Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 102

Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 102
102 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 BESTU HERFERÐIRNAR „Herferðin við kynninguna á Toyota Aygo er einhver best heppnaða markaðssetning á íslenskum bílamarkaði til þessa. A-flokkur allra minnstu bílanna fjórfaldaðist á fáum mánuðum og þar náði Aygo 65% hlut sem er frábært,“ segir Atli Freyr Sveinsson, markaðsráðgjafi á Íslensku auglýsingastofunni. Allt fram undir lok síðasta árs hafði Toyota ekki bílategund til þess að keppa í svonefndum A-flokki Umferðarstofu, en undir hann falla allra minnstu bílarnir. Þegar hafin var svo framleiðsla á Aygo og ákveðið að setja bíla þeirrar gerðar á markað hér, leituðu stjórnendur Toyota á Íslandi til Íslensku auglýsingastofunnar vegna ímyndarsköp- unar og auglýsingaherferðar, en þessi tvö fyrirtæki hafa átt í löngu og farsælu samstarfi. Með á rúntinn „Aygo er smábíll, framleiddur með þarfir ungs borgarfólks í huga. Því þurfti í upphafi að kanna almennan lífsstíl þessa hóps og hvernig mætti nálgast hann. Við þurftum að þekkja tungumál markhópsins og í því augnamiði setti ég mig í samband við ungt fólk hér í borginni, spurði það spurninga um lífsstíl þess, fór með því á rúntinn og svo framvegis. Upplýsingarnar sem þannig fengust voru svo notaðar til að hanna þá markaðsáætlun sem síðar var hrundið af stað,“ segir Atli Freyr. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að nálgast hvern markhóp á hans eigin forsendum. Þessu hefðu stjórnendur Toyota á Íslandi gert sér fulla grein fyrir og því samþykkt að herferðin fyrir Aygo bílana væri í senn ögrandi og öðruvísi. Þeir vita að nálgast verður ungt fólk í dag með annars konar aðferðum en áður. Smábílamarkaður stækkar ört „Við byrjuðum herferðina á að kynna tegundarheitið eitt og sér, meðal annars með auglýsingu sem var mynd af útlínum bíls fyrir framan Stjórnarráðshúsið. Þetta skilaði árangri, því þegar bílarnir komu á markað höfðu flestir heyrt talað um Aygo. Athyglinni fylgdum við síðan eftir með kynningum í framhaldsskólunum, tónleikum og ýmsum uppákonum ásamt hefðbundnum auglýsingum,“ segir Atli og bætir við að tölur vitni best um hve vel herferðin lukkaðist. Þannig voru bílar í hinum svonefnda A-flokki orðnir 463 í ágúst síðastliðnum borið saman við 105 á sama tíma árið áður. Allar rannsóknir leiði í ljós að smábílamarkaðurinn muni stækka ört á næstu árum og því sé hinn frábæri árangur á Aygo mikilvægt veganesti þegar til lengri tíma er litið. Aygo er því kominn í A-flokk og það í tvöfaldri merkingu. Aygo í A-flokk Fjölmargar og hugmyndaríkar auglýsingar voru gerðar í herferðinni til kynningar Toyota Aygo. Íslenska auglýsingastofan / Toyota á Íslandi Flokkur: Vara Verðlaun: Gull Titill: AYGO Atli Freyr Sveinsson, markaðsráðgjafi á Íslensku auglýsingastofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.