Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Margeir Pétursson. Kaupir ásamt fleirum banka í Úkraínu. 7. janúar Kaupa banka í Úkraínu Sagt var frá því að íslenskir fjárfestar undir forystu MP Fjár- festingarbanka hf. hefðu samið um kaup á 90% hlutafjár í við- skiptabanka í Úkraínu, Bank Lviv. Bankinn er fimmtán ára og er í borginni Lviv þar sem býr um ein milljón íbúa. Mar- geir Pétursson, stjórnarformað- ur MP fjárfestingarbanka, sem leiddi málið, sagði í samtali við Morgunblaðið um kaupin: „Hér er um góð kaup að ræða sem þýða að við séum komin með mjög öfluga undirstöðu fyrir starfsemi okkar í Úkraínu.“ 7. febrúar Bílanaust kaupir Olíufélagið Þessi frétt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti: Bílanaust, nú- verandi hluthafar og stjórnend- ur Bílanausts, ásamt nokkrum fjárfestum, höfðu keypt allt hlutafé í Olíufélaginu ehf. Ekki var greint frá kaupverð- inu, en þó var upplýst að það hefði legið á bilinu 15 til 20 milljarðar króna. Eignarhaldsfélag í eigu Bene- dikts Sveinssonar, fyrrum stjórn- arformanns Eimskipafélagsins og Sjóvár-Almennra, er stærsti hluthafinn í Bílanausti. Bjarni Benediktsson alþingismaður og sonur Benedikts er stjórnarfor- maður Bílanausts. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bílanausts, verður framkvæmdastjóri eign- arhaldsfélagsins sem á bæði Olíufélagið og Bílanaust. Bílanaust fjárfesti á síðasta ári í Bretlandi og hyggst auka umsvif sín þar enn frekar. 11. febrúar 84 milljónir fyrir 120 daga Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafn- arfjarðar, fékk greiddar 84 milljónir vegna starfsloka á síðasta ári, að því er fram kom í ársreikningi Sparisjóðsins. Björn Ingi gegndi starfinu í fjóra Hermann Guðmundsson, forstjóri Bílanausts. 9. janúar SALAN Í ÍSLANDSBANKA: EIN AF FRÉTTUM ÁRSINS Ein af fréttum ársins urðu þessa helgi þegar sagt var frá því að Straumur-Burðarás hefði selt 21% hlut í Íslands- banka. Sennilega hefur ekki verið skrifað um nein mál eins mikið og kaup Landsbanka, Burðaráss og Straums á hlut- um í Íslandsbanka á undan- förnum árum og um þá valda- baráttu sem þar hefur átt sér stað. Straumur-Burðarás held- ur eftir um 5% í bankanum. Það vakti athygli að kaup- endurnir voru allt menn í kring- um Karl Wernersson - sem hefur núna ótvírætt tögl og hagldir í félaginu. Félag hans og systkina hans, Milestone, keypti 4%, og á eftir kaupin ásamt Þætti um 23,3% í bank- anum. Stærsti kaupandinn í þessum viðskiptum var hins vegar FL Group sem keypti 6,5% hlut og á eftir kaupin 16%. Jón Snorrason keypti 3%, Ker 2% og bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir rúmt 1% og eiga félög þeim tengd nú um 8% í bankanum. Þá keypti Íslandsbanki sjálfur um 4,5%. Söluhagnaður Straums- Burðaráss var um 16 milljarð- ar af sölunni. Karl Wernersson. Þórður Már Jóhannesson. Bjarni Ármannsson. 2. janúar ALLT VARÐ VITLAUST: 290 MILLJÓNIR Í STARFSLOKAGREIÐSLUR Það þarf í sjálfu sér ekki mörg orð um þetta; mál málanna fyrstu tvær vikur ársins voru fréttir um starfslokagreiðslur upp á samtals 290 milljónir til fyrrum forstjóra FL Group, Sigurðar Helgasonar og Ragn- hildar Geirsdóttur. Sigurður fær 161 milljón og Ragnhildur 130 milljónir á næstu fjórum til fimm árum vegna starfs- lokanna. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu FL Group vegna hlutafjárútboðs- ins í nóvember. Í stuttu máli þetta: Það varð allt vitlaust í þjóðfélaginu, enda þótt þetta væri fyrst og fremst samningur og mál hluthafa FL Group og forstjóranna. Björn Ingi Sveinsson. Það urðu miklar sviptingar í stjórn Straums-Burðaráss fjár- festingabanka eftir aðalfund félagsins sem haldinn var föstu- daginn 3. mars. Einn stærsti hluthafinn í félaginu, Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Eyjum, sem hefur verið varafor- maður stjórnarinnar, náði ekki kjöri sem varaformaður. Þess í stað var Eggert Magnússon, formaður KSÍ, kosinn vara- formaður stjórnarinnar og að sögn Magnúsar var Eggert kos- inn sem fulltrúi „litla manns- ins“ í stjórnina. Við skulum glugga í frétt Morgunblaðsins með beinni tilvitnun: „Magnús sagði að þegar fundurinn átti að hefjast hefði komið í ljós að einn aðalmað- ur af fimm, Páll Magnússon, var fjarverandi. Hann segir að Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnar, hafi greini- lega verið búinn að ákveða fyr- ir fundinn hver yrði varamaður Páls og greint frá því að Þór- unn Guðmundsdóttir lögmaður, sem er einn af varamönnum í stjórn, sæti fundinn í stað Páls. Þetta hafi komið Magn- úsi í opna skjöldu. „Allt í einu er Þórunn sest við stjórnarborðið en við ger- um enga athugasemd við það. Eggert Magnússon tekur síðan til máls og tilkynnir að hann sé öldungur fundarins og eigi að setja fundinn, sem hann og gerði. Fyrsta mál á dag- skrá var að hann stakk upp á Björgólfi Thor sem formanni og voru allir samþykkir því,“ segir Magnús. Hann segir að þessu næst hafi Þórunn tekið til máls á fundin- um, nán- ast tilbú- in með skrifaða ræðu um að henni þætti eðlilegt að fulltrúi litla manns- ins, eins og hún orðaði það, yrði kosinn varaformaður stjórnar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Sá hafi ver- ið Eggert Magnússon, sem var síðan kosinn varaformaður gegn atkvæði Magnúsar. „Og óska ég Eggerti Magn- ússyni, fulltrúa litla mannsins, innilega til hamingju með að vera orðinn varaformaður Straums-Burðaráss fjárfestinga- banka. Vonast ég til þess að hann ræki það embætti vel og dyggilega,“ segir Magnús. 4. mars EGGERT FULLTRÚI „LITLA MANNSINS“ Eggert Magnússon, formaður KSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.