Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 16
FRÉTTIR
16 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
„ÉG MÆLI MEÐ STANGVEIÐI,
MANNLÍFSSKOÐUN OG
STEFNUMÓTI VIÐ KRÓKÓDÍLA
Á MIÐVIKUDÖGUM.“
Hákon Örvarsson, matreiðslumeistari, segir frá Orlando í Florida í nýjum
haust- og vetrarbæklingi Icelandair, Mín borg. Við bjóðum úrval pakkaferða,
helgarferða til 19 áfangastaða austan hafs og vestan, golfferða og sérferða.
Kynnið ykkur málið og takið síðan ákvörðun. Ævintýrin liggja í loftinu.
FLUG OG GISTING Í 8 NÆTUR FRÁ 68.600 KR.
Vildarpunktar
Ferðaávísun gildir
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting á Best Western*** í tvíbýli í 8 nætur (23.–31. janúar, 30. janúar–7. febrúar og 15.–23. apríl 2007).
Handhafar Vildarkorta VISA og Icelandair geta nýtt 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna greiðslu upp í flugfargjald með áætlunarflugi Icelandair. Þetta flug gefur 5.000–12.400 Vildarpunkta.
+ Bókaðu á www.icelandair.is
FL
O
R
ID
A
MÍN
MINNEAPOLIS /
ST. PAUL
ORLANDO
SANFORD
BOSTON
HALIFAX
GLASGOW
MANCHESTER
STOCKHOLM
HELSINKI
COPENHAGEN
OSLO
BERLIN
FRANKFURT
MUNICH
MILAN
AMSTERDAM
BARCELONA
LONDON
PARIS
NEW YORK
JFK
BALTIMORE /
WASHINGTON
REYKJAVIK
ICELAND BERGEN
GOTHENBURGÁRIÐ 2006 KVEÐUR:
Svo mörg voru þau orð
„MIKIÐ HEFUR VERIÐ RÆTT um ákvarðanir
íslenskra stjórnvalda á sínum tíma um
málefni Íraks. Þær byggðust á röngum
upplýsingum. Forsendurnar voru rangar
og ákvarðanaferlinu ábótavant. Þessar
ákvarðanir voru því rangar eða mistök.“
- Jón Sigurðsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, gerir upp stuðning
við Íraksstríðið á miðstjórnarfundi
flokksins í nóvember.
„VANDI SAMFYLKINGARINNAR LIGGUR
Í ÞVÍ að kjósendur þora ekki að treysta
þingflokknum – ekki ennþá, ekki
hingað til. Of margt fólk sem vill og
ætti að kjósa okkur – allur meginþorri
Íslendinga sem hafa sömu lífssýn,
áhyggjur og verkefni og við – hefur ekki
treyst þingflokknum fyrir landsstjórn-
inni.“
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi
flokksráðs Samfylkingarinnar í nóv-
ember.
„MAÐUR FÆR EKKI ALLTAF það sem
maður vill. Og þá verður maður að
vinna úr því sem maður þá fær í stað-
inn. Maður getur ekki alltaf farið með
sætustu stelpuna heim af ballinu, en
stundum kannski eitthvað sem gerir
sama gagn.“
- Geir H. Haarde utanríkisráðherra á
fundi með sjálfstæðismönnum um
stöðuna í varnarviðræðunum.„RÁÐLEYSI RÍKISSTJÓRNARINNAR ER
ALGJÖRT og fréttir fljúga um sali að
nú verði Framsókn að skipta út og fá
nýja eignaraðila úr S-hópnum til valda í
Framsóknarflokknum og sem ráðherra
í ríkisstjórnina. Góðir landsmenn, guð
hjálpi okkur ef það á að vera bjargráðið
sem Framsóknarflokkurinn er að finna.“
- Guðjón Arnar Kristjánsson,
formaður Frjálslyndra, á eld-
húsdegi um brotthvarf Halldórs
Ásgrímssonar og hugsanlega endur-
komu Finns Ingólfssonar.
„ÞAÐ ER NEFNILEGA ÞANNIG, herrar mínir
og frúr í ríkisstjórninni, að góðærið hefur gert
stuttan stans víða og farið algerlega
hjá garði hjá þúsundum og aftur
þúsundum landsmanna.“
- Steingrímur J. Sigfússon,
formaður VG, á eldhúsdegi
á Alþingi.