Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 102
102 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
BESTU HERFERÐIRNAR
„Herferðin við kynninguna á Toyota Aygo er einhver best heppnaða
markaðssetning á íslenskum bílamarkaði til þessa. A-flokkur allra
minnstu bílanna fjórfaldaðist á fáum mánuðum og þar náði Aygo
65% hlut sem er frábært,“ segir Atli Freyr Sveinsson, markaðsráðgjafi
á Íslensku auglýsingastofunni.
Allt fram undir lok síðasta árs hafði Toyota ekki bílategund til
þess að keppa í svonefndum A-flokki Umferðarstofu, en undir hann
falla allra minnstu bílarnir. Þegar hafin var svo framleiðsla á Aygo og
ákveðið að setja bíla þeirrar gerðar á markað hér, leituðu stjórnendur
Toyota á Íslandi til Íslensku auglýsingastofunnar vegna ímyndarsköp-
unar og auglýsingaherferðar, en þessi tvö fyrirtæki hafa átt í löngu og
farsælu samstarfi.
Með á rúntinn
„Aygo er smábíll, framleiddur með þarfir ungs borgarfólks í huga.
Því þurfti í upphafi að kanna almennan lífsstíl þessa hóps og hvernig
mætti nálgast hann. Við þurftum að þekkja tungumál markhópsins
og í því augnamiði setti ég mig í samband við ungt fólk hér í borginni,
spurði það spurninga um lífsstíl þess, fór með því á rúntinn og svo
framvegis. Upplýsingarnar sem þannig fengust voru svo notaðar til
að hanna þá markaðsáætlun sem síðar var hrundið af stað,“ segir Atli
Freyr. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að nálgast hvern markhóp
á hans eigin forsendum. Þessu hefðu stjórnendur Toyota á Íslandi gert
sér fulla grein fyrir og því samþykkt að herferðin fyrir Aygo bílana
væri í senn ögrandi og öðruvísi. Þeir vita að nálgast verður ungt fólk
í dag með annars konar aðferðum en áður.
Smábílamarkaður stækkar ört
„Við byrjuðum herferðina á að kynna tegundarheitið eitt og sér, meðal
annars með auglýsingu sem var mynd af útlínum bíls fyrir framan
Stjórnarráðshúsið. Þetta skilaði árangri, því þegar bílarnir komu á
markað höfðu flestir heyrt talað um Aygo. Athyglinni fylgdum við
síðan eftir með kynningum í framhaldsskólunum, tónleikum og
ýmsum uppákonum ásamt hefðbundnum auglýsingum,“ segir Atli og
bætir við að tölur vitni best um hve vel herferðin lukkaðist. Þannig
voru bílar í hinum svonefnda A-flokki orðnir 463 í ágúst síðastliðnum
borið saman við 105 á sama tíma árið áður. Allar rannsóknir leiði í
ljós að smábílamarkaðurinn muni stækka ört á næstu árum og því sé
hinn frábæri árangur á Aygo mikilvægt veganesti þegar til lengri tíma
er litið. Aygo er því kominn í A-flokk og það í tvöfaldri merkingu.
Aygo í A-flokk
Fjölmargar og hugmyndaríkar auglýsingar
voru gerðar í herferðinni til kynningar
Toyota Aygo.
Íslenska auglýsingastofan
/ Toyota á Íslandi
Flokkur: Vara
Verðlaun: Gull
Titill: AYGO
Atli Freyr Sveinsson, markaðsráðgjafi á Íslensku auglýsingastofunni.