Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
BESTU HERFERÐIRNAR
„Ef viðhalda átti vinsældum Lottósins þurfti að hitta á púls þjóð-
arsálarinnar margfrægu. Sú áskorun sem við stóðum frammi fyrir
var að viðhalda áhuga fólks á Lottóinu þær vikur sem potturinn er
einfaldur, enda er salan þá í lágmarki en tekur kipp þegar potturinn
er stærri,“ segir Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri auglýsingastof-
unnar ENNEMM.
Alls 76% Íslendinga kaupa miða í Lottóinu í einhverri viku árs-
ins. Rannsóknir sýna hins vegar að þeir sem helst og oftast taka þátt í
þessum landsleik, eins og Lottóið hefur stundum verið nefnt, er fólk
sem komið er aðeins yfir miðjan aldur, hefur minnkað við sig vinnu
og hefur því góðan tíma fyrir sjálft sig. Þetta er sömuleiðis fólkið sem
er líklegt til að hringja og panta óskalög á útvarpsstöðvunum og segja
skoðanir sýna á mönnum og málefnum.
Skemmtun
og þjóðar-
sálin
Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri ENNEMM.
Lýður Oddsson, maðurinn sem jók vinsældir Lottósins.
Þverskurður þjóðarinnar
„Lottóspilarar eru með öðrum orðum þverskurður íslensku þjóð-
arinnar en með því að nýta okkur niðurstöður úr neyslu- og lífsstíls-
könnunum gátum við þrengt þann hóp sem við teljum líklegastan
til að spila oft í Lottóinu. Þetta er fólk á miðjum aldri og þaðan af
eldra, afi og amma, mætti kannski segja. Þetta er fólkið sem pantar
lög á útvarpsstöðvum og segir skoðun á mönnum og málefnum.
Skemmtun og þjóðarsálin voru grunnatriði hugmyndavinnunnar
sem var í höndum Þorsteins Guðmundssonar og Dags Hilmarssonar.
Þeir lögðu grunninn að karakternum Lýði Oddssyni sem Jón Gnarr
fullkomnaði síðan með sinni snilldarlegu túlkun. Jón Sigurbjörnsson
leikari rak síðan endapunktinn á auglýsingarnar með sinni þekktu
rödd sem varð hins vegar nokkuð óvænt til þess að vekja enn frekar
athygli aðalmarkhópsins, enda Jón dáður í þeim hópi,“ segir Jón
Sæmundsson um auglýsingarnar sem ENNEMM fékk fyrir silfur
EFFIE í flokki vöru.
Færa Lottóið nær almenning
Markmið auglýsingaherferðar Lottósins var að fjölga seldum röðum
um 5% þær vikur sem potturinn er einfaldur. „Einnig var lagt
upp með að færa Lottóið nær almenningi, sem skynjaði það fjar-
rænna en áður var. Allt saman gekk þetta eftir. Auglýsingarnar
náðu í gegn og seldum röðum hefur fjölgað um 7,6% síðustu
misseri. Þegar þátttakan er jafnalmenn og raun ber vitni er erfitt
að auka hana hlutfallslega svo einhverju nemi, en það hins vegar
tókst. Stöðugt þarf að minna á tilvist Lottósins og birtingatíðni
auglýsinga er mikil og því var skemmtun afar mikilvægt atriði við gerð
þeirra, rétt eins og sannast hefur að skilar árangri,“ segir Jón.
ENNEMM / Íslensk getspá
Flokkur: Vara
Verðlaun: Silfur
Titill: Lýður Oddsson