Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
D A G B Ó K I N
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Margeir Pétursson. Kaupir
ásamt fleirum banka í Úkraínu.
7. janúar
Kaupa banka
í Úkraínu
Sagt var frá því að íslenskir
fjárfestar undir forystu MP Fjár-
festingarbanka hf. hefðu samið
um kaup á 90% hlutafjár í við-
skiptabanka í Úkraínu, Bank
Lviv. Bankinn er fimmtán ára
og er í borginni Lviv þar sem
býr um ein milljón íbúa. Mar-
geir Pétursson, stjórnarformað-
ur MP fjárfestingarbanka, sem
leiddi málið, sagði í samtali við
Morgunblaðið um kaupin: „Hér
er um góð kaup að ræða sem
þýða að við séum komin með
mjög öfluga undirstöðu fyrir
starfsemi okkar í Úkraínu.“
7. febrúar
Bílanaust kaupir
Olíufélagið
Þessi frétt kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti: Bílanaust, nú-
verandi hluthafar og stjórnend-
ur Bílanausts, ásamt nokkrum
fjárfestum, höfðu keypt allt
hlutafé í Olíufélaginu ehf.
Ekki var greint frá kaupverð-
inu, en þó var upplýst að það
hefði legið á bilinu 15 til 20
milljarðar króna.
Eignarhaldsfélag í eigu Bene-
dikts Sveinssonar, fyrrum stjórn-
arformanns Eimskipafélagsins
og Sjóvár-Almennra, er stærsti
hluthafinn í Bílanausti. Bjarni
Benediktsson alþingismaður og
sonur Benedikts er stjórnarfor-
maður Bílanausts.
Hermann Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Bílanausts,
verður framkvæmdastjóri eign-
arhaldsfélagsins sem á bæði
Olíufélagið og Bílanaust.
Bílanaust fjárfesti á síðasta
ári í Bretlandi og hyggst auka
umsvif sín þar enn frekar.
11. febrúar
84 milljónir
fyrir 120 daga
Björn Ingi
Sveinsson,
fyrrverandi
sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar, fékk
greiddar 84
milljónir vegna
starfsloka á
síðasta ári, að því er fram kom
í ársreikningi Sparisjóðsins.
Björn Ingi gegndi starfinu í fjóra Hermann Guðmundsson, forstjóri Bílanausts.
9. janúar
SALAN Í ÍSLANDSBANKA:
EIN AF FRÉTTUM ÁRSINS
Ein af fréttum ársins urðu
þessa helgi þegar sagt var
frá því að Straumur-Burðarás
hefði selt 21% hlut í Íslands-
banka. Sennilega hefur ekki
verið skrifað um nein mál eins
mikið og kaup Landsbanka,
Burðaráss og Straums á hlut-
um í Íslandsbanka á undan-
förnum árum og um þá valda-
baráttu sem þar hefur átt sér
stað. Straumur-Burðarás held-
ur eftir um 5% í bankanum.
Það vakti athygli að kaup-
endurnir voru allt menn í kring-
um Karl Wernersson - sem
hefur núna ótvírætt tögl og
hagldir í félaginu. Félag hans
og systkina hans, Milestone,
keypti 4%, og á eftir kaupin
ásamt Þætti um 23,3% í bank-
anum. Stærsti kaupandinn í
þessum viðskiptum var hins
vegar FL Group sem keypti
6,5% hlut og á eftir kaupin
16%. Jón Snorrason keypti
3%, Ker 2% og bræðurnir
Einar og Benedikt Sveinssynir
rúmt 1% og eiga félög þeim
tengd nú um 8% í bankanum.
Þá keypti Íslandsbanki sjálfur
um 4,5%.
Söluhagnaður Straums-
Burðaráss var um 16 milljarð-
ar af sölunni.
Karl
Wernersson.
Þórður Már
Jóhannesson.
Bjarni
Ármannsson.
2. janúar
ALLT VARÐ VITLAUST:
290 MILLJÓNIR Í STARFSLOKAGREIÐSLUR
Það þarf í sjálfu sér ekki mörg
orð um þetta; mál málanna
fyrstu tvær vikur ársins voru
fréttir um starfslokagreiðslur
upp á samtals 290 milljónir
til fyrrum forstjóra FL Group,
Sigurðar Helgasonar og Ragn-
hildar Geirsdóttur. Sigurður
fær 161 milljón og Ragnhildur
130 milljónir á næstu fjórum
til fimm árum vegna starfs-
lokanna. Þessar upplýsingar
komu fram í skráningarlýsingu
FL Group vegna hlutafjárútboðs-
ins í nóvember. Í stuttu máli
þetta: Það varð allt vitlaust í
þjóðfélaginu, enda þótt þetta
væri fyrst og fremst samningur
og mál hluthafa FL Group og
forstjóranna.
Björn Ingi
Sveinsson.
Það urðu miklar sviptingar í
stjórn Straums-Burðaráss fjár-
festingabanka eftir aðalfund
félagsins sem haldinn var föstu-
daginn 3. mars. Einn stærsti
hluthafinn í félaginu, Magnús
Kristinsson, útgerðarmaður í
Eyjum, sem hefur verið varafor-
maður stjórnarinnar, náði ekki
kjöri sem varaformaður. Þess
í stað var Eggert Magnússon,
formaður KSÍ, kosinn vara-
formaður stjórnarinnar og að
sögn Magnúsar var Eggert kos-
inn sem fulltrúi „litla manns-
ins“ í stjórnina.
Við skulum glugga í frétt
Morgunblaðsins með beinni
tilvitnun:
„Magnús sagði að þegar
fundurinn átti að hefjast hefði
komið í ljós að einn aðalmað-
ur af fimm, Páll Magnússon,
var fjarverandi. Hann segir að
Björgólfur Thor Björgólfsson,
formaður stjórnar, hafi greini-
lega verið búinn að ákveða fyr-
ir fundinn hver yrði varamaður
Páls og greint frá því að Þór-
unn Guðmundsdóttir lögmaður,
sem er einn af varamönnum
í stjórn, sæti fundinn í stað
Páls. Þetta hafi komið Magn-
úsi í opna skjöldu.
„Allt í einu er Þórunn sest
við stjórnarborðið en við ger-
um enga athugasemd við það.
Eggert Magnússon tekur síðan
til máls og tilkynnir að hann
sé öldungur fundarins og eigi
að setja fundinn, sem hann
og gerði. Fyrsta mál á dag-
skrá var að hann stakk upp á
Björgólfi Thor sem formanni og
voru allir samþykkir því,“ segir
Magnús.
Hann segir að þessu næst
hafi Þórunn tekið til máls á
fundin-
um, nán-
ast tilbú-
in með
skrifaða
ræðu um
að henni
þætti
eðlilegt að fulltrúi litla manns-
ins, eins og hún orðaði það,
yrði kosinn varaformaður
stjórnar Straums-Burðaráss
fjárfestingabanka. Sá hafi ver-
ið Eggert Magnússon, sem
var síðan kosinn varaformaður
gegn atkvæði Magnúsar.
„Og óska ég Eggerti Magn-
ússyni, fulltrúa litla mannsins,
innilega til hamingju með
að vera orðinn varaformaður
Straums-Burðaráss fjárfestinga-
banka. Vonast ég til þess að
hann ræki það embætti vel og
dyggilega,“ segir Magnús.
4. mars
EGGERT FULLTRÚI „LITLA MANNSINS“
Eggert Magnússon,
formaður KSÍ.