega nýkomin til starfa aftur
í Kauphöllinni eftir ársleyfi: „Ég
var að ljúka MBA-námi í ágúst
síðastliðnum frá Háskólanum í
Edinborg og útskrifast í nóvem-
ber. Þá stefni ég að því að ljúka
verðbréfaviðskiptanámi hjá HR
næsta vor.“
Þegar kemur að áhugamálum
þá er fótboltinn efstur á blaði.
„Ég og vinkona mín stofnuðum
á sínum tíma kvennalið á Dalvík
þar sem ég er fædd og uppalin.
Ég spilaði með því liði í tíu ár
og náðum við meira að segja
að vera eitt ár í úrvalsdeildinni.
Í dag læt ég mér nægja að spila
með strákun um í vinnunni einu
sinni viku og upplifi spenning-
inn í fótboltanum í gegnum son
minn, sem er á fullu í boltanum.
Guðjón hefur einnig mikinn
áhuga þó að hann spili ekki
fótbolta þannig að umræðuefnið
á heimilinu er æði oft fótbolti
og aftur fótbolti. Stefnan hjá
fjölskyldunni nú er að fara á
heimsmeistarakeppnina í Suður-
Afríku eftir fjögur ár. Fyrir utan
fótboltann þá hef ég mikinn
áhuga á leikhúsi, kvikmyndum
og stjórnmálum, en hef ekki haft
tíma til að stunda þau áhugamál
eins og ég vildi, en reyni að
fylgjast vel með. En eitt gef ég
mér alltaf tíma fyrir og það er að
fara út að ganga. Mér finnst það
holl og skemmtileg hreyfing sem
ég reyni að stunda 3-5 sinnum
í viku.“
Helga Björk segir að sumarið
hafi að mestu leyti farið í að
skrifa mastersritgerðina: „Fjöl-
skyldan tók sé þó smá hvíldarferð
og fór til Spánar. Einnig fórum
við til Dalvíkur á Fiskidaginn,
sem er eitt af því skemmtilegasta
sem ég geri. Frábær stemmning
er á Dalvík þessa helgi og sér-
lega gaman á föstudagskvöldinu
að geta gengið á milli húsa og
litið inn til fólks og smakkað á
fiskisúpunni sem öllum gang-
andi vegfarendum er boðið
upp á. Garðarnir eru upplýstir
í ágúströkkrinu og gera kvöldið
enn eftirminnilegra.“
markaðs- og kynningarstjóri Kauphallar Íslands
HELGA BJÖRK EIRÍKSDÓTTIR
Nafn: Helga Björk Eiríksdóttir.
Fæðingarstaður: Dalvík, 22. 12. 1968.
Foreldrar: Eiríkur Birkir Helgason,
Svanfríður Jónsdóttir.
Maki: Guðjón Ólafur Jónsson.
Börn: Egill Hlér Guðjónsson, 8 ára.
Menntun: Útskrifast með MBA-gráðu
frá University of Edinburgh í nóvember.
B.A. í ensku/ítölsku og próf í hagnýtri
fjölmiðlun frá Háskóla Íslands. Lauk
prófi í markaðs- og útflutningsfræðum
frá Endurmenntun HÍ árið 2002 og
hyggst ljúka verðbréfaviðskiptanámi í
Háskólanum í Reykjavík næsta vor.
Helga Björk Eiríksdóttir: „Umræðuefnið á heimilinu er æði oft fótbolti og aftur fótbolti.
Stefnan er að fara á heimsmeistarakeppnina í Suður-Afríku eftir fjögur ár.“
Þar sem tryggingar
snúast um fólk
Tryggðu framgang fyrirtækisins með því að huga að öllum þáttum í
rekstri þess. Vátryggingar eru nauðsynlegur þáttur í rekstri og er
mikilvægt að rekstraraðilar geri sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir geta
staðið frammi fyrir og skyldum sem þeir þurfa að uppfylla. VÍS býður
fyrirtækjum og einstaklingum með atvinnurekstur vátryggingavernd sem
löguð er að þörfum hvers atvinnurekanda.
Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is
Atvinnutryggingar VÍS!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A